Undirgefni!

Af gefnu tilefni, þá langar mig til að vera með smá hugleiðingu um undirgefni. Í Biblíunni er mikið talað um undirgefni og mörgum finnst það stuðandi. Ég fyrir mína parta fer ekki í baklás eða vörn, þegar að það orð ber á góma, enda er Jesú Kristur fyrirmyndin í þeim efnum.

Menn túlka þetta orð undirgefni mjög neikvætt, en eins og ég skil það, að þá þýðir það að gefa sér á vald einhverjum, í fullu trausti.

Ég ætla að reyna að koma þessu saman á skilmerkilegan hátt og vera ekki of langmál. Ég styðst við Ritninguna, án þess þó að fletta þessu nákvæmlega upp núna, hvar það er, en get gert það seinna.

Jesús er, eins og ég sagði, fyrirmynd númer 1.  Hann sagði sjálfur um sig að ekki segði hann neitt, sem ekki væri frá Föðurnum, af sjálfum sér talaði hann ekki. Hann í þessum skilningi á við sjálfan sig í holdi, trúlega, en lýsir yfir fullkomniri undirgefni við vilja Guðs Föður. Hann var löngum stundum frammi fyrir Föðurnum í bæn og hugleiðslu og gaf sig Guði á vald. Þjónusta hans var að vinna allt í heilögum anda Guðs.

Í Jóhannesar guðsspjalli er talað um þegar að Jesús þvoði lærissveinum sínum um fæturna. Pétri fannst þetta ekki boðlegt að Meistarinn þvægi þjónum sínum um fæturna, það værir frekar þeirra verk að þvo Meistaranum um fæturna. En Jesús sagði að ef hann fengi ekki að þvo honum um fæturna, þá ættu þeir enga samleið. (Sjá betur í Jóh. 13, 4 - 10)

" Þegar hann hafði þvegið fætur þeirra, tekið yfir höfn sína og sest aftur niður, sagði hann við þá: Þér kallið mig meistara og herra, og þér mælið rétt, því að það er ég. Fyrst ég, sem er herra og meistari, hef þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hvers annars fætur. Ég hef gefið yður eftirdæmi, að þér breytið eins og ég breytti við yður. " (Jóh.13, 12 - 15)

 

Þjónusta við Jesús er að vera í auðmýkt og undirgefni gagnvart hvor öðrum. Jesús býður okkur að elska náungann eins og okkur sjálf. Hvernig er það hægt, án þess að komi til undirgefni og auðmýkt.

Undirgefnir er ekki að bjóða upp á kúun, því að það sýndi Jesús glögglega að var ekki málið, heldur fúsleiki til að þjóna öðrum og þyggja þjónustu. Enginn er öðrum æðri í þeim efnum og reyndar tekur Jesús svo sterkt til orða, að sá sem mikill vill verða og hafa vald, hann sé allra þræll.

Það má hártogast og mistúlka alla hluti, ef að menn vilja, en Ritninguna ber að lesa í heild sinni, en ekki taka úr samhengi. Biblían er andleg bók, skrifuð fyrir andan, en ekki holdið. Reyndar stendur í Biblíunni að sá sem ekki hefur meðtekið anda Guðs, skilur ekki það sem af andanum er gefið.

Þess vegna biðja margir trúaðir áður en þeir lesa Orðið, til þess að andinn sé reiðubúinn.

Hjónabandið er stofnun Guðs, samkvæmt Ritningunni og á að endurspegla kærleika Krist og Kirkjunnar, þ.e. samband Guðs við mennina. Þess vegna í þeirri mynd er hjónabandið heilög stofnun, með háleitt hlutverk. Í 5.kafla Efesubréfsins er skrifað um það. Og af fyrirmynd þeirri sem Jesús gaf, þegar hann þvoði lærissveinum sínum, þá er þetta ekki spurningin um að einhver hafi merkilegra hlutverk en hinn. Karl og kona eru frammi fyrir Guði sínum jöfn, með jafnan rétt og elskuð með óskilyrtum kærleika Guðs.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vil ekki kalla hjónaband stofnun vegna neikvæðs andrúms þess orðs. Sáttmáli um um tryggð myndi ég segja. Hann þarf ekki að vera skrifaður, heldur getur hann falist í augnatilliti elskenda einu. Auðmýkt er fyrir mér að vera auðugur af mýkt, hafa nóg af elsku til allra. Í heiminum í dag er þetta neikvætt vegna þess að ekki eru allir á sama level. Einn getur því misnotað auðmýkt annars. Auðmýkt er ekki fengin með valdi eða að viðlagðri refsingu. Auðmýkt er andhverfa hrokans. Hrokinn er sjálfið eða egóið í sinni verstu mynd, í auðmýkt ert þú í andanum sem allir tilheyra og skynjar að það sem þú gerir einum, gerir þú þér. Sjálfið er hinn frjálsi vilji, sem okkur var gefinn. Hann er það sem alltaf leiðir okkur í ógöngur, því ef við þjónum sjálfinu á kostnað hinna, þá verður aftur af okkur tekið. Ríki Guðs leitar jafnvægis.  Við erum öll í einum og sama anda og afli, við getum því horfst í augu dularfullu brosi í vitneskju um að við erum að horfast í augu við sjálf okkur í annari birtingarmynd. Að skilja það er auðmýkt. Auðmýktin kemur fyrir viskuna um anda Guðs. Í honum erum við örugg. Í honum getum við gefið kúgunarvaldi sjálfsins frí.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.2.2007 kl. 00:03

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hið réttnefnda þrælasiðferði. Síðan er því haldið fram að vestrænt siðferði byggist á þessari þrælslund.

"Þjónusta við Jesús er að vera í auðmýkt og undirgefni gagnvart hvor öðrum. "

Páll talaði um að eiginkonan ætti að vera undirgefin eiginmanninum. Ertu sammála því?

"Undirgefnir er ekki að bjóða upp á kúun, því að það sýndi Jesús glögglega að var ekki málið, heldur fúsleiki til að þjóna öðrum og þyggja þjónustu. Enginn er öðrum æðri í þeim efnum og reyndar tekur Jesús svo sterkt til orða, að sá sem mikill vill verða og hafa vald, hann sé allra þræll."

Ef eiginkonan á að vera undirgefin eiginmannni sínum, þá er maðurinn augljóslega ærði en konan.

"Það má hártogast og mistúlka alla hluti, ef að menn vilja, en Ritninguna ber að lesa í heild sinni, en ekki taka úr samhengi. "

Ef þú ert að halda því fram að ég hafi mistúlkað eitthvað eða tekið eitthvað úr samhengi, þá skaltu rökstyðja það. Ég býst við því að þetta eigi við um mig þar sem ég kom með athugasemdirnar um undirgefni.

"Reyndar stendur í Biblíunni að sá sem ekki hefur meðtekið anda Guðs, skilur ekki það sem af andanum er gefið."

Ertu að halda því fram að ég misskilji biblíuna af því að ég hef ekki meðtekið anda guðs? 

"Hjónabandið er stofnun Guðs, samkvæmt Ritningunni og á að endurspegla kærleika Krist og Kirkjunnar, þ.e. samband Guðs við mennina. "

Nákvæmlega, og í hjónabandinu er karlinn eins og Kristur og konan eins og kirkjan. Karlinn eins og guð og konan eins og mennirnir. Og í þessum samböndum er ekki jafnræði.



Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.2.2007 kl. 01:05

3 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Jú það er fullkomið jafnræði, þar sem að Guð gaf frjálsan vilja manninum og Guð kúar ekki manninn undir sitt vald. Hann býður þess að maðurinn gefist sér.

Konan á ekki að beygja sig undir vald allra karlmanna, síður en svo. Hér er verið að tala um eiginmanninn, en hann er ekki án fyrirmæla heldur. Eiginmaðurinn á að elska konunua eins og sitt eigið hold, annast hana og virða.

Þannig eigum við líka að annast um okkur sjálf, en í Biblíuninni er tala um líkamann sem musteri Guðs, sem að við eigum ekki að saurga.

Öllu þessu fylgir ábyrgð, sem að maðurinn/konan eiga með sínu vali dag hvern að axla. Hér er ekki verið að tala um kúun, heldur skipan.

Ég get ekki t.d. farið fram á við manninn minn að bera barn mitt á meðgöngunni, því að til þess er hann alkostar ófær. Hann er einfaldlega ekki þannig skapaður. Skipanin er þessi að konan hefur þetta móðurlíf og ber því barnið í 9 mánuði, áður en að það fæðist í heiminn.

Flestar konur þrá að eiga þessa reynslu að ganga með barn, þrátt fyrir þau óþægindi sem af henni eru. Flestar konur sem að ég þekki og eru þær alls ekki allar heittrúaðar, þrá það að eignast mann, sem að umvefur þær og vermdar. Það virðist vera ríkt í konunni, þrá eftir ást sem að inniheldur fórnfýsi mannsins og að hann sé ábyrgur.

Hlutverka skipanin inni á heimilinu hefur breyst, en konan og karlinn í eðli sínu hafa ekki breyst eins mikið.

Það sem mér finnst sorglegt er hvað við konur gerum sjálfar lítið úr hlutverki heimilsins og þjónustu. Uppeldi barnanna okkar og samfélag við hvort annað.

Karlinn á ekki síður en konan að þjóna. Hvað er það annað en þjónusta að eiga að annast konuna og mæta þörfun hennar í hvívetna. Þetta því miður hefur ekki verið mikið rætt, hvernig ritningin hvetur manninn til að fórna sér fyrir konuna. Hann á að vera tilbúinn til að deyja fyrir hana, svo mikill á kærleikur hans að vera, að hann leggji sitt eigið líf allgjörlega til hliðar, til að mæta henni.

Eins stendur það í Orðskviðunum að konan sé kóróna manns síns. Kóróna er tákn upp á vald og ef að konungurinn tapar kórónunni sinni, þá hefur hann ekki legur valdið. Þau eiga að ríkja saman. Konana er tákn upp á valdið og ljómi hennar er mikill. Hún á ekki að vera ósýnileg eða áhrifalaus.

Einnig stendur í bréfunum, að ef maðurinn býr af ósanngirni og miskunarleysi við konu sína, að þá muni bænir hans hindrast. Þ.e. Guð vill ekki mæta honum, meðan hann misbýður konu sinni. Hún er kórónanan hans og honum ber að virða hana sem slíka. Hún er fjársjóður og mjög dýrmæt. Hún er veldi hans, án hennar er hann ekki samur.  

Þannig get ég lengi talið og ég ætlaði ekki að móðga þig, þegar að ég benti þér á að það þyrfti að lesa ritninguna í heild sinni. Eins og ég sagði að þá segir í Ritningunni að hún sé ekki skiljanleg nema þeim sem hafa anda Guðs. Öll höfum við þann möguleika að meðtaka anda Guð, hann er bara einni bæn í burtu.

G.Helga Ingadóttir, 8.2.2007 kl. 15:15

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vil varast að taka margt úr ritum gamla testamentisins, sem einhverju óhagganlegu og meitluðu í stein. Þversagnir eru nógar til að sjá að slíkt er varla hyggilegt. Að réttlæta gjörðir og skoðanir, sem tvímælum eru bundnar og gagnrýndar eru, með vísun í hin og þessi rit hinnar góðu bókar er vitnisburður um að maður er ekki að gera það sem heildinni þóknast. Orðskviðirnir eru dæmi um sérkennilegar fullyrðinga og orðtæki, sem oft eru fullar fordæmingar og kvenfyrirlitningar. Við eigum að bera skynbragð á að sigta hismið frá kjarnanum.  Bókstafstrú býður kúgun heim. 'I orðskviðunum er þó að finna ágætis þumalfingursreglur fyrir mannleg samskipti, einnig annað sem er miður vænlegt til sátta. Þetta eru mannanna orð, sem oftast er vitnað í út úr samhengi.

D æmi úr Orðskviðum: Betra er að búa í eyðimerkurlandi en með þrasgjarnri konu. Betri er vist á horni á húsþaki en að búa með þrasgjarnri konu. Þrasgjörn kona er eins og sífelldur þakleki. etc... Þessi orð eru tímanna tákn og úr gamla testamentinu.  Kristur kom með nýjan sáttmála og því les ég þessi rit með varúð, jafnvel prédikanir lærissveina hans. Hans orð eru þau, sem ég vil treysta á.  Að hræra saman kennisetningum hins gamla og nýja sáttmála er rugl að mínu mati og einkennir of ikið alla þessa fordæmandi trúardeilur.  

Svo er það þetta með undirgefnina...ef allir eru undirgefnir og auðmjúkir er enginn á valdi neins. Það er hugmynd hins fullkona jöfnuðar. Auðmýkt er að láta af löngunum og hvötum hins frjálsa vilja og gefa sig andanum, hinum sameiginlegu hagsmunum á vald. Ef egóinu er rutt úr vegi, verður friður og jöfnuður. Það finnst mér vera megininntakið í þessari kenningu. Við fengum frjálsan vilja í Eden og var hent út á gaddinn til að sjá um okkur sjálf, fyrst við svo kusum.  

Við ættum að leitast við að einfalda þessar ritningar og komast að kjarna málsins í þeim ekki vera að togast á um þversagnir í þessum mannlega texta. Sé viljinn fyrir hendi er hið góða að finna þar. 

Jón Steinar Ragnarsson, 8.2.2007 kl. 18:57

5 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Kristur sagiðst ekki vera kominn til að afnema lögmálið (lögmál Gamla testamentisins, sem var og er bók Gyðinga), heldur til að uppfylla það! Svo að ef að þú telur að mark sé takandi á kenningum Krists, þá skoðar þú heildina. Ég er ekki sammála þér með að ekki sé mark takandi á Ritningunni, nema að takmörkuðu leiti og minn skilningur á Biblíunni, er ekki sá sami og þinn.

Hið fullkomna jafnvægi getur enginn gefið nema Guð sjálfur og sagði Jesús að hann gæfi sinn frið, friður sem ekki væri af heiminum, ekki frá okkur sjálfum, heldur sinn frið. Hans friður er æðri öllum skilningi, það eru orð Krists.

G.Helga Ingadóttir, 8.2.2007 kl. 21:19

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rétt hjá þér með lögmálið. Hann segir einnig við sama tækifæri:"Ef réttlæti yðar ber ekki af réttlæti fræðimanna og Farisea (presta) þá komist þér aldrei í himnaríki." Er hann að tala við einstaklinga eða mannkyn allt? Hann kallar sig hliðið og veginn að himnaríki, þess vegna skoða ég Biblíuna alltaf í gegnum og með tilvísun til hans. Hann segist koma með nýjan sáttmála og afnemur í raun það sem fyrir var t.d. auga fyrir auga og tönn fyrir tönn verður hinn vanginn og fyrirgefningin. Það er engin smá umbylting. Raunar endaskipti.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.2.2007 kl. 01:15

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel hefurðu haldið hér á spöðunum, Helga, málflutningur þinn sterkur og trúr. Gef mér ekki tíma nú til þátttöku og bið þig að afsaka að dregizt hefur að bæta meira við á fyrri vefslóð þína. En það er fengur að því, að kristnir menn eru farnir að skrifa hér á Moggablogginu, Sindri Guðjónsson, Stefán Einar Stefánsson, þú sjálf og ýmsir aðrir, auk margra leitandi.

Jón Valur Jensson, 9.2.2007 kl. 01:57

8 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Jesús segir enginn maður sé góður, bara Guð sé góður. Í okkur sjálfum eigum við ekki réttlæti, Jesús er okkar réttlæti. Það er fagnaðarerindið í hnotskurn. Enginn maður réttlætist af eiginn verkum, maðurinn réttlætist fyrir trú, samkvæmt Ritningunni. En hins vegar segir að við séum sköpuð til góðra verka, sem að Guð hefur áður fyrirbúið okkur og Guð gerir okkur hæf, ef við leitum hans.

Enda segir á öðrum stað, (Orðskviðunum) að hin mesta viska sé að leita Guðs.

Ég verð að segja það Jón Steinar að ég er stolt af þér, hvað þú ert ötull að speglúra í þessu, eins og Grani segir, og er tilbúin í að svara með rökum því sem að þú vilt leggja fram.

Það er til bók, svona kilja, sem ég las, sem að heitir Blóðsáttmálinn og er eftir Sten Nilsen. Ég fékk hana í Veginum á sínum tíma, en hún er trúlega til á fleiri stöðum. Mér fannst hún mjög athyglisverð lesning, þar sem að hún tengir saman gamal og nýja testamentið á mjög skilmerkilegan hátt. Ef þú hefur áhuga, sem ég trúi að þú hafir, svona heimspekilega þenkjandi sem þú ert, þá ætti að vera auðvelt að nálgast hana. 

G.Helga Ingadóttir, 9.2.2007 kl. 08:40

9 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Jesús er uppfylling lögmálsins, hann einn gat uppfyllt lögmálið, hann var syndlaus. Þess vegna er Jesús nýji sáttmálinn og þess vegna er hann vegurinn og dyrnar. Eins og hann sjálfur sagði að ekkert talaði hann né gerði, nema í vilja föðurins. Vilji föðurinns er skráður í Gamla sáttmálanum, sem að enginn maður gat uppfyllt. Til þess að uppfylla hann, þurfti maðurinn að vera fullkomlega lítalaus og hreinn.

Enda sagði Jóhannes skírari, sjá Guðs lambið (Jesú) sem að ber synd heimsins.

En miskunsemi Guðs og kærleiki fólst í því að koma sjálfur í mannslíki og uppfylla sinn sáttmála og opna þar með nýja leið. Guð er ekki maður að hann ljúgi og er fullkomnlega samkvæmur sjálfum sér. Hann segir ekki eitt í dag og annað á morgun. Þess vegna stendur allt í lögmáli hans óhaggað.

Sjá í Jóhannear-guðsspjalli 1,1-5

"Í upphafi var Orðið (Jesús) og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá guði. Allir hlutir urðu til fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er. Í honum var líf og lífið var ljós mannanna."

Jóh. 1,9-18. Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn. Hann var í heiminum, og heimurinn var orðinn til fyrir hann, en heimurinn þekkti hann ekki. Hann kom til eignar sinnar, en hans eigin menn tóku ekki við honum. En öllum þeim sem að tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim er trúa á nafn hans. Þeir eru ekki af blóði bornir, ekki af holds vild, eða manns vilja, heldur af Guði fæddir.

Og Orðið (Jesús) varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum. Jóhannes vitnar um hann og hrópar: "Þetta er sá sem ég átti við, þegar ég sagði: Sá sem kemur eftir mig, var á undan mér, enda fyrri en ég."

Af gnægð hans höfum vér allir þegið, náð af náð ofan. Lögmálið var gefið fyrir Móse, en náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesú Kríst. Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eini, Guð, sem er í faðmi föðurins, hann hefur birt hann. "

Enda sagði Jesús sjálfur um sig, áður en allt var til, var ég!

G.Helga Ingadóttir, 9.2.2007 kl. 09:06

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"Jú það er fullkomið jafnræði, þar sem að Guð gaf frjálsan vilja manninum og Guð kúar ekki manninn undir sitt vald. Hann býður þess að maðurinn gefist sér."

Mér finnst ótrúlegt að kaþólski guðfræðingurinn Jón Valur telji þennan málflutning vera "sterk[an] og trú[an]".  Ertu virkilega að halda því fram að það sé fullkomið jafnræði á milli guðs og okkar? Ég sem hélt að það gengi út á að guð segi hvað sé rétt og rangt og að það sé þitt að hlýða honum. Eða ákveðið þið í sameiningu hvað sé rétt? Skipar þú stundum guði fyrir verkum eða sér guð bara um skipanirnar?

"Konan á ekki að beygja sig undir vald allra karlmanna, síður en svo. Hér er verið að tala um eiginmanninn, en hann er ekki án fyrirmæla heldur. Eiginmaðurinn á að elska konunua eins og sitt eigið hold, annast hana og virða."

Já, konan á að "beygja sig undir vald" eiginmannsins. Er það jafnræði?

"Eins stendur það í Orðskviðunum að konan sé kóróna manns síns."

Nei, það stendur ekki í Orðskviðunum. Ekki frekar en það standi að konan sé rotnun í beinum eiginmannsins.

En allt þetta svar þitt (athugasemd 3) fjallar um að maðurinn eigi að vera góður við konuna sína. Það neitar því enginn. En Páll talar um að konan eigi að vera undirgefin eiginmanni sínum. Páll segir þrælum líka að vera undirgefna eigendum sínum og segir eigendunum að koma vel fram við þrælana.

"Þannig get ég lengi talið og ég ætlaði ekki að móðga þig, þegar að ég benti þér á að það þyrfti að lesa ritninguna í heild sinni."

Þú móðgaðir mig ekki. Mér er nefnilega sama um álit þitt á mér.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.2.2007 kl. 22:24

11 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Jú það stendur í Orðskv. 12, 4. " Væn kona er kóróna manns síns, en vond kona er sem rotnun í beinum hans. "

Mér sýnist á þessu að mikil áhrif hafi hún á mann sinn, í hvora áttin sem það er. Enda eru kona og maður eitt frammi fyrir Guði, en ekki tvö. Þannig að vissulega geta þau haft áhrif bæði til góðs og ills fyrir hvort annað og þá kemur það enn og aftur að vali mínu/þínu, hvernig við kjósum að lifa, hvað við hugsum, segjum og gerum. Því fylgir ábyrgð.

UNDIRGEFNI - eins og ég sagði er ekki orð eða hugtak sem skelfir mig. Frekar það meðvitundarleysi manna um að allir eru undirgefnir einhverju. Eins og segir í texta Bob Dylans "

You might be a beggar, or you might be a king but you goanna have to serve somebody, it might be the Devil or it might be the Lord, but you goanna have to serve somebody! 
Í vitund hins trúaða manns er vissa um heim sem að ekki er sýnilegur með holdlegum augum, hinn andlegi heimur.  Enda segir í Ritningunni "að baráttan sem að við eigum í  sé ekki við hold og blóð, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa mirkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum. " Sem sagt andleg barátta. Þekktu óvin þinn og þú getur sigrað hann, þekktu hann ekki og hann sigrar þig. Óvinur sem ekki er til (en er það samt) getur gert mikinn skaða. Menn eru undirgefnir hinum ýmsu fýsnum, eða öðru valdi, t.d. Mammaon. Þú getur verið þræll hans, eða annara fýsna, án meðvitundar og það hefur áhrif á allt þitt líf (þitt/mitt - ég er ekki að persónugera, tek það fram).   Þar er undirgefni við vald, sem ekki er til góðs, heldur er það tortímandi og tekur meira frá manneskjunni, heldur en að það gefur,þegar að upp er staðið. En þetta er alltaf val viðkomandi einstaklings og sjálfur ber hann því ábyrgðina. Fyrir mér skiftir það engu máli, hvor er settur yfir maðurinn eða konan, heldur hverjum þau þjóna, undir hvað valdi þau eru. Eins og ég sagði að yfir öllu sýnilegu er ósýnilegur andlegur heimur, út frá því gengur hinn trúaði. Og þá skiftir máli hvernig sá Guð er sem við veljum okkur, er hann réttlátur og sannur, miskunnsamur og náðarríkur, eða er hann Guð haturs og illsku. Ég myndi t.d. ekki vilja vera gift þér, þar sem að í mínum huga ert þú fullkomnlega ómeðvitaður um hverjum þú þjónar og þú mátt taka þessu eins og þú vilt. Enda er þér sama um mitt álit, þannig að þetta hefur þá engin áhrif, þessi yfirlýsing. Ég valdi mér maka sjálf og milli okkar er fullkomið jafnræði, enda skilur hann sína ábyrgð gagnvart Guði. Það virðis mér þú ekki skilja,  þar sem að þú einblínir einungis á hvernig konan á að vera, en skellir skollaeyrum við fyrirmælum Guðs til karlmannsins. Engu síður þá vil ég segja það að Guð elskar þig eins og þú ert, enda ertu sköpun hans og hafnar þér ekki, hvernig sem allt snýr, ef þú snýrð þér til hans. Það er hins vegar val og ábyrgð hverjar manneskju, því að Guð velur ekki fyrir okkur. Að lokum að þá stendur það í Orðskv. að mesta viskan sé að leita Guðs.

G.Helga Ingadóttir, 13.2.2007 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband