Ljósmyndasýning í Eldstó - Eldgos-myndir frá Eyjafjallajökli Ragnars TH Sigurðssonar

Ljósmyndasýning Ragnars TH Sigurðssonar frá gosinu í Eyjafjallajökli verður opnuð í Eldstó Café og Húsi leirkerasmiðsins á Hvolsvelli þann 28.nóvember, þ.e. 1. Sunnudag í Aðventu.  G.Helga Ingadóttir söngkona og Birgir Jóhann Birgisson tónlistarmaður flytja nokkur lög saman við opnun sýningarinnar, sem að verður kl. 15 og má jafnvel eiga von á, óvættum og skemmtilegum uppákomum að auki.eyjafjallajokulsgos-2992-edit.jpg

 
Sýningin sem fer upp í Eldstó Café er sama ljósmyndasýning, sem fer upp hjá Rolls Royce í London á næstunni. Ragnar TH er þekktur fyrir að taka einstæðar myndir af Eldgosum og hefur haldið námskeið fyrir ljósmyndara víðsvegar að úr heiminum í að mynda eldgos. Hann rekur sitt eigið fyrirtæki, Arctic Images  = www.arctic-images.com 
Ragnar TH hóf feril sinn sem blaðaljósmyndari, en fór fljótlega að starfa sjálfstætt. Hann hefur hlotið þrenn CLIO verðlaun og tekið þátt í fjölda sýninga á myndum sínum.


Bókin Eyjafjallajökull eftir Ara Trausta Guðmundsson jarðfræðing og Ragnar TH sem kom út á þessu ári fékk mikla athygli bæði hérlendis og erlendis, seldist strax upp og nú er komin út aftur haust útgáfa af henni, sem verður til sölu ma. í Eldstó. Margar af myndunum í  bókinni verða á sýningunni og eru til sölu. Myndirnar sem verða settar upp á sýningunni, fengu umfjöllun bæði í New York Times og tímaritinu National Geographic í vor og prýddu forsíður beggja blaðanna.

Má einnig geta þess að leirmunirnir sem að eru eftir hjónin í Eldstó, Þór  og Helgu, eru glerjaðir með al-íslenskum Eldfjallaglerungum og því hæfir það einkar vel að hafa slíka sýningu í Eldstó.

Ragnar TH Sigurðsson er stórt nafn í íslenskri ljósmyndun og enginn ætti að láta þessa sýningu fram hjá sér fara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hljómar spennandi, til lukku með þetta Helga mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2010 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband