Er að vinna að OPNUN um Hvítasunnuna!

Ég er á haus við undirbúning að opnun Eldstó Café, Smíða, breyta, taka til, panta inn og HUGSA! Hvernig get ég bætt mig frá því á síðasta ári, alltaf að læra eitthvað nýtt. Hvernig get ég sem best mætt kúnnanum og hvernig á ég að markaðssetja mig, án þess að fara á hausinn!

 

En það er mikill hugur í mér, ég hlakka virkilega til núna og vonast eftir góðum viðskiptum. Þetta litla sprotafyrirtæki þarf að komast upp úr jörðinni. Eftir því sem að það vex hægar, því rótfastara verður það, það er lögmál, trúi ég!

 

En nú er bara að koma í sveitina og fá sér virkilega gott kaffi og með því, skoða Íslenska náttúru og íslenskt handverk!

 

   Sól á kaffihúsinu     cakes in glass  bolli tk out

Verið öll innilega velkomin!   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl. Ein spurning. Hvar er þetta staðsett í sveitinni. Aldrei að vita að maður kíki í kaffi en en það fer eftir staðsetningu!! kveðja Björg

Skonsan (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 10:05

2 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

www.eldsto.is og þú sérð allt um okkur, en við erum stödd á Hvolsvelli í sama húsi og Pósthúsið og erum við þjóðveg 1, skáhallt á móti N1 - sjoppunni á sem að kölluð er Hlíðarendi! Vertu velkomin, við opnum á laugardag, þá ætti þetta að vera klárt!

G.Helga Ingadóttir, 24.5.2007 kl. 11:35

3 identicon

Sæl. Loksins áttaði ég mig á því hvar þið eruð í sveit sett. Kíki á ykkur fljótlega. Flott síðan ykkar og munirnir.Um kökur og kaffi líka ummmmmm

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 14:53

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vá, mig hlakkar til að kíkja á þig í sumar !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.5.2007 kl. 17:40

5 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Vertu velkominn Guðsteinn og frú, hlakka til að sjá ykkur!

G.Helga Ingadóttir, 28.5.2007 kl. 20:49

6 Smámynd: Linda

Guðsteinn og frú eru á leiðinni að kíkja, ef allt gengur á eftir áætlun.  þeim hlakkar til að sjá staðinn.  Til hamingju!!

Linda, 1.6.2007 kl. 14:50

7 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Guðsteinn og frú mættu í Eldstó Café og það var eins og við hefðum alltaf þekkst, eða þannig. Rosa gaman að hitta bloggvini svona auglitis til auglitis. Ég held að þau hafi bara verið ánægð með það sem þau fengu og sáu!

G.Helga Ingadóttir, 2.6.2007 kl. 09:50

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það vorum við og ég segi eins og þú, það var eins og við hefðum alltaf þekkst ! Þessar Belgísku vöflur þínar voru hreint ótrúlega góðar !! Ég er harður í gagnrýnni minni á mat, en þetta var hreint og beint æðislegt ! Þú ert búinn að gera staðinn svo huggulegann og yndislegann að orð fá því ekki lýst! Eins var æði að sjá alla þá listasmíð sem þú hefur uppá að bjóða!

En það var rosalega gaman að koma og hitta þig, ég kona mín vorum eitt sólskinsbros eftir við komum út frá þér. Eins og þú sagðir sjálf, það var bara eins og við hefðum alltaf þekkst ! Guð blessi þig systir !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.6.2007 kl. 10:22

9 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Takk fyrir hlýleg orð og þið getið bara sjálf verið ÆÐISLEG!

G.Helga Ingadóttir, 4.6.2007 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband