24.10.2007 | 12:01
Ég elska Biblíuna!
Ég er manneskja sem hef í mörgum hlutum syndgað, eins og Biblían segir, þegar að við mennirnir gerum eitthvað rangt. En Biblíunni þarf ekki að breyta fyrir mig og slíkt hvarflaði aldrei að mér, þegar ég var ekki á þeim vegi sem að ég er nú. Því eina sem að þurfti að breyta, til að mér liði betur og yrði sátt, var ég sjálf.
Til eru margar andlegar bækur, (ég hef lesið þær nokkrar) en ég veit ekki til að menn hafi fundið sig knúna til að breyta þeim og færa til nútímans og tíðarandans. Hvers vegna skildi það nú vera? Er það kannski svo að Biblían er meira en bók, að hún er Guðs heilaga Orð? Hvers vegna finna menn sig knúna til að breyta henni, er það vegna þess að þeir eru eitthvað ósáttir við sjálfa sig? Hver er hin raunverulega ástæða?
Í Biblíunni stendur að Orð Guðs sé kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði. Það er sem sé ekki alltaf þægilegt og á ekki heldur að vera það.
En og aftur, mitt er valið, þitt er valið, hverju við förum eftir og trúum, en Bók bókanna, Biblían, á að vera óbreytt!
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Umræðan | Facebook
Athugasemdir
Ég elska vísindi og staðreyndir, vísindi sýna okkur staðreyndir á lífinu og tilverunni, Biblían sýnir okkur ekkert nema skáldskap. Ég held að þú og þínir líkir sem í sífellu dæmið aðra ættuð að horfa á Zeitgeist Ég er ekki djöfladýrkandi, ég er heldur ekki tilbúinn að láta einn eða neinn hafa áhrif á mátt minn sem einstakling eða manneskju.
Þú synduga kona, vilt trúa því að þú hafir fengið fyrirgefningu synda þinna vegna þess þú hefur frelsast, það huggar þig sennilega, sem er gott fyrir þig.
EN!! hefur það huggað þá sem þú hefur sært?.
Trúin er sterkasta vopnið sem hægt er að nota í stríði milli manna því ef menn vissu sannleikann væru fórnir manna í stríði fyrir land og þjóð ENGAR!.
Hér eru nokkrar spurningar sem ég veit að þú guðsmanneskjan ættir ekki að vera í neinum vandræðum að svara.
Hvenær voru Adam og Eva til?.
Á hvaða tíma voru risaeðlurnar uppi?.
Hvað greiðir þú mikið af tekjum þínum til söfnuðarins?.
Hver er safnahirðirinn?.
Hefur þú fengið fyrirgefningu synda þinna?.
Er Benny Hinn galdramaður?.
Hvað er sólin?
Fylgist guð með þér?
Hvenær kemur Jesú aftur?.
Hver var Horus?. Var hann líkur Jesú?. Hver er munurinn á þeim?.
Er kóraninn bara þvæla?. Eru múslimar rugludallar að trúa á Allah?.
Elskar guð mig?, af hverju ætlar hann þá að senda mig til helvítis ef ég aðhyllist ekki orð hans?.
Af hverju skapar guð fólk sem ekki trúir á hann?.
Er til eitthvað sem heitir frjáls vilji?, ef svo er, gætir þú útskýrt hvernig hann virkar eða vinnur?.
Ef hann er tilbúinn að fyrirgefa morðingum svo lengi sem þeir aðhyllist og trúi á orð hans, af hverju ætti hann ekki að taka við fólki sem alla tíð hefur verið heiðarlegt og gott til himna?.
Hvað verður um börnin sem deyja undan sprengjum Ísraelsmanna, ef þau trúa ekki, sendir þinn guð þau til helvítis?.
Ef svo er, þá vill ég ekki fylgja þínum guði.
Nú ætla ég að spá því að þetta innlegg mitt verði ekki lengi hér á þessari síðu, vegna þess að þið predikarar, fólkið sem segist aldrei vera að þröngva neinu inn á fólk, getið síst allra tekið gagnrýni í garð ykkar.
Grétar Ómarsson, 24.10.2007 kl. 14:18
Ein auðveld spurning í viðbót.
Hvert fara gyðingar þegar þeir yfirgefa þetta líf?
Grétar Ómarsson, 24.10.2007 kl. 14:24
Kærar þakkir, G. Helga, fyrir þennan yfirvegaða, hlýja og trúfasta pistil þinn. Já, Biblían okkar hér á Íslandi á að fá að vera í samræmi við þau skilaboð, sem höfundar hennar færðu í letur á frummálunum, ella erum við að bregðast þeim, og til þess höfum við enga heimild. - Með blessunarósk,
Jón Valur Jensson, 24.10.2007 kl. 15:00
Þar sem að spurningarnar hans Grétars eru dáldið út fyrir efni greinarinnar þá leyfi ég mér að svara þeim á mínu bloggi. Vonandi allir sáttir við það og allir velkomnir að taka þátt í umræðum þar, sjá: http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/346622/
Takk annars Helga fyrir stórgóða grein. Mjög góðir punktar hjá þér. Aðeins að fólki myndi skilja að málið snýst ekkert um okkar persónulegu skoðun á hinum og þessum málum sem Biblían fjallar um heldur að við verðum að beygja okkur undir það sem Biblían segir. Að við tilbiðjum ekki Guð sem við þurfum að hafa vit fyrir. Það væri nú ekki gáfaður Guð sem þyrfti leiðsögn fólks sem hefur lifað í örfáa áratugi og veit ósköp lítið um þann heim sem það býr í.
Mofi, 24.10.2007 kl. 16:37
Flott þetta Helga, ég segi eins og Jón Valur - þetta er yfirvegið grein hjá þér skrifuð af kærleika. Þú átt stuðning minn allan í þessu sem og öðru.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.10.2007 kl. 19:05
Grétar, ég mun ekki svara öllum þessum spurningum þínum, enda hef ég fullan rétt á að trúa því sem að ég vil og þarf ekki að afsaka það fyrir þér.
Ég vil spyrja þighvaða rétt telur þú þig hafa til að spyrja mig þessara persónulegu spurninga sem að eru innan um aðrar ekki eins persónulegar. Þekki ég þig, ert þú vinur minn eða ættingi. Varðar það þig hverju ég trúi, ef svo er varðar það þá ekki mig, hverju þú trúir? Hverja hef ég sært, sem að ég ekki veit um? Geturðu nefnt mér nöfn. Særi ég fólk, vegna þessa að ég trúi á Jesú Krist? Ég veit ekki til þess að ég hafi úthúða fólki á þessu bloggi mínu, ég hef einungis verið að tjá mig um mína trú og skoðanir. Ég hef verið mjög varkár í orðum, en ef ég vil vera samkvæm sjálfri mér og minni trú, því tala ég að sjálfsögðu ekki gegn minni eigin sannfæringu.
Ég er sú manneskja sem að þarf að vera í samvistum við mig sjálfa öllum stundum og verð því að vera heiðarleg í tjáningu, segja sannleikann. Ég get ekki látið Pétur eða Pál, (eins og sagt er), stjórna því hverju ég vel að trúa. Ég þarf heldur ekki að biðja þig, né neinn annan um leifi fyrir hugsunum mínum og eða skoðunum. Það eru mannréttindi sem að ég hef. Gættu að því hvernig þú skrifar inn á blogg-síðuna mína, ég verð að segja að mér finnst þú vera með yfirgang.
Þú ert að tala um að ég særi fólk, ég vil spyrja þig, er ég þá ekki manneskja í þínum augum? Hvar dregur þú línuna, er ég kannski geimvera, eða hundur, eða bara kannski svín í þínum augum? Hvað er það sem að knýr þig til að tjá þig við mig á þennan hátt, tala niður til mín og gera lítið úr minni trú. Getur verið að víðsýni þinni sé eitthvað ábótavant?
Ég er alveg tilbúin að svara fólki spurningum, sem að hefur áhuga á svörum, en ég er ekki til í að svara persónulegu skítkasti. Ég ætla samt að svara einni spurningu og spyrja þig annnarar!
Jú , Guð elskar þig, hann elskar alla sína sköpun!
Hér er spurningin:
Elska foreldrar ekki börnin sín, sem að deyja úr ofneyslu eyturlyfja. Ef svo er, afhverju björguðu þau þeim þá ekki?
G.Helga Ingadóttir, 24.10.2007 kl. 23:01
Takk fyrir Jón Valur að koma við á blogginu mínu og líka þér Mofi, fallega gert af þér að svara spurningunum hans Grétars. Og Grétar - ég mun biðja fyrir þér, að Drottinn mæti þér og blessi!
G.Helga Ingadóttir, 24.10.2007 kl. 23:38
Ekki vil ég gleyma þér Guðsteinn minn, þú ert nú alltaf svo duglegur að blogga og sannur bróðir í Kristi!
G.Helga Ingadóttir, 24.10.2007 kl. 23:44
Takk fyrir góða færslu Helga og gott svar til Grétars. Drottinn blessi þig
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 22:57
Sæl vina, og þakka þér fyrir að blogga þetta sem og annað. Brilliant svarið til Grétars. Guð blessi þig og varðveiti.
Linda, 26.10.2007 kl. 03:56
Sæl G.Helga,
Þú sérð ekki hversu hvöss þú getur sjálf verið enda vill það oft verða þannig að þið "guðs fólk" teljið ykkur æðri öðrum.
það fyrsta sem ég segi við þig er þetta, ég var ekki að spyrja þig á síðu Snorra. Ég er ekki lesblidur, ég er ekki vanur að lesa á hvolfi, bara svo þú hafir það á hreinu.
þetta geta verið meiðandi orð og þess vegna ættir þú guðs manneskjan að byrja á að taka til heima hjá þér áður en þú setur út á sóðaskap annara.
Ég ætla ekki að svara spurningum þínum frekar en þú mínum, enda sé ég enga ástæðu hjá mér lesblinda manninum að geta svarað svo flóknum spurningum sem ég les sennilega á hvolfi.
Megi guð vera með þér og hjálpa þér í gegnum þá erfiðleika sem verða á vegi þínum, en ég ætla mér ekki að vera hluti af þínum erfiðleikum.
Meira hef ég ekki við þig að segja.
Grétar Ómarsson, 26.10.2007 kl. 12:38
Hvaða Guð á að vera með mér, Grétar? Ég ætla heldur ekki að oðhöggvast við þig, en bendi þér á að ef þú vilt hafa frelsi til að tjá þína trú og skoðanir, þá ættu aðrir að fá að gera það líka. ég stend við það sem að ég sagði á síðu Snorra, að það væri eins og sumir hefðu lesið greinina hans á hvolfi, að þú tækir það til þín er þitt mál. Hins vegar hefur þú verið að deila á mig persónulega og því hef ég einungis svarað.
Ég bið hins vegar þess að Drottinn Jesús mæti þér og sýni þér að hann lifir í dag, eins og Ritningin segir og hann dó fyrir þig. Jafnvel þó að þú hefðir verið eini maðurinn á jörðinni, þá hefði hann trúlega gert slík hið sama, þar sem að kærleiki hans ER!
G.Helga Ingadóttir, 26.10.2007 kl. 13:21
Ég endurtek!!
Byrjaðu á að taka til heima hjá þér áður en þú setur út á sóðaskap annarra.
Grétar Ómarsson, 26.10.2007 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.