Það þarf engan hagfæðing til að sjá það að lánshæfis mat þjóðarinnar hlýtur að lækka með auknum skuldbindingum!

Ég ætla að segja nei á laugardaginn við Icesave samningnum og ástæðan er einfaldlega sú að við skuldum þetta ekki fyrr en við höfum undirritað samninginn, eða verið dæmd til að greiða Bretum og Hollendingum fyrir Icesave.(Sem að ég tel hverfandi líkur til að verði gert). Þegar talað er um mismunun vegna þjóðernis er það alrangt, þar sem allir þeir sem áttu reikninga í bönkum staðsettum á Íslandi fengu greitt út sína fjármuni, sama hvert þjóðerni reikningseigenda var.

"Ég hef ekki trú á því að með að beygja sig undir kúgarann, þá verði hann voða góður." Staðreyndin er sú að þá bjóðum við bara upp á meira ofbeldi og kúgun, en ég vil velja frelsið, ef að það býðst. Hryðjuverkalögin voru ofbeldi gegn Íslenskri þjóð og sýndu þau það skýrt að hér er engin miskunn gagnvart okkur. Bretar hafa ekki verið þekktir fyrir það að klappa þeim, sem þeir ná undir sitt vald vinalega á kollinn, því miður er það staðreynd. Ég er þar með ekki a dæma alla bresku þjóðina, heldur valdhafa hennar.

Það er mjög mikilvægt nú að Íslendingar sendi skýr skilaboð út í heiminn og segi NEI, þar sem að þessar skuldir eru ekki þjóðarinnar og kominn er tími til að fjármagns eigendur, hvar sem að þeir eru staðsettir í heiminum, axli sjálfir ábyrgð á sínu sukki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég ætla líka að segja nei G.Helga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2011 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband