Hetjur og átrúnaðargoð

Ég var að lesa yfir bloggið mitt í dag, gamlar bloggfærslu og skoða athugsemdir sem að skrifaðar voru af bloggvinum. Yfir höfuð mög falleg orð í minn garð.

Ég er þannig, að ef að ég set eitthvað á prent, þá reyni ég að vera mjög varkár og eins tillitssöm og mér er unnt.  Í samskiptum er ég ekki þannig, ég er frekar beinskeytt í svörum ef að mér finnst að mér vegið og hef ekki alltaf stjórn á skapi mínu, eða tilfinningum. Ég hins vegar læt ekki eftir mér slíkan munað þegar ég blogga.

Afhverju er ég að tala um þetta. Jú, ég er trúuð manneskja og mín fyrirmynd í lífinu er Drottinn Jesú Kristur, en sannleikurinn er sá að ég er langan veg frá því að vera nokkuð í líkingu við hann. Ég á það til að velta mér upp úr hlutunum, vera auðsærð, móðgast, reiðast, falla í þá gryfju að tala ekki alltaf vel um annað fólk og er mjög ósveigjanleg í því sem að mér finnst. Ég er skapstór og núna, komin á þennan góða aldur sem að ég er á, finnst mér hormónarnir stundum vera að trufla mig. Ég er sem sagt MANNLEG ... 

Ég áttaði mig á því, að það er enginn vandi að setja annað fólk á stall, telja það æðislegar persónur og dáðs af því úr fjarlægð, nú og ef að það bregst, sem að jú það mun alveg örugglega gera, þá fellur það í áliti. Dómur okkar mannanna er harður og miskunnarlaus, við annað fólk og einnig okkur sjálf. Ég átti t.d. einu sinni bróður sem að valdi það að taka sitt eigið líf, þannig dæmi hann sjálfan sig til dauða, hafði ekki miskunn með sjálfum sér, né von. Ég elska hann engu síður og dæmi hann ekki. Blessuð sé minning hans. 

Það er heldur engin vandi að setja sjálfan sig á stall þegar að vel gengur og fyllast af hroka og sjálfs-ánægju, bæði að vera settur á stall og það að gera það sjálfur er slæmur staður til að vera á.  Fallið af stallinum getur verið mjög sársauka fullt.

Ég vil ekki vera sett á stall, hvorki af mér sjálfri, né öðrum. Ég vil heldur ekki láta traðka á mér, það sama á við, hvorki af sjálfri mér né öðrum. Allt sem að ég geri og sú geta sem ég hef, er gjöf og ég hef valið það á þessu augnabliki að vera þakklát, en það þýðir ekki að ég sé stöðuglega þakklát og glöð, því miður er það ekki svo. Tilfinningar koma og fara, mitt er valið, hvað vil ég gera við þær. Hugsanir koma og fara, ég hef líka val þar, hvað vil ég gera við þær. 

Trúin er og hefur verið mér dýrmæt, oft finnst mér allt vera eitthvað svo hégómlegt og ódýrt, tilgangslaust og eftirsókn eftir eitthverju sem að kitlar bara hégóma minn. Þá er gott að geta skoðað sig á heiðarlegan hátt, fara yfir sviðið og finna fjársjóðinn í þessu öllu saman, hvað það er sem að skiptir mig máli, ekki bara mig, því að ég er jú í samfélagi við annað fólk. Hvað skiptir manninn minn máli, börnin mín, móður mína og jú annað fólk sem á vegi mínum verður. Ég get að sjálfsögðu ekki lifað eftir því sem að öðrum finnst, en ég verð samt að læra að lifa í samskiptum við annað fólk í sannleika og heiðarleika.  Læra að vera eiginkona, móðir, dóttir, vinur, manneskja sem að nýtur þess að vera til og gefa af mér það sem Guð hefur gefið mér. Nota mína hæfileika til góðs fyrir sjálfa mig og aðra. Annars er þetta ekki til neins!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 13:22

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þeta er fallegur og góður pistill hjá þér Guðlaug Helga.

Vitanlega erum við langt frá því að vera eins og Kristur, en það hann hann elski okkur með kostum okkar og göllum, það er mikilvæg vitneskja.

Ég er sjálfur meingallaður en get þó huggað mig við það, að Drottinn elskar mig eins og ég er, ég get víst seint orðið eins og ég á að vera.

Ég held að við getum ekkert annað en beðið þess að okkur verði sýnd náð og miskunn og treyst því að svo verði.

Jón Ríkharðsson, 5.11.2010 kl. 01:47

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Enginn er fullkomin, en gullkorn eins og þessi færsla næra sálina, jafnvel þeirra sem ekki hafa sett Jesú sem leiðtoga sinn eins og ég.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2010 kl. 11:22

4 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Takk fyrir að koma við hjá mér yndislega fólk, sem er mannlegt eins og ég. Guð veri með ykkur öllum ..

G.Helga Ingadóttir, 7.11.2010 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband