2.11.2007 | 10:23
Meira af þér - Jesús!
Á hverjum morgni fer ég fram fyrir Drottinn minn og bið hann að fylla mig af Anda sínu. Hreinsa mig og vel að deyja sjálfri mér og lifa í honum. Hann er jú betri en ég og því besti kosturinn fyrir mitt líf.
Vegna þess að Jesú er mjög umhugað um sína sköpun og alla menn, að þá finn ég kærleika hans opna augu mín fyrir öðrum en sjálfir mér og ég sé mig sjálfa í öðru ljósi.
Ég er dýrleg sköpun Guðs og elskað barn hans. Faðir minn á himnum gleðst yfir öllu góðu sem að ég geri, hugsa og segi. Hann gleðst yfir bænum mínu, þegar ég gef mér tíma til að hitta hann og velja að dvelja í hans nærveru.
Hann elskar að svara bænum mínum, enda þegar að ég kem inn í hans nærveru, þá hreinsar hann burt eigingirni mína og sjálfselsku og bæn mín verður samkvæmt vilja hans, synd mín er hulin í blóði Krists og Heilagur Andi hans leiðir mig í bæn fyrir því sem að Drottinn leggur á hjarta mitt.
Þetta er ævintýri og ferðalag sem gefur mér meira en orð fá lýst, að koma fram fyrir Skapar alheimsins og fá að tala við hann og hlusta á hann, skynja hans heilögu nærveru og dýrð. Ekkert jafnast á við Jesú, engin er sem hann. Hann er Kærleikurinn skilyrðislaus, sá sem að hékk á Kross fyrir mig, svo að ég mætti lifa. Hann er Konungur konunga og Drottinn drottna. Hann hefur allt vald á himni og jörðu og undir jörðu og hann mun koma aftur!
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll | Facebook
Athugasemdir
Glæsileg færsla hjá þér.
Elskið Drottinn allir þér hans trúuðu. Drottinn verndar trúfasta. Sálm 31:24
Guð blessi þig í Jesú nafni Amen.
Aðalbjörn Leifsson, 2.11.2007 kl. 16:40
Sérlega UPPBYGGJANDI lesning. Ég er alltaf að eiga við ORKULEYSI og eitt og annað. Núna LÝSTI allveg upp hjá mér við orðin þín. Haltu áfram, Guðs barn og kveiktu ljósin í kring um okkur hin. Haf þú GUÐS laun.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 08:24
Takk fyrir þetta Helga.Kærleikur Drottins er nefnilega skilyrðislaus. Drottinn blessi þig og umvefji systir í Kristi
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 11:33
Guð blessi ykkur öll og leiði!
G.Helga Ingadóttir, 5.11.2007 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.