Hugleiðing í önnum dagsins!

Ég þarf á öllu því að halda sem að Guð getur gefið mér, til að halda á mér aga og skipuleggja mig. Mitt í þessu öllu verð ég þó að muna, að hvert andartak er dýrmætt og þakkarvert og berjast við sjálfa mig um að láta ekki pirring, óþolinmæði og þreytu ræna mig gleðinni.

Muna að þakka fyrir allt sem að ég hef öðlast og á, öll þau tækifæri sem að ég hef til að láta draumanna rætast og til að vera öðrum til blessunar. Ég má ekki líta smáum augum á sjálfa mig, sökum breiskleika minna og ég má ekki líta stórum augum á sjálfa mig, sökum hæfileika minna.

Ekkert á ég sem að ég hef ekki þegið og ekkert get ég fullkomnlega, án hjálpar Guðs. En lífið er dásamleg gjöf og til að njóta þess, er gott að muna, að ekkert á ég, sem að ég hef ekki gefið frá mér, án þess að gefa það, þá deyr það. Lífið heldur áfram, fái það að flæða.

Því vil ég þakka Guði fyrir manninn minn og börnin mín, vini mína og vandamenn og fyrir samfélagið sem að ég lifi í. Ég vil biðja Guð um að ég og þeir sem að hafa meira en nóg, lærum að deila með öðrum og blessa út frá okkur.

"Það sem að þú gerir þínum minnsta bróður, það hefurðu gert mér"; segir Kristur!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

  kærleikur til þín fyrir þessi fallegu skrif, ég er svo gjörsamlega sammála þér. 

Linda, 23.4.2007 kl. 16:03

2 Smámynd: Högni Hilmisson

Hversu mjúkt, er hjastalag þitt. hvaðan er þér komið allt þetta ? .  .  viskudjúp.   ég er bara afar þakklátur fyrir þig og allt þitt fólk.   Og ég óska þér yfirflæðandi blessun á blessun ofan.  þú átt allt það besta skilið. 

Högni Hilmisson, 24.4.2007 kl. 02:58

3 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Það er allta ath vert að sjá einlæg blog. Það er svo að ég þekki ekki þig eða þína en rambaði inná annars gott blog. Það virðist vera svo mikið magn af sorglega miklum "ekki bloggum í gangi". Hér er það hin eilífu gildi sem tala.

eii

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 24.4.2007 kl. 20:03

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Takk fyrir þessa hugleiðingu, ég þarf svo sannarlega að minna mig á það sama. Guð blessi þig,  heimili þitt og fjölskyldu. Í Jesú nafni

Guðrún Sæmundsdóttir, 24.4.2007 kl. 22:46

5 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Takk fyrir falleg og uppörvandi, blessandi orð í minn garð og minna. Drottinn blessi ykkur öll og mæti á þann hátt sem að þið þurfið.

G.Helga Ingadóttir, 25.4.2007 kl. 18:22

6 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Fyrirgefið að ég hef svo takmarkaðan tíma til að koma við á síðunum ykkar núna, er að reyna að klára eldhúsið fyrir sumarið, en þá verður vonandi fjör í Eldstó Café!

G.Helga Ingadóttir, 25.4.2007 kl. 18:24

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Aldrei er góð vísa of oft kveðin G. Helga mín.  Gangi þér vel  með undirbúninginn, auðvitað tökum við tilllit til þess að þú hefur alveg meira en nóg að gera. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2007 kl. 10:13

8 Smámynd: Kolgrima

Gangi þér sem best með eldhúsið - hvenær opnar hjá þér?

Kolgrima, 2.5.2007 kl. 00:56

9 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Ég mun reyna að opna um miðjan mai, vonandi tekst það. Það er allveg ótrúlegt hvað maður er alltaf helmingi lengur en maður ætlar sér með hlutina. Þetta skal verða flott og gott, önnur eins vinna og þetta er nú. Gaman af þessu samt.

G.Helga Ingadóttir, 2.5.2007 kl. 10:06

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndisleg lesning Ljósberi Kærleikans, sendi Ljós til þín með von um að það gefi þér þann styrk sem gerir kannski gæfumun.

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.5.2007 kl. 10:51

11 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Takk fyrir Steinunn og megi Guð mæta þér og blessa!

G.Helga Ingadóttir, 5.5.2007 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband