Hversdagsleikinn

Ég er upptekin í hversdagsleikanum!

Samt er allt eins og einhvað sé í gangi, eftirvænting eftir augnablikinu, alltaf einhvað að gerast inni í höfðinu á mér.

Lífið er skrítið, fullt af upplifunum og atvikum, sem oft er erfitt að skýra.

Mér finnst gott að geta sagt við minn Guð, að það sé gott að vita af honum mér við hlið, þar sem að augljóslega get ég ekki haft stjórn á þessu öllu saman. Lagt í hans hendur allt það sem ég finn mig vanmáttuga í að gera, stjórna.

Ég eldist, það er lögmálið sem við lútum víst öll, en inni í mér er ég þessi stelpa, stundum lítil, stundum stór og þarfir mínar alltaf til staðar, nokkuð óbreyttar. Út frá þessum upplifunum skoða ég tilveruna og reyni að skilja.

Það er því þannig farið að öll höfum við þarfir, hvar og hvernig sem að við erum stödd, hversu ung eða gömul, fríð eða ófríð, öll þörfnumst við kærleika, athygli og hvatningar, að við séum mikilvæg og einhvers virði.

Það er áskorun fyrir mig að skoða umhverfi mitt og reyna að gefa af mér á þann hátt, að fólkið sem að ég umgengst finni sig einhvers virði í samskiftum við mig. Ég veit að í sjálfri mér er ég vanmáttug að mæta þörfum allra sem á leið minni verða, en með Jesú mér við hlið, þá vona ég að hann geti opinberað sig í mér. Hann sagið sjálfur að án hans gætum við ekkert gert, enda er uppspretta kærleikans í Guði. Því bið ég í dag að ég gleymi ekki Guði mínum, svo hann mætti starfa í mér og út fyrir mig.

Guð blessi þig sem að þetta lest og gefi þér tilgang og brautargengi í dag!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband