21Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists: 22Konurnar eiginmönnum sínum eins og það væri Drottinn. 23Því að maðurinn er höfuð konunnar, eins og Kristur er höfuð kirkjunnar, hann er frelsari líkama síns. 24En eins og kirkjan er undirgefin Kristi, þannig séu og konurnar mönnum sínum undirgefnar í öllu.
25Þér menn, elskið konur yðar eins og Kristur elskaði kirkjuna og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hana, 26til þess að helga hana og hreinsa í laug vatnsins með orði. 27Hann vildi leiða hana fram fyrir sig í dýrð án þess hún hefði blett eða hrukku né neitt þess háttar. Heilög skyldi hún og lýtalaus. 28Þannig skulu eiginmennirnir elska konur sínar eins og eigin líkami. Sá, sem elskar konu sína, elskar sjálfan sig. 29Enginn hefur nokkru sinni hatað eigið hold, heldur elur hann það og annast, eins og Kristur kirkjuna, 30því vér erum limir á líkama hans.
31"Þess vegna skal maður yfirgefa föður og móður og búa við eiginkonu sína, og munu þau tvö verða einn maður." 32Þetta er mikill leyndardómur. Ég hef í huga Krist og kirkjuna. 33En sem sagt, þér skuluð hver og einn elska eiginkonu sína eins og sjálfan sig, en konan beri lotningu fyrir manni sínum.
Eftir því sem að við hjónin færumst nær Guði (við erum bæði frelsuð), þá umgöngumst við hvort annað með meiri virðingu og nærgætni. Við gerum okkur grein fyrir að við sjáum ekki hlutina alltaf með sömu augum og forgangsröðum ekki eins, en engu síður ber okkur að virða hvors annars forgangsröð og tilfinningar.
Í Pétursbréfi er talað til mannsins og hann minntur á að búa að skynsemi saman við konu sína og minnast þess að hún sé viðkvæm, til þess að bænir hans hindrist ekki.
Sem sagt Guð blessar ekki mann sem að kúgar konuna sína, það er ekki Guðs vilji.
Það er hægt að vera ósátt við þessa skipan Guðs á jörðu, í sambandi við undirgefnina, en ef að við skoðum Ritninguna, að þá er undirgefni kostur, hún er lykill að hásæti Guðs og gefur það vald, sem er æðra veraldlegu valdi. Undirgefni felur í sér andlegt vald. Jesús var fullkomlega undirgefinn Föðurnum og vegna þess að hann gekk í Heilögum Anda frá himnum, þá hafði hann allt vald.
Jesús þurfti ekki að láta Krossfesta sig, hann gerði það til þess að bjarga sínum elskuðu börnum, sinni sköpun.
Sjá Jóhannes.1.1-18
1
1Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. 2Hann var í upphafi hjá Guði. 3Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er. 4Í honum var líf, og lífið var ljós mannanna. 5Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því.
6Maður kom fram, sendur af Guði. Hann hét Jóhannes. 7Hann kom til vitnisburðar, til að vitna um ljósið, svo að allir skyldu trúa fyrir hann. 8Ekki var hann ljósið, hann kom til að vitna um ljósið.
9Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn. 10Hann var í heiminum, og heimurinn var orðinn til fyrir hann, en heimurinn þekkti hann ekki. 11Hann kom til eignar sinnar, en hans eigin menn tóku ekki við honum. 12En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans. 13Þeir eru ekki af blóði bornir, ekki að holds vild né manns vilja, heldur af Guði fæddir.
14Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum. 15Jóhannes vitnar um hann og hrópar: "Þetta er sá sem ég átti við, þegar ég sagði: Sá sem kemur eftir mig, var á undan mér, enda fyrri en ég."
16Af gnægð hans höfum vér allir þegið, náð á náð ofan. 17Lögmálið var gefið fyrir Móse, en náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesú Krist. 18Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eini, Guð, sem er í faðmi föðurins, hann hefur birt hann.
Og í Jesaja spádómsbók er vitnað um Jesú, ca 700 árum fyrir Kristburð, Þar segir:
Réttlæti Guðs brýst fram
51 kafli
4Hlýð þú á mig, þú lýður minn, hlusta á mig, þú þjóð mín, því frá mér mun kenning út ganga og minn réttur sem ljós fyrir þjóðirnar.
5Skyndilega nálgast réttlæti mitt, hjálpræði mitt er á leiðinni. Armleggir mínir munu færa þjóðunum réttlæti. Fjarlægar landsálfur vænta mín og bíða eftir mínum armlegg.
Ljóð um hinn líðandi þjón Drottins 53 kafli Jesaja
1Hver trúði því, sem oss var boðað, og hverjum varð armleggur Drottins opinber?
2Hann rann upp eins og viðarteinungur fyrir augliti hans og sem rótarkvistur úr þurri jörð.
Hann var hvorki fagur né glæsilegur, svo að oss gæfi á að líta, né álitlegur, svo að oss fyndist til um hann.
3Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni, er menn byrgja fyrir andlit sín, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis.
4En vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði.
Vér álitum hann refsaðan, sleginn af Guði og lítillættan, 5en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.
6Vér fórum allir villir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum.
7Hann var hrjáður, en hann lítillætti sig og lauk eigi upp munni sínum. Eins og lamb, sem leitt er til slátrunar, og eins og sauður þegir fyrir þeim, er klippa hann, lauk hann eigi upp munni sínum.
8Með þrenging og dómi var hann burt numinn, og hver af samtíðarmönnum hans hugsaði um það?
Hann var hrifinn burt af landi lifenda, fyrir sakir syndar míns lýðs var hann lostinn til dauða.
9Og menn bjuggu honum gröf meðal illræðismanna, legstað með ríkum, þótt hann hefði eigi ranglæti framið og svik væru ekki í munni hans.
10En Drottni þóknaðist að kremja hann með harmkvælum: Þar sem hann fórnaði sjálfum sér í sektarfórn, skyldi hann fá að líta afsprengi og lifa langa ævi og áformi Drottins fyrir hans hönd framgengt verða.
11Vegna þeirra hörmunga, er sál hans þoldi, mun hann sjá ljós og seðjast.
Þá menn læra að þekkja hann, mun hann, hinn réttláti, þjónn minn, gjöra marga réttláta, og hann mun bera misgjörðir þeirra. 12Fyrir því gef ég honum hina mörgu að hlutskipti, og hann mun öðlast hina voldugu að herfangi, fyrir það, að hann gaf líf sitt í dauðann og var með illræðismönnum talinn.
En hann bar syndir margra og bað fyrir illræðismönnum.
21Verið hver öðrum undirgefnir í ótta Krists: 22Konurnar eiginmönnum sínum eins og það væri Drottinn. 23Því að maðurinn er höfuð konunnar, eins og Kristur er höfuð kirkjunnar, hann er frelsari líkama síns. 24En eins og kirkjan er undirgefin Kristi, þannig séu og konurnar mönnum sínum undirgefnar í öllu.
25Þér menn, elskið konur yðar eins og Kristur elskaði kirkjuna og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hana, 26til þess að helga hana og hreinsa í laug vatnsins með orði. 27Hann vildi leiða hana fram fyrir sig í dýrð án þess hún hefði blett eða hrukku né neitt þess háttar. Heilög skyldi hún og lýtalaus. 28Þannig skulu eiginmennirnir elska konur sínar eins og eigin líkami. Sá, sem elskar konu sína, elskar sjálfan sig. 29Enginn hefur nokkru sinni hatað eigið hold, heldur elur hann það og annast, eins og Kristur kirkjuna, 30því vér erum limir á líkama hans.
31"Þess vegna skal maður yfirgefa föður og móður og búa við eiginkonu sína, og munu þau tvö verða einn maður." 32Þetta er mikill leyndardómur. Ég hef í huga Krist og kirkjuna. 33En sem sagt, þér skuluð hver og einn elska eiginkonu sína eins og sjálfan sig, en konan beri lotningu fyrir manni sínum.
Eftir því sem að við hjónin færumst nær Guði (við erum bæði frelsuð), þá umgöngumst við hvort annað með meiri virðingu og nærgætni. Við gerum okkur grein fyrir að við sjáum ekki hlutina alltaf með sömu augum og forgangsröðum ekki eins, en engu síður ber okkur að virða hvors annars forgangsröð og tilfinningar.
Í Pétursbréfi er talað til mannsins og hann minntur á að búa að skynsemi saman við konu sína og minnast þess að hún sé viðkvæm, til þess að bænir hans hindrist ekki.
Sem sagt Guð blessar ekki mann sem að kúgar konuna sína, það er ekki Guðs vilji.
Það er hægt að vera ósátt við þessa skipan Guðs á jörðu, í sambandi við undirgefnina, en ef að við skoðum Ritninguna, að þá er undirgefni kostur, hún er lykill að hásæti Guðs og gefur það vald, sem er æðra veraldlegu valdi. Undirgefni felur í sér andlegt vald. Jesús var fullkomlega undirgefinn Föðurnum og vegna þess að hann gekk í Heilögum Anda frá himnum, þá hafði hann allt vald.
Jesús þurfti ekki að láta Krossfesta sig, hann gerði það til þess að bjarga sínum elskuðu börnum, sinni sköpun.
Sjá Jóhannes.1.1-18
1
1Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. 2Hann var í upphafi hjá Guði. 3Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er. 4Í honum var líf, og lífið var ljós mannanna. 5Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því.
6Maður kom fram, sendur af Guði. Hann hét Jóhannes. 7Hann kom til vitnisburðar, til að vitna um ljósið, svo að allir skyldu trúa fyrir hann. 8Ekki var hann ljósið, hann kom til að vitna um ljósið.
9Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn. 10Hann var í heiminum, og heimurinn var orðinn til fyrir hann, en heimurinn þekkti hann ekki. 11Hann kom til eignar sinnar, en hans eigin menn tóku ekki við honum. 12En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans. 13Þeir eru ekki af blóði bornir, ekki að holds vild né manns vilja, heldur af Guði fæddir.
14Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum. 15Jóhannes vitnar um hann og hrópar: "Þetta er sá sem ég átti við, þegar ég sagði: Sá sem kemur eftir mig, var á undan mér, enda fyrri en ég."
16Af gnægð hans höfum vér allir þegið, náð á náð ofan. 17Lögmálið var gefið fyrir Móse, en náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesú Krist. 18Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eini, Guð, sem er í faðmi föðurins, hann hefur birt hann.
Og í Jesaja spádómsbók er vitnað um Jesú, ca 700 árum fyrir Kristburð, Þar segir:
Réttlæti Guðs brýst fram
51 kafli
4Hlýð þú á mig, þú lýður minn, hlusta á mig, þú þjóð mín, því frá mér mun kenning út ganga og minn réttur sem ljós fyrir þjóðirnar.
5Skyndilega nálgast réttlæti mitt, hjálpræði mitt er á leiðinni. Armleggir mínir munu færa þjóðunum réttlæti. Fjarlægar landsálfur vænta mín og bíða eftir mínum armlegg.
Ljóð um hinn líðandi þjón Drottins 53 kafli Jesaja
1Hver trúði því, sem oss var boðað, og hverjum varð armleggur Drottins opinber?
2Hann rann upp eins og viðarteinungur fyrir augliti hans og sem rótarkvistur úr þurri jörð.
Hann var hvorki fagur né glæsilegur, svo að oss gæfi á að líta, né álitlegur, svo að oss fyndist til um hann.
3Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni, er menn byrgja fyrir andlit sín, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis.
4En vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði.
Vér álitum hann refsaðan, sleginn af Guði og lítillættan, 5en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.
6Vér fórum allir villir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum.
7Hann var hrjáður, en hann lítillætti sig og lauk eigi upp munni sínum. Eins og lamb, sem leitt er til slátrunar, og eins og sauður þegir fyrir þeim, er klippa hann, lauk hann eigi upp munni sínum.
8Með þrenging og dómi var hann burt numinn, og hver af samtíðarmönnum hans hugsaði um það?
Hann var hrifinn burt af landi lifenda, fyrir sakir syndar míns lýðs var hann lostinn til dauða.
9Og menn bjuggu honum gröf meðal illræðismanna, legstað með ríkum, þótt hann hefði eigi ranglæti framið og svik væru ekki í munni hans.
10En Drottni þóknaðist að kremja hann með harmkvælum: Þar sem hann fórnaði sjálfum sér í sektarfórn, skyldi hann fá að líta afsprengi og lifa langa ævi og áformi Drottins fyrir hans hönd framgengt verða.
11Vegna þeirra hörmunga, er sál hans þoldi, mun hann sjá ljós og seðjast.
Þá menn læra að þekkja hann, mun hann, hinn réttláti, þjónn minn, gjöra marga réttláta, og hann mun bera misgjörðir þeirra. 12Fyrir því gef ég honum hina mörgu að hlutskipti, og hann mun öðlast hina voldugu að herfangi, fyrir það, að hann gaf líf sitt í dauðann og var með illræðismönnum talinn.
En hann bar syndir margra og bað fyrir illræðismönnum.