Leiðin opnuð

 

 

Syndandi sálir, sýktar og hrjáðar,

ásjóna óttans - gapandi tóm!

Nærvera drekans - blekkir og pínir

hann lokkar og lýgur,

í hugann smýgur - höggormsins eytur!

Sjá Guð hefur talað:

"Bölvður sértu höggormur,

á kviði þínum skaltu skríða

og mold eta, alla þína ævidaga.

Og fjandskap vil ég setja milli þín og konunnar.

Milli þíns sæðis og hennar sæðis!

Það skal merja höfuð þitt, en þú skalt merja hæl þess!"

Við blóðgátt þess sæðis,

var leiðin opnuð

og háir sem lágir, líf sér keyptu

í dauða síns sjálfs:

Þá fagnandi sálirnar dansinn stigu,

á Guðdómsins bjargi

byggðu hús sín á ný:

"Því að svo elskaði Guð heiminn,

að hann gaf son sinn eingetinn,

til þess að hver sem á hann trúir,

glatist ekki, heldur hafi eylíft líf."

Höfundur Trúkona,  vitnar í 1.Mósebók og í Nýja testamentið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband