1.2.2007 | 11:27
Að koma út úr skápnum!
Það er athyglisverð umræða á bloggsíðunni hjá Jóni Vali Jenssyni. Ráðstefna um lausn frá samkynja kynlífsháttum
Þykja mér margir sem gera athugasemdir við umfjöllun hans, kasta grjótum úr glerhúsum.
Menn æpa og emja og formæla kristum, vegna skoðanna þeirra og trúar. Hverjir eru að tala um ofsóknir? Ætti ekki sjálfsögð réttindi hvers manns að lifa í heiðarleika og vera samkvæmur sjálfum sér. Ef að menn játa sig trúaða og vilja lifa í samræmi við sína trú, þá er það þeirra val. Ef menn vilja tjá sig um trú sína, þá er það líka þeirra val og réttur.
Hvaðan kemur þessi krafa manna um að allir eigi að leggja blessun sína yfir samkynhneigð í hjarta sínu. Mönnum getur þótt vænt um annað fólk, án þess endilega að vera sammála því hvernig það velur að lifa.
Er ekki tjáningafrelsi á Íslandi, eða er það meirhlutinn sem að ræður hvernig menn eiga að hugsa. Er þetta mál varðandi homma og lespíur komið í ögvana í hina áttina.
Ég hef fundið til með hommum og lespíum, sem hafa þurft að þola ofbeldi og einelti vegna kynhneigðar sinnar. Engin á að vera í þeirri stöðu.
En ég finn líka til með þeim sem þola nú einelti og andlegt ofbeldi frá múginu, vegna skoðanna sinna. Guð veit hvernig þetta á eftir að þróast, ef að menn sjá ekki að sér í hita leiksins. Hvar er þessi mikli kærleiki fólks gagnvart náunganum, ef menn segja ekki já og amen við því sem lýðurinn hrópar.
Menn segja burt með allan Rasisma, trúarbrögðin eigi að geta lifað hlið við hlið, í sátt og samlyndi. En hvernig er það í framkvæmdinni, ef menn og konur, sem að játa sig t.d. trúa því sem í Biblíunni stendur, eru talin vera klikkuð og sjálfsagt þykir að gera aðsúg að þeim á opinberum vetvangi á niðrandi hátt.
Skoði nú hver sig!
það fer að verða þannig með þessu áframhaldi, að það verður kallað að koma út úr skápnum með skoðanir sínar, sem kristinn einstaklingur. Óttinn um að verða útilokaður og úthrópaður vegna skoðanna sinna rekur fólk í felur. Það ættu Hommar og lespíur að vita.
Hvar er þessi kærleiki manna, sem segjast vilja umbera allt?
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:28 | Facebook
Athugasemdir
Svo er það vandinn með þá sem fordæma þá sem fordæma. Það er vandlifað í þessum blessaða heimi.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.2.2007 kl. 13:35
Mikið rétt hjá þér - en eiga þá ekki bara allir að þegja?
G.Helga Ingadóttir, 1.2.2007 kl. 13:51
Stundum þarf að synda á móti straumnum, ekki er gott að allir fljóti einhvert án meðvitundar um hvert ferðinni er heitið!
G.Helga Ingadóttir, 1.2.2007 kl. 13:53
Rétt er það að stundum þarf að synda á móti straumnum og ég dáist af þeim sem það gera. Ég hef líka samúð með þeim kristnu sem hafa þurft að þola ofbeldi og einelti eingöngu vegna þess að þeir trúa.
En er það rétt, er það rétt að þeir þoli ofsóknir eingöngu vegna trúarskoðana sinna? Er það kannski þannig að kristnir menn eru oft að boða trú sína, sannkallaðir kristniboðar? Og getur líka verið að kristnir menn eru oft að reyna að segja öðru fólki hvernig það á að haga sér og sínu lífi. Mér finnst t.d. ekkert skrítið að íslenska þjóðkirkjan með biskup í broddi fylkingar fái á sig gagngrýni vegna þeirrar afstöðu að vilja meina öðrum trúfélögum um réttinn til þess að gefa saman samkynhneigða.
Í fullri alvöru þá held ég að trú sem er þjóðtrú á íslandi og nýfæddir einstaklingar eru skráðir svotil sjálfkrafa í, trúfélag sem fær veglegan og sérstakann sess innan íslenska skólakerfisins í Grunnskólalögum geti ekki sett sig í hlutverk þess sem er minnimáttar. Þegar slíkt er gert er verið að gera lítið úr þeim semeru það í raun og veru.
Með fullum kærleika fyrir þér og þinni trú
Katrín
Katrín (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 15:26
Ég er nú ekki í þessu tilviki að fjalla um þjóðtrú, þ.e. kirkjuna, heldur kristið fólk og fleiri sem hafa sína trú og sannfæringu um hvað sé rétt og rangt. Vissulega er margt mjög afstætt í þeim efnum, en mér finnst þetta vera komið í ögva í hina áttina. Enus sinni var TABÚ að vera hommi/lespía, nú er það flott og jafnvel gert eftirsóknarvert. Mér finnst það ekki eftirsóknar vert og So What! Talandi um að menn séu að reyna að kristna aðra, er þá ekki verið að reyna að afkristna þá hina sömu, með ákveðum boðskap heimsins.
G.Helga Ingadóttir, 1.2.2007 kl. 16:05
Já, þetta eru hræðilegar ofsóknir. Athugasemdir við grein á moggablogginu! Hvað næst? Verða kristnir menn látnir bera armband með gulum krossi?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.2.2007 kl. 16:36
Ég átta mig nú ekki alveg á því hvað afkristnunarboðskap þú ert að vísa í, né heldur átta ég mig á því hvaðan þú færð þá hugmynd að verið sé að reyna að gera samkynhneigð eftirsóknarverða.
Á hinn bóginn held ég að hamingja yfirhöfuð sé almennt álitin eftirsóknarvert. Hvort sem sú hamingja fæst með gagnkynhneigðum eða samkynhneigðum samböndum. Sumir eru jafnvel hamingjusamastir einir.
Ég held að samkynhneigðum Íslendingum upp til hópa sé alveg sama hvort þú sem persóna samþykkir þeirra sambönd. Þeir eru heldur ekkert að reyna að "smita" þig af samkynhneigð eða að reyna að láta þig öfunda þá. Það sem samkynhneigðir vilja er það að fá að lifa sínu lífi og að þeir njóti sömu réttinda og aðrir þegnar samfélagsins.
Katrín (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 17:44
Nei þú áttar þig ekki á því! En ef að þú hlustar á umræðuna svona almennt um afstöðu margra Kristinna manna um samkynhneigð, að þá er það nú oftar en ekki mjög harkaleg viðbrögð við áliti Kristinna manna, að samkynhneigð sé ekki eðlileg. Við erum ekki sköpuð til að lifa með einstaklingi af sama kyni kynferðislega. Það er trú mín og skoðun.
Ég persónulega hef ekki gert aðsúg að neinum samkynhneigðum einstaklingi, en ég hef samt þá sannfæringu að þetta sé ekki það sem að Guð ætlaði okkur. Alla vega er það ekki samkvæmt Ritninunni og þá á ég við Biblíuna.
Margir hafa þá skoðun að Biblían sé gamalt og úrhelt rit á margan hátt og beri að taka með fyrirvara. Ég segi ekki annað við því en það sé hverjum og frljálst að velja hverju hann trúir.
Mín trú segir að Biblían sé það rit sem að gott og gagnlegt sé að leita í, góð handbók fyrir manneskjuna.
Ég er ekki samkynhneigð og vissulega hef ég ekki gengið í þeirra skóm. Ég fordæmi ekki tilfynningar þeirra, né ást. En hins vegar eru tilfynningar ekki alltaf það sem manni ber að hlíða. Alltaf er þetta val. Ástin er líka val.
Ef einhvað er til sem að heitir sönn ást, hvers vegna eru það þá svo margir sem að finna hana ekki og hvar er hún? Ritningin segir að ástin komi frá Guði og oft ruglar maðurinn saman girnd og ást og á það jafnt við um samkynhneigða og gagnkynhneigða.
Þetta snýst ekki um að samkynhneigðir megi ekki lifa í friði fyrir mér, ég hef líka minn rétt sem manneskja. Mín viðhorf eru ekki meira Tabú en þín!
G.Helga Ingadóttir, 1.2.2007 kl. 18:10
Þetta eru nú svei mér sannkristin viðhorf sem þú sýnir.
Ég vorkenni þér og öllum þeim sem deila þinni skoðun, það ætti enginn að þurfa að vera svona blindur á eigin fordæmingu.
Katrín (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 20:33
Jesús sagði að enginn kæmist til föðurins nema fyrir sig. Þetta er lykilatriði fyrir okkur sem teljum okkur kristin.
Jesús barðist gegn fordómum og fordæmingu og einfaldlega bauð þeim að kasta fyrsta steininum sem syndlausir væru. Ég hef alltaf litið svo á, að með þessu væri hann að sýna að það væri ekki okkar að gegna hlutverki refsivandar Guðs á jörðu eða túlka hans vilja. Sjálfsagt erum við öll misjafnlega sammála öðru fólki og missátt í hjarta okkar við skoðanir og líf annarra. En það eigum við að eiga við okkur sjálf og þegja, því það er ótrúleg sú óhamingja sem afskipti fólks af lífi annarra hefur valdið. Og það að valda öðrum óhamingju bara fyrir sportið, hlýtur barasta að vera synd.
Kolgrima, 1.2.2007 kl. 21:24
Þrátt fyrir að Kristur segði hórseku konunni, að hann dæmdi hana ekki -- eftir að honum hafði tekizt að fá þá, sem ætluðu að grýta hana, til að leggja frá sér steinana og hverfa á brott -- hvað sagði hann við hana í beinu framhaldi? Jú: "Syndga ekki framar." -- Eins ætti að vera afstaða kirkjunnar til þeirra, sem brjóta margstaðfest bann Biblíunnar við samkynja kynmökum: umhyggja, samúð, mildi og skilningur, en samt ekki að telja þeim trú um, að áðurnefnd kynmök séu bara í lagi, jafnvel Guði að skapi! Ef einhver reynir að blessa það, sem Guð lýsir synd, þá fellur sú "blessun" dauð til jarðar. Hins vegar blessaði Guð samband karls og konu (I.Mós.1.28), og sú blessun sýnir sig í ávöxtunum, sem eru börnin og áframhald lífsins. Guðs blessun er ekki orðin tóm -- hún fellur aldrei dauð til jarðar.
Jón Valur Jensson, 1.2.2007 kl. 23:03
Nei við erum ekki refsivöndur Guðs á jörðu, en engu síður eru landslögin og þjóðskráin byggð á boðum Biblíunar hér á landi og víða í hinum vestræna heimi. Þannig hefur trúin áhrif á hvernig dómskerfið virkar í hverju landi fyrir sig. Ekki eru lögin eins í öllum löndum og þar á trúin sinn þátt. Í Indlandi eru það hinu stéttlausu, sem eru nánast mannréttindalausir, vegna þeirrar trúar sem þar er mest iðkuð. Í mörgum Múhameðstrúar löndum eru lögin oft meira með karlinum en konunni, vegna trúar. Vegna trúar er samfélagsmyndin í hverju landi fyrir sig eins og hún er. Að vísu er það túlkunar atriði hvernig menn framganga í trú sinni. En í Biblíunni stendur að fyrir þeim sem trúa ekki sé viska Guðs heimska!
Ég fyrir mig er þakklát fyrir að hafa fæðst þar sem Kristin trú hefur mótað samfélagsmyndina, því annars væri réttur minn sem kona, ekki sá sem hann er í dag. Þarf ekki annað en að líta aðeins sér fjær í þeim efnum.
Kristur boðaði að allir menn væru jafnir og þar er enginn undantekinn, en hins vegar sagði hann líka að hann væri ekki kominn til að afnema lögmálið, heldur uppfylla það. Hvað lögmál, t.d. boðorðin 10 sem eru miklu ítarlegri en við lærðum þau í skólanum. Má lesa það í gamla testamenntinu.
Hann segði lika að fremur ber að hlíða Guði en mönnum. Ekki var allt vinsælt sem að Jesús sagði á þeim tíma sem hann var meðal manna í holdi, það hefur ekkert breyst.
G.Helga Ingadóttir, 2.2.2007 kl. 12:38
Það að einhver þurfi endilega að gera sér rellu út af því hvað fullorðnir einstaklingar gera af fúsum og frjálsum vilja inni á heimilum sínum finnst mér óskiljanlegt. Það sama held ég að gildi (sem betur fer) um flesta Íslendinga.
Um þetta gæti ég haft langt mál, en ég nenni því ekki núna. Hins vegar get ég ekki staðist þá freistingu að benda þér á, Guðlaug Helga, hversu illilega þú skýtur þig í fótinn með eftirfarandi orðum:
Er ekki tjáningafrelsi á Íslandi, eða er það meirhlutinn sem að ræður hvernig menn eiga að hugsa.
Nei, að sjálfsögðu á fólk sjálft á að ráða því hvernig það hugsar. Það gildir um samkynhneigða eins og aðra og fólk á því að sýna þá sjálfsögðu kurteisi að vera ekki að skipta sér af kynhneigð þeirra skárra væri það nú.Þórður Sveinsson (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 19:10
Sem betur fer eru landslögin og stjórnarskráin ("þjóðskráin"?) ekki byggð á biblíunni, því, eins og sést á hinum "ítarlegu" tíu
boðorðum, eru konur annars flokks borgarar í augum biblíunnar.
Tíunda boðorðið: "Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á."
Þarna er kona náungans eign hans. Ert þú undirgefin eiginmanni þínum (þ.e.a.s. ef þú ert gift)?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.2.2007 kl. 21:20
Það er einmitt það - það er tjáningarfrelsi og ég hef þann rétt eins og aðrir. Talandi um að ég sé að skjóta mig í fótinn, þá gera það nú fleiri, mér þykja margir þversagnakenndir sem hér tjá sig. Biblían er notuð eftir hentusemi, annhvort máli sínu til stuðning, eða þá hinir sömu til að sýns fram á hve sú bók er ekki marktæk. Þversagnakennt finnst mér!
G.Helga Ingadóttir, 3.2.2007 kl. 23:03
Guðlaug, ef þér finnst ég nota biblíuna eftir hentisemi og vera þversagnakenndur í málflutningi mínum þá skaltu segja það hreint út.
Auðvitað er biblían ekki marktæk, en ég nota hana til þess að styðja mál mitt þegar ég t.d. segi að samkvæmt henni eigi konur að vera undirgefnar körlum.
Þú komst með ansi stórar fullyrðingar um boðorðin tíu, biblíuna og lög Íslands. Ég benti einfaldlega á að samkvæmt þessum boðorðum eru eiginkonur eign eiginmannsins og samkvæmt Páli á eiginkonan að vera
undirgefin eiginmanninum.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.2.2007 kl. 22:41
Hjalti, samkavæmt Ritningunni eiga hjónin að vera undirgefin hvort öðru og talað er um að þeir sem að velja það að gifta sig og eignast fjöldskyldu, setji skyldur hjónabandsins og fjöldskyldunnar, framar t.d. þörfum kirkjunnar. Guð í 1.sæti, maki og fjöldsk. í 2. sæti og þjónustuna í kirkjunni, samfélaginu, í það 3ja. Þ.e.a.s. þetta er þjónusta, að vera í hjónabandi og kærleikssamband sem á að endurspegla fórnandi kærleika Krists.
Fyrst þú ert svona vel lesinn í Ritningunni, að þá stendur líka skrifað að eiginmaðurinn á að annast konununa og elska það mikið, að hann á að vera tilbúinn til að láta lífið fyrir hana. Gagnvart slíkum eiginmanni er auðvelt að vera undirgefin. Hinns vegar er það ekki í mannlegum mætti að framkvæma öll boð Guðs, það veit Guð og þess vegna sendi hann okkur frelsara. Kristur kom til að lækna og leysa, samkvæmt Ritnigunni er Dómurinn ekki enn genginn út og við lifum á náðartímum.
Mér finnst það svolítið skondið að menn nota Ritninuna sér til rökstuðnings, en þekkja ekki hvað í henni stendur, nema að mjög takmörkuðu leiti. Ef að þú vilt berja mig í hausinn með Ritnigunni, þá ráðlegg ég þér að lesa hana fyrst og þá stöndum við meira jafnfætis hvað hana varðar.
En hvað um það, miðað við það sem hefur verið skrifað hér í athugasemdir, þá styður það þá fullyrðingu sem að ég sagði í upphafi, að þetta mál varðandi homma og lespíur er komið út í ögva í hina áttina. Þ.e.a.s. að það er bókstaflega verið að reyna að þakka niður í öllum andmælum, menn skuli bara segja já og amen, annars verði þeir jetnir lifandi í orði.
Mér virðist ekki vera frjálst að hafa skoðun á þessu máli, nema í þegjandi þögninni. Hafa hommar og lespíur verið þegjandi! Ég er ekki að segja að þau eigi að þegja, ekki misskilja, en ég og aðrir sem að erum annarar skoðunnar höfum bara líka tjáningarrétt og ég geri kröfu um að hann sé virtur. Að andmælendum sé frjálst að tjá sig, án þess að vera úthrópaðir af þeim sem eru á annari skoðun.
Ég er ekki að úthrópa homma og lespíur, kannast ekki við að hafa gert það gagnvart neinum slíkum persónulega. Ég er einungis að tjá að ég samþykkji ekki að það sé eðlilegt að vera samkynheigður, á þann hátt að það sé eins eðlilegt og að fæðast brúneygur eða bláeygur. Nei ég tel orsakirnar vera mun dýpri en svo, það hafi meira með hugann og sálina að gera!
Ég vil bara vera heiðarleg og gangast við sjálfri mér, rétt eins og hommar og lespíur telja sig vera að gera. Má ég það án þess að vera fordæmd!
G.Helga Ingadóttir, 5.2.2007 kl. 07:18
Nei, Guðlaug, samkvæmt ritningunni á eiginkonan að vera undirgefin eiginmanninum. Það er rétt að eiginmaðurinn eigi að elska konuna og það allt. Þetta er svipað og samband þræls og þrælaeiganda eins og Páll sér það, þrællinn á að vera undirgefinn eigandanum, en eigandinn á að koma vel fram við þrælinn.
Þú segir að ég þekki ekki hvað standi í henni nema að mjög takmörkuðu leyti og segir að ég hafi ekki lesið hana. Hvernig væri þá að vísa í biblíuna en ekki bara skrifa um það sem þú heldur að sé í henni?
Hérna eru nokkur vers sem tala niður til kvenna:
1. Korintubréf 11:3
En ég vil, að þér vitið, að Kristur er höfuð sérhvers manns, maðurinn er höfuð konunnar og Guð höfuð Krists.
1. Korintubréf 11:7-9
7. Karlmaður á ekki að hylja höfuð sitt, því að hann er ímynd og vegsemd Guðs, en konan er vegsemd mannsins.
8. Því ekki er maðurinn af konunni kominn, heldur konan af manninum,
9. og ekki var heldur maðurinn skapaður vegna konunnar, heldur konan vegna mannsins.
1. Korintubréf 14:34-35
34. skulu konur þegja á safnaðarsamkomunum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar, eins og líka lögmálið segir.
35. En ef þær vilja fræðast um eitthvað, þá skulu þær spyrja eiginmenn sína heima. Því að það er ósæmilegt fyrir konu að tala á safnaðarsamkomu.
Efesusbréfið 5:22-24
22. Konurnar eiginmönnum sínum [undirgefnar] eins og það væri Drottinn.
23. Því að maðurinn er höfuð konunnar, eins og Kristur er höfuð kirkjunnar, hann er frelsari líkama síns.
24. En eins og kirkjan er undirgefin Kristi, þannig séu og konurnar mönnum sínum undirgefnar í öllu.
Kólossubréfið 3:18
Þér konur, verið undirgefnar mönnum yðar, eins og sómir þeim, er Drottni heyra til.
1. Tímóteusarbréf 2:11-12
11. Konan á að læra í kyrrþey, í allri undirgefni.
12. Ekki leyfi ég konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum, heldur á hún að vera kyrrlát.
1. Tímóteusarbréf 2:14-15
14. Adam lét ekki tælast, heldur lét konan tælast og gjörðist brotleg.
15. En hún mun hólpin verða, sakir barnburðarins, ef hún stendur stöðug í trú, kærleika og helgun, samfara hóglæti.
Títusarbréfið 2:3-5
3. Svo eiga og aldraðar konur að vera í háttalagi sínu eins og heilögum sæmir. Þær skulu ekki vera rógberar og ekki heldur í ánauð ofdrykkjunnar, heldur kenni þær gott frá sér,
4. til þess að þær laði hinar ungu til að elska menn sína og börn,
5. vera hóglátar, skírlífar, heimilisræknar, góðlátar og eiginmönnum sínum undirgefnar, til þess að orði Guðs verði ekki lastmælt.
1. Pétursbréf 3:1
Eins skuluð þér, eiginkonur, vera undirgefnar eiginmönnum yðar, til þess að jafnvel þeir, sem vilja ekki hlýða orðinu, geti unnist orðalaust við hegðun kvenna sinna,
Þetta er allt á einn veg.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.2.2007 kl. 12:55
Nei, þetta er EKKI allt á einn veg. Þegar ég hef tíma til, skal ég (ef enginn annar verður til þess að ger það á undan mér) tilfæra hér orð Ritningarinnar, jafnvel hjá Páli sjálfum, sem sýna, að þetta er ekki allt á einn veg, því að Guðlaug Helga hafði rétt fyrir sér, þegar hún sagði, að maðurinn ætti líka að vera undirgefinn konu sinni (eða þjóna hennar óskum). En óhefta sjálfræðishyggjan eða grófa einstaklingshyggjan er sannarlega ekki í takt við boðun Ritningarinnar.
Jón Valur Jensson, 5.2.2007 kl. 13:28
Gylfi minn, er ekki heimspeki Platóns, Sókratesar og Aristóteless "afgamlir bókstafir"?! En væri þér til sóma í heimspekilegri umræðu að vísa þeim á bug með svo léttúðlegum orðum? Ég er hræddur um að þér yrði sjálfum kippt út af mælendalistanum, ef þetta væru þau "rök", sem þú klifaðir á í þeim kreðsum. Svo er ýmislegt kyndugt við þessi litlu innlegg þín, t.d.: "... ég held að það sé ekkert sérstaklega verið að ráðast á kristna frekar en kaþólikka eða múslima." Hélztu virkilega, að kaþólikkar væru eitthvað annað en kristnir? Og hver gefur þér rétt til að segja mig eða Guðlaugu "dæma þennan hóp," þ.e. samkynhneigða? Ég dæmi engan og segi eins og heil. Thomas More: "Ég á engan glugga að annars manns sál til að dæma hans samvizku." Þar með er ekki sagt, að við eigum að útvatna og relativisera (gera afstæð) boðorð Guðs eða hafna þeim. Lestu nú Davíðssálm 119 -- mig langar að kveðja þig með þessum góðu versum (9-16) og góðum óskum:
Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu. Ég leita þín af öllu hjarta, lát mig eigi villast frá boðum þínum. Ég geymi orð þín í hjarta mínu, til þess að ég skuli eigi syndga gegn þér. Lofaður sért þú, Drottinn, kenn mér lög þín. Með vörum mínum tel ég upp öll ákvæði munns þíns. Yfir vegi vitnisburða þinna gleðst ég eins og yfir alls konar auði. Fyrirmæli þín vil ég íhuga og skoða vegu þína. Ég leita unaðar í lögum þínum, gleymi eigi orði þínu.
Og eins segir hann í 119.46-48:
... þá mun ég tala um reglur þínar frammi fyrir konungum og eigi skammast mín -- og leita unaðar í boðum þínum, þeim er ég elska, og rétta út hendurnar eftir boðum þínum, þeim er ég elska, og íhuga lög þín.
Jón Valur Jensson, 6.2.2007 kl. 01:42
Ég ætla að leggja hér inn smápóst í bili, hef hann tímans vegna ekki lengri, en hann ætti þó að nægja lesendum Hjalta til að sjá, hve einhæfa mynd hann málaði hér ofar.
Það voru ekki orð Páls postula, að konur séu "óæðri körlum, sem þeim ber að hlýða líkt og þrælar,” eins og einn maður hefur orðað þetta með undirgefnina. Þvert á móti kemur fram hjá Páli, að körlum beri a.m.k. í nánustu einkamálum að gera vilja konunnar: “sömuleiðis hefur einnig maðurinn ekki vald yfir sínum eigin líkama, heldur konan” (I.Kor.7.4); þar birtist fullkomin gagnkvæmni, jafnstaða, í þessu, og þetta er nú ekki í takti við neina karlrembu, hvorki 20. aldar né fornaldar. “Hinn kvænti ber fyrir brjósti það, sem heimsins er, hversu hann megi þókknast konunni” (7.33), og marga aðra texta gæti ég tínt til sem vitni um jákvæða kenningu Páls og afstöðu til kvenna.
Jón Valur Jensson, 6.2.2007 kl. 02:00
Ég hlakka til þess að sjá þessa mörgu texta frá Páli sem boða jafnrétti kynjanna. Og fyrst að þú ert farinn að verja Pál, þá finnst mér að þú ættir að reyna að útskýra hvers vegna þessi vers sem ég vísaði á boða það ekki að karlar séu æðri konum.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.2.2007 kl. 14:39
Gylfi, er það líka synd að giftast fráskildri konu?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.2.2007 kl. 14:42
Já, ég átti við þig, ruglaðist aðeins. Vildi bara athuga hvort þú værir ekki örugglega sjálfum þér samkvæmur.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.2.2007 kl. 17:49
Ég sé að hér er mikið fjör og ef ég hefði meiri tíma, þá myndi ég slást í hópinn, en skyldan kallar. Takk fyrir það Gylfi og vertu velkominn til okkar í Eldstó Café í vor, eða ef þig langar að skoða leirinn, hvenær sem er, bara að hringja þá á undan sér.
G.Helga Ingadóttir, 6.2.2007 kl. 22:23
Takk fyrir að gefa þér tíma og koma við hjá mér á Blogginu og hlakka til að sjá þig í Eldstó Café.
Jesú Kristur er sá sem að birti okkur kærleikann í sinni fallegustu mynd og gangan hans meðal mannanna sýndi það. Hann leysti og læknaði og var þar enginn undanskilinn, sem að til hans leitaði. Eðli Krist hefur ekki breyst og er hann hinn sami í dag og hann var og verður að eylífu.
Hann er mín fyrir mynd, þegar ég er í vafa um sjálfa mig (það er ég oft, enda ekki alvitur) og sá grundvöllur sem að ég leitast við að byggja líf mitt á. Ég skammast mín ekki fyrir það, en ég lít ekki niður á annað fólk, sem að trúir ekki því sama og ég, enda ekki í anda Krists að gera það.
Ritningin segir, leitið og þér munuð finna og svo sannarlega leitað ég af Guði mínum um allt. Mér nægði ekki bókstafurinn einn, heldur leitaði ég hans í anda. Enda sagði Kristur að Guð leitaði þeirra sem að tilbæðu hann í anda og sannleika.
Í þeirri leit minni kom ég víða við, t.d. í jóga, reiki, líföndun, stjörnuspeki, tarrot og fl. Ég fann að tilvera mín var ekki bara það sem séð var með augunum einum, heldur þurfti mín sálarsjón að opnast. Ég þekki 12 spora kerfið mjög vel og fór það fyrst að virka í mínu lífi, eftir að ég tók við Jesú. Þá loksins fékk ég svörin, sem áður voru hulin.
Ekki er það Guði á móti skapi að við leitum og ef að leitin er einlæg, þá trúi ég því að svo sannarlega muni maðurinn finna.
Þess vegna fordæmi ég ekki leit mannsins af Guði sínum, hvað krókaleiðir sem að hún þarf að fara. Maðurinn skoðar hið ytra, en Drottinn skoðar hjörtun. Það sem er hið innra með manninu, hefur meira vægi fyrir Guði heldur en verkin sem að við státum okkur af.
Nú ætla ég að hætta og hafðu engar áhyggjur, ég fer ekki í neinar trúarrökræður við neinn, sem ekki vill það ræða. Ég sjálf hef mjög gaman að velta fyrir mér tilverunni og tilgangi lífsins, en margt annað þarf ég líka að gera, eins og t.d. að þjóna eins vel og mér er unnt, þeim gestum sem að koma í Eldstó Café á sumrin. Heimili og börn, fyrirtæki, tónlist, leirlist og kennsla. Nóg að gera.
G.Helga Ingadóttir, 8.2.2007 kl. 14:41
Ég hef verið fjarri góðu gamni hér um tíma, hef ekki einu sinni á þessari stundu lesið síðustu innleggin, en hafði áður frosið inni með einn lítinn póst, sem ég hugsaði sem svar við innleggi Hjalta þann 3. þ.m. kl. 21.20, en þetta er svar mitt:
Hjalti mistúlkar 10. boðorðið. Þar segir: "Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það [= og heldur ekki neitt (innsk. JVJ)], sem náungi þinn á." Hjalti ályktar ranglega: "Þarna er kona náungans eign hans," en hann les þar kolrangt í textann. Ef Biblían hefði sagt þarna í lokin: "né nokkuð annað, sem náungi þinn á," þá hefði þessi texti farið svolítið nálægt því að segja, að maðurinn eigi konu sína sem eign, en textinn gerir það EKKI. Og hvergi segir Biblían: Konan er eign eiginmanns síns.
Og nú get ég þá farið að lesa framhaldið í umræðunni ykkar.
Jón Valur Jensson, 8.2.2007 kl. 17:27
Takk fyrir að koma við - Jón Valur!
G.Helga Ingadóttir, 8.2.2007 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.