Spennandi að vera með Jesú!

Flesta morgna fer ég í göngu með hundinn minn, í um það bil eina kl.stund. Og allan tíman er ég að biðja og tala við Jesú, hlusta á rödd hans og draga í mig nærveru hans og Andann hans heilaga!

Þvílík stund. Ég hugsa til þess hve mörgum stundum ég hef eitt til einskis, án þess að finna fyrir nærveru Jesú og liðið illa. En nú er hjarta mitt fullt af friði og gleði og allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrka gjörir, hljómar í huga mínu. Mér líður eins og ég hafi farið í bað, sem að þreif mig jafnt að innan sem utan.

Ég finn fyrir krafti hans líkamlega, sálarlega og andlega. Ég er forréttinda manneskja og ég er auðug, mig skortir ekkert. Ég veit að ég veit, að ég veit, að Jesús lifir. Ég er kona Trúar. Hvers vegna, af því að ég bauð Jesús inn og hann kom inn!

Það sem meira er, ég veit að Jesús er fullríkur fyrir alla, auður hans er óendanlegur og eylífur. Ekkert getur slitið mig og þá sem á hann trúa, úr hendi hans.

Jesús er persónulegur Guð, hann mætir hverjum og einum persónulega. Tími og fjöldi er afstætt fyrir honum. Hann er stærri og meiri en hugur okkar fær skilið. Hann er sá sem að heldur sköpuninni í hendi sinni. Kærleiki hans er fullkominn og engu er hægt við hann að bæta. Ekkert sem að ég geri breytir kærleika Guðs, hann er skilyrðislaus.

Guð er heilagur og synd getur ekki komið í hans návist. En Jesús opnaði leiðina að hans heilaga hásæti og hulin í fórnarblóði hans (andlega talað) getum við komið inn fyrir fortjaldið, og snert hásæti Dýrðarinnar.

Ég bið og finn að ég er ekki hér, andi hans tekur mig og fer með mig um víðan völl. Þetta er ævintýri, en samt raunverulegt. Bænasvörin láta ekki standa á sér og ég er andaktug.

Trú mín virkar og elska Guðs hreinsar mig og breytir mér hið innra, væntingar mínar og þrár eru ekki þær sömu og áður. Allt er breytt og ég finn elsku Guðs til manna, líka þeirra sem að veitast að mér með leiðindum og aðkasti. Ég hata engan og ég blessa fólk í huganum, hvernig sem allt snýr.

En ég er djörf og ég hræðist ekki menn, ég veit að ég er dýrleg sköpun Guðs, samkvæmt Orði hans og hann hjálpar þeim sem til hans leita. Hann er sá sem hefur valdið, hann er Guð!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ef þú og Jesús hafið ekkert að tala um einhvern morguninn, þá geturðu prófað að fara í leik með honum. Prófaðu að spyrja hann að því hvaða næsta bílnúmer sem þú sérð verður.

Ég spái því að Jesús, þrátt fyrir að vera alvitur, muni ekki vita bílnúmerin.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.10.2007 kl. 00:35

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kjánalegt innlegg, Hjalti. GUÐ er meiri hugsunum þínum.

Og Helga, hjartans þakkir fyrir þessa fallegu hugleiðingu þína og vitnisburð.

Jón Valur Jensson, 25.10.2007 kl. 02:29

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Er kjánalegt að halda að guðinn ykkar viti hvaða bílnúmer þú eigir eftir að sjá?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.10.2007 kl. 03:00

4 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Hjalti, afhverju spyrð þú hann ekki, Jesús er bara einni bæn í burtu.

G.Helga Ingadóttir, 25.10.2007 kl. 11:48

5 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Yndislegt blogg hjá þér, takk takk

Sigríður Jónsdóttir, 25.10.2007 kl. 20:51

6 identicon

Yndislegt, takk 

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 23:00

7 Smámynd: Linda

Ég vildi að ég væri eins mikil blessun og þú, ég er svo innilega heppin að eiga þig sem bloggvinkonu, knús til þín og þinna og Guð blessi þig og varðveiti.

Linda, 26.10.2007 kl. 03:58

8 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Þakka ykkur öllum fyrir að koma við og blessunin er þín Linda, vegurinn er þér opinn. Opnaðu hjarta þitt og huga í bæn og teygaðu í þig nærveru Jesú. Þá muntu finna að hann er fullríkur fyrir okkur öll, og mun blessa þig umfram allt sem að þú hefur getað ímyndað þér og vonað.

Ég hef svo sannarlega átt mínar eyðimerkur göngur, ekki opnað munn minn til bæna og látið hugarangur og víl stjórna mér. En nú bið ég til Drottins að ég gleymi honum ekki eina stund, heldur fylli hann mig og gefi mér allt sem að hann hefur fyrir mig. Þannig er ég örugg.

G.Helga Ingadóttir, 26.10.2007 kl. 13:33

9 Smámynd: Þormar Helgi Ingimarsson

Helga. Ég þakka þér fyrir að tala sannleikann. Þetta er hárréttt hjá þér. Jesú er meiri en hugur minn og stærri en allt. Helga ég blessa þig og fjölskyldu þína.

P.S. Ég bið þig að hafa mig í bænum þínum þegar þú biður. Takk fyiri.

Þormar Helgi Ingimarsson, 27.10.2007 kl. 07:46

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig elskulega kona. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2007 kl. 14:37

11 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Til hamingju með að eiga Jesú sem frelsara og drottinn. Það toppar enginn og ekkert Jes´´um Krist. Be blessed.

Aðalbjörn Leifsson, 28.10.2007 kl. 15:53

12 Smámynd: Helena Leifsdóttir

EF öll þjóðin mundi byrja daginn með Jesú eins og þú gerir kæra Helga,væru fjölmiðlar og samfélagið baðað í blessunum himinsins. Í hvert skipti sem ég labba um bæjinn minn bið ég Jesú að blessa heimilin,fjölskyldurnar,leikskóla og skóla.Gefa nærveru sína frið og kærleika í hjarta og huga. Þú ert mikil blessun fyrir Island Helga.

Blessun og friður Drottins margfaldist þér til handa! 

Helena Leifsdóttir, 29.10.2007 kl. 12:02

13 Smámynd: Gísli Kristjánsson

Guð blessi þig, þú ert .

Gísli Kristjánsson, 29.10.2007 kl. 20:12

14 identicon

Fallegt og Heilnæmt blogg og höfðar til mín á allan hátt.Já GUÐ, þeir sem uppgvöta hann eru hólpnir og þú talar um BÆNASVÖR,ÞEIM hef ég fengið að kynnast.Guð veri með þér og blessi þig RÍKULEGA.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband