11.4.2007 | 20:41
Hin mörgu andlit GRÆÐGINNAR!
Græðgin á sín mörgu andlit og hún smeygir sér inn í huga og sál á þann hátt sem höfðar til hvers og eins. Hún þekkir veikleika okkar og spilar á þá listavel.
Hvað er það sem veldur því að maðurinn verður fjötraður í allslags löstum, sem að lokum ræna hann öllu ráði og dáði. Með réttlætingum getum við talið okkur trú um að þörfin sé fyrir hendi og við leggjum upp í vonlausa ferð, til að reyna að seðja græðgina. En í stað þess að seðjast, verður hungrið alltaf meira og meira.
Við sjáum þetta allt í kring um okkur, já við sjáum og finnum þetta í okkur sjálfum, ef að við erum heiðarleg og ýtum öllum sjálfsréttlætingum burt.
Græðgin á sín mörgu ANDLIT, en í heimi markaðs-og gróðahyggju er allt leifilegt.
Menn keppast við að byggja hallir og aka um á glæsikerrum, helst beint úr kassanum. Að fá meistarakokkinn heim og bjóða í stóru veisluna, sem að talað verður um.
Að hrúga upp leikföngunum í barnaherbergin þar til að flæðir út. Leikföngin úrheldast og PlayStaysion 3 er komin inn á heimili nágrannans, barnið mitt verður að eignast hana líka, út með þá gömlu.
Út með gömlu innréttingarnar, allt er poppað upp og nú er tískan sest að á heimilinu þínu, en þú ert gesturinn. Markaðurinn hrópar og kallar, þörf á breytingu, tilboð aldarinnar, ekki missa af.
Allt það flottasta í mat, drykk, fatnaði, leikföngum, bílum, hýbílum, ferðalögum og skemmtunum er það sem að þú þarft, þú átt það skilið. Allt sem að þú þarft er falt og þú getur keypt hamyngjuna, eða bara unnið hana í LOTTO svo ekki gleyma að kaupa miða!
FÁÐU, TAKTU, GRÍPTU, EKKI MISSA AF TILBOÐI ALDARINNAR, ÞÚ ÁTT SKILIÐ AÐ VERA HAYNGJUSAMUR/SÖM OG SÆLL/SÆL!
Hvað með það þó að stór hluti mannkynsins svelti, eða farist úr sjúkdómum og vosbúð. Jú það er ekki gott, en ekki getur þú/ég breytt því. Það er verkefni stjórnvalda og Sameinuðu Þjóðanna. Ég/Þú erum bara litlir Jónar, sem að engu geta breytt. Og þó að ég/þú vilji hafa það gott, er það synd?
En hvað er gott?
Það sem að þú geri þínum minnsta bróður, það hefurðu gert mér, sagði Kristur.
Sælla er að gefa en þiggja, sagði hann líka.
Sælir eru þeir sem að hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða.
Einhvern vegin hljóma boð Krists á skjön við heiminn, á skjön við hamyngjuboðskap heimsins. Gefðu, gefðu, gefðu og þú munt sæll og saddur verða, eru hans boð. Hann bíður frið og fögnuð í heilögum anda, sem að heimurinn á ekki. Hann bíður fullnægju sem að ER, en GRÆÐGIN fær alldrei nóg.
Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa, segir Kristur! (sjá í Matt. 5 kafla Fjallræðan)
Græðgin og Lostinn eru systkyni! Og líkt er með þeim báðum það, að þau fá alldrei nóg og eru sísvöng. En í humátt á eftir Græðginni, kemur Lostinn, prúðbúinn og glæsilegur, eða ísmeigilegur og laðandi. Hann nær þér í fang sitt og fjötra með sínu löngu og sterku örmum, þú kemst ekki frá honum og hann hvíslar stöðugt í eyra þér, meira, meira....... og þú trúir því að hann sé ástin þín. En hann fær alldrei nóg og áður en þú veist, hefur hann mergsogið úr þér allan kraft og líf, ekkert er eftir nema Örvæntingin ein, en hú er systir þeirra og alltaf á næstu grösum við Lostann og Græðgina.
Hvar er þá hamyngjan og hvar er lausnin? Jesús sagði; Ég er sannleikurinn, vegurinn og lífið og engin kemur til föðurins, nema fyrir mig!
Meginflokkur: Umræðan | Aukaflokkar: Lífið og Tilveran, Bloggar, Lífstíll, Menning og listir, Trúmál og siðferði, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt 12.4.2007 kl. 14:14 | Facebook
Athugasemdir
Þú mín kæra ert æði, bara fyrsta flokks engill hér á jörðu, og ég elska að lesa það sem þú skrifar. Mig hlakkar til að kynnast þér í sumar þegar maður fer í ferð og kíkir á nýja kaffihúsið þitt og listaverkin ykkar. Þú er mér mikil blessun ég bara sendi þér knús og treysti því að Guð komi því til þín, með hlýrri tilfiningu frá trú systur þinni.
linda (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 21:00
Sæl Helga. Þetta er góð hugleiðing hjá þér. Það rifjaðist upp fyrir mér það sem Hallgrímur Pétursson sagði:
Undirrót allra lasta
ágirndin kölluð er
Frómleika frá sér kasta
fjárplógsmenn ágjarnir,
sem freklega elska féð,
auði með okri safna,
andlegri blessun hafna
en setja sál í veð.
Þorsteinn Sverrisson, 11.4.2007 kl. 21:09
Ef við munum að minna er meira þá ættum við að geta unnið á græðginni.
Vilborg Traustadóttir, 11.4.2007 kl. 22:05
Jesús sagði; " án mín getið þér alls ekkert gjört " Páll Postuli sagði; " Það vonda sem ég ekki vil, það gjöri ég, en það góða sem ég vil gjöra, gjöri ég ekki! "
Er þetta þá vonlaus barátta við holdið?
Nei, sá getur allt sem trúir, segir Ritningin! Trúir og biður þann um hjálp, sem að getur hjálpað.
Mesta viska í öllum heimi, er að leita Guðs, segir í Ritningunni.
Maðurinn í sínum eigin visku og mætti, ratar oft í villigötur, en sá sem leitar Guðs, getur treyst á handleiðslu hins Almáttka. Jafnvel þó hann hrasi, þá reisir Drottinn hann við, því Guð er ekki maður að hann ljúgi og hann ER sá sem hann segist vera.
Ég get treyst því að í öllu mínum raunum og allri minni gleði, ER Guð, hans hendi er yfir mínu lífi og hann bíður eftir andvarpi mínu, eða lofsöng, að ég gefi honum aðgang til að hjálpa mér og leiðbeina. Guð hefur gefið mér frjálsan vilja og val, það sem Guð gefur, tekur hann ekki aftur.
Vald Guðs opinberst mér ekki í Drottnunargirni Guðs, nei heldur í þjónustu hans. Hann umvefur mig á bak og brjóst og allt í kring. Hans kærleiki hreinsar mig og uppfyllir af friði og fullnægju í hans Heilaga Anda, Hann ER allt í öllu og án takmarkana. Guðs Kraftur er upprisukrafur Krists, Sköpunarkrafturinn sjálfur, svo mikill og máttugur að hugur mannsins gæti alldrei rúmað hann. Eins er með Visku Guðs. Þess vegna er mesta Viskan að leita Guðs!
Ég er ekki Engill (þótti samt vænt um að fá hólið), ég er manneskja full af breiskleikum og oftast sjálfri mér næst, en með Guðs hjálp get ég dvalið í hans nærveru og þegið hjálp frá honum!
G.Helga Ingadóttir, 12.4.2007 kl. 09:57
Hann sagði líka svo fallegt sem : Faðir fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera.
ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.4.2007 kl. 16:36
Sæl G. Helga Jónsdóttir.Það er gott mál að minnast á græðgina, sem við öll verðum að varast alla daga. því að annars getur farið illa fyrir okkur.
Ég er ekki mikill trúmaður, en ég hallastað því, að trú sé hverjum manni nauðsynlegur bikar að bergja af til að fá svölun hugans fullnægt.
Þegar séra Bjarni fermdi mig, las hann yfir mér eftirfarandi tilvitnun úr Biblíunnni ; "Sæll er sá, er situr í skjóli hins hæsta, /sá er gistir í skugga hins almátka, sá er segir við Jahve: Hæli mitt er háborg.
Guð minn, er ég trúi á !
Ég les stundum þessa tilvitnun yfir fyrir mig og mitt fólk, því að maður á ekki að sitja einn að þeim gullkornum, sem maður áskotnast á lífsleiðinni.
Með góðri kveðju frá Siglufirði, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 15.4.2007 kl. 08:42
Já það er mikið gott að sitja í skjóli hins hæðsta!
G.Helga Ingadóttir, 15.4.2007 kl. 11:21
Þú ert Guðs blessun hér á jörð Helga, þú ert sannur hermaður Krists með ritninguna að vopni. Græðgi mammóns hefur heiminn í sínum heljargreipum, þess vegna eru hljómfagrar raddir sem þínar, þær sem eigi mega þagna.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.4.2007 kl. 19:59
Frábær pistill hjá þér G. Helga mín. Græðgin tröllríður öllu í heimi hér í dag. Samt er það svo að mesta gleðina gefur okkur það litla og einfalda í daglegu lífi, smá hrós, lítið bros eða faðmlag. Maður getur svifið hálfan dag á því að einhver segir eitthvað fallegt við mann. Þetta kostar ekki neitt, er bara til þarna til að útbýtta til allra, en samt sem áður erum við svo treg á að miðla því til annara.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2007 kl. 09:16
það er frábær kraftur í þér, Ingadóttir , og mjög gaman að lesa þessi skrif. Um fram allt heilmikið sannleiksgildi. Takk .
Högni Hilmisson, 22.4.2007 kl. 00:10
Í dag er dagur Jarðar ! Til hamingju með það, Ljós og friður til Jarðainnar og Þín Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.4.2007 kl. 12:00
Guðs blessun til ykkrar allra og megi hann varðveita okkur frá okkur sjálfum og öllu illu. Ég bið þess í dag að ég mætti vera í Kristi, því að í mér sjálfri er ég ekki vænleg til verka.
G.Helga Ingadóttir, 23.4.2007 kl. 10:21
Takk fyrir þín skrif. Þau vekja mann til umhugsunar. Ég tel mig vera trúaða, en það sem þú skrifar minnir mann á það að maður þurfi alltaf að vera vakandi og ekki láta glepjast af öllu heimsins prjáli og glysi.. Því miður er nóg af slíku til, en máttur altæks kærleika er samt meiri og sterkari.
Agný, 30.4.2007 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.