Ég mótmæli tillögum Mannréttindarráðs Reykjavíkur:

Ef þetta hefur forgang hjá Reykjavíkurborg þá verður maður hugsi um forgangsröðun
verkefna þar sem fátækt og aðrar hörmungar dynja yfir íbúa
borgarinnar.
Hvað með Jólasveina innrætinguna, í 13 daga gefa þeir í skóinn fyrir jólin og mismuna börnum eftir efnum og aðstæðum, samt sem áður er talað um þá sem heilagan sannleika fyrir jólin, bæði í skólum og fjölmiðlum, börnin hvött til að fara snemma í háttinn, til að missa ekki af þeim kumpánum.

Ég fékk bágt fyrir að ég hef kennt mínum börnum að þeir væru bara skemmtilegt ævintýri, byggt á sögusögnum í gegn um áratugina. Áður aðalega til að hræða börn, en nú til að skemmta og skapa stemmningu. Þegar að börnin mín lýstu sinni skoðun og sögðust ekki trúa á jólasveinanna, þá fékk ég alvarlegar athugasemdir frá foreldrum um að ég væri að skemma jólin. Er ekki jólasveina-trúfrelsi í þessu landi.

Mér finnst mikilvægt að börnin mín sjái að ég sé samkvæm sjálfri mér og ljúgi ekki að þeim gegn minni sannfæringu. Þegar að ég var barn, vissi ég vel að jólasveinarnir væru leiknir af mönnum og mér þótti það í fínu lagi. Ég er ekki að tala um lítil börn, en þegar að börnin fara að spyrja, þá vil ég segja satt.

Fyrir jólin í skólanum er mun meira jólasveinatrúboð, en trúboð um Jesú Krist. Ég hef ekki verið í neinni uppreisn við skólann vegna þessa, engu síður er ég óánægð með að það þyki sjálfsagt að ljúga að börnunum og fullorðnir segi fullum hálsi að þeir trúi á jólasveinanna.

Ég gæti sagt fullum hálsi að ég trúi á Jesú og er að segja satt, það er trú mín, en ég leifi mér að efast um að fullorðið fólk í stórum stíl trúi á Jólasveinana, því ef að fólk gerir það, afhverju þá þessar blekkingar að fara út í búð til að kaupa gjafir í skóinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Þakka þér Guðlaug Helga fyrir mjög góða og athyglisverða grein. Þessi svokölluð Jól eru ramm-heiðin hátíð sem "kirkjan" á fyrri öldum fór að kalla fæðingarhátíð frelsarans....

Fyrir um 100 árum var meiri helgiblær yfir þessari hátíð og Guðs orð haft í heiðri, lesin húslestur og bæn, farið í kirkju og látlaust helgihald. Í dag eru þetta að lang mestu Jólasveinajól, gengið í hringum Jólatré að heiðnum sið.
Guðin Mammon dýrkaður en Jesú-barnið hverfur í Jólaumbúðirnar.

Íslensku Jólasveinarnir er ekki beint tákn um heiðarleika og góðmennsku. Þjófar, barnaræningjar og gluggagjæar...o.fl.

Eins og ég sagði, þá held ég ekki jól til að minnast fæðingu Jesú.
Ég minnist fæðingu og komu Hans inn í líf okkar
hvern dag, allt árið.

Óska þér og þínum Guðs blessunar, alla daga.

Shalom kveðja.

Ólafur Jóhannsson, 28.10.2010 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband