5.2.2007 | 10:07
Takk fyrir góð viðbrögð við síðasta bloggi!
Ég hef verið að tjá mig um upplifun mína á viðbrögðum manna, vegna skoðanna Kristna á samkynhneigð! Ekki hefur staðið á viðbrögðum, en ég verð að segja að mér finnst bara gott að koma út úr skápnum með skoðanir mínar.
Ég er ekki að biðja um að allir séu mér sammála, einungis að ég verði umborin og ekki vanvirt vegna skoðanna minna og trúar. Þetta er nákvæmlega það sama og samkynhneigðir í upphafi lögðu af stað með, að þeir fengju að lifa sínu lífi, án þess að verða fyrir háði og spotti, hvað þá obeldi, sem að sumir þurftu að þola.
Og ég endurtek, að enginn ætti að þurfa að þola slíkt.
En þannig er þetta nú bara virðist vera með manninn, að sumir eru alltaf tilbúnir með stóru orðin og yfirlýsingarnar. Áður gegn samkynhneigðum, en nú gegn Kristnum. Kanski eru þetta þeir hinir sömu og áður, hafa bara skift um andlit? (Ég veit ekki, segi bara svona)!
Ég ber virðingu fyrir sköpun Guðs, sem að erum við mennirnir, meðal annars og þar eru samkynhneigðir engin undantekning. Einn minn besti vinur var bysexual og var drengur góður. Blessuð sé minning hans. Mér fannst hann alltaf kynferðislega ruglaður og hann vissi vel af þeirri skoðun minni, en ég elskaði hann sem vin. Og ég sakna hans.
Hér á minni Bloggsíðu hefur fólk verið að lýsa sínum persónulegu skoðunum á mér, manneskju sem það þekkir hvorki haus né sporð á. Og það hafa verið yfirlýsingar sem eiga sér enga stoð.
Ég veit að ég segi satt, þegar ég segi að ég hef ekki verið að ráðast á samkynhneigt fólk. Ég bið bara um að mínar skoðanir og trú séu virtar og ekki hafðar að háði. Ég er líka manneskja og við kristið fólk.
Engin manneskja er fullkomin í sjálfum sér, það er mín staðfasta trú. Ég trúi á Guð og þarf á honum að halda, vegna þess að ég í sjálfri mér er vanmáttug. ég hef valið þá leið að vera heiðarleg og samkvæm sjálfri mér, eftir fremsta megni. Það er mér mjög mikilvægt, vegna trúar minnar. Já mitt skal vera já og nei, nei! Þetta er mitt mottó. Ekki alltaf auðvelt að lifa eftir, en mitt val.
Ég vil að lokum þakka viðbrögð og fyrirgef þeim sem hafa verið stórorðir í yfirlýsingum. Hafi ég sært einhvern, þá biðs ég fyrirgefningar. Það er ekki meiningin með þessari umræðu.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Hreinskiptinn, góður og fallegur pistill hjá þér, Guðlaug helga.
Jón Valur Jensson, 5.2.2007 kl. 13:22
Í vanmætti mínum mætti ég Guði með kostum mínum og göllum í gleði og sorg.... með umburðalyndi sínu náðum við saman á endanum og það umburðalyndi fyrir öllum er nokkuð sem við þurfum öll að tileinka okkur ... en þrátt fyrir það höfum við öll skoðanir og sýnir á lífið og tilveruna sem við eigum fullan rétt á og mér finnst aðdáunar vert að lesa skrif þar sem fólk stendur tinn rétt þrátt fyrir að fólk láti á því dynja. Haltu áfram að tjá þig það er þinn réttur ... þú hefur líka rétt á því að skipta um skoðun og ég veit að Guð fylgir þér alla leið... Því umburðalyndi er hans sérgrein.... hvort sem hann er sammála þér eða ekki....
GUÐ GEYMI ÞIG
Margrét Ingibjörg Lindquist, 6.2.2007 kl. 17:20
Takk fyrir Margrét og Guð geymi þig líka og blessi, hvort sem að þú ert sömu skoðunnar og ég eða ekki. Mér fyrir mína parta þykir vænt um fólk og hef áhuga á því, fjörleg og krefjandi umræða er ekki það sem ég hræðist og breytir ekki því sem að ég stend á. Ég er bara ánægð með að menn komi við á Blogginu mínu og tjái sig, best er þó að við öllu vöndum okkur í þeirri tjáningu. Það er ég að reyna að gera, en er þess þó meðvituð að ég er ekki fullkomin eða óskeikul.
G.Helga Ingadóttir, 6.2.2007 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.