9.11.2007 | 09:42
Ljóð - Lífsins Konungur
Með kórónu á höfði,
úr þyrnum hún er.
Á krossinum Kristur
sitt líf gaf hann þér.
Hann þráir að mæta
þinni hjartans þrá.
Ó - ekki vísa hans
hjálpræði frá.
Úr augum hans skín elska,
svo djúp og hrein.
Hann grætur með þér
og heyrir öll þín kvein.
Þú þarft bara að treysta
og trúa á hann.
því hann er Vegurinn
til Skaparans.
Corus
Hlustaðu á hrópið, hinn hungrað hljóm,
sem í hjartanu slær svo títt.
Ekki loka augum þínum,
hann heldur örmum sínum,
útbreiddum mót þér.
Sjá hann stendur við dyrnar
og knýr á þær.
Hann þráir þig að snerta
og draga sér nær.
Hann er Heilaga Lambið,
hin fullkomna fór.
Viltu ekki gefa þitt líf að hans stjórn.
Corus
Hlustaðu á hrópið - hinn hungraða hljóm,
sem í hjartanu slær svo titt.
Ekki loka augum þínum,
hann heldur örmum sínum,
útbreiddum mót þér.
Því Kristur á krossinum,
hann dó fyrir þig.
Svo þú mættir eignast
hinn eylífa frið.
Með blóði sínu
gerð´ann sáttmála
og situr nú við hönd
Föður himnanna.
G.Helga Ingadóttir - samið á því herrans ári 1995.
Meginflokkur: Ljóð | Aukaflokkar: Lífið og Tilveran, Tónlist, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Vááááá.Þetta er yndislega fallegt.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 09:59
Takk, takk - Guð er góður!
G.Helga Ingadóttir, 9.11.2007 kl. 10:09
Fallegt
Einar Bragi Bragason., 10.11.2007 kl. 01:18
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2007 kl. 12:15
já þetta er frábært ljóð. Þetta ljóð talar um það sem Kristur Jesús gerði fyrir okkur á Golgata. Og Helga takk innilega fyrir þessa færslu.
Drottinn blessi þig.
Þormar Helgi Ingimarsson, 11.11.2007 kl. 16:38
Takk fyrir að koma við og Guð blessi ykkur og mæti.
G.Helga Ingadóttir, 11.11.2007 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.