Hugleiðing um Guð og trú á hann ...

Allir menn eru syndugir og skortir Guðs Dýrð, segir Ritningin. Út frá þeim bæjardyrum séð er maðurinn ekki saklaus, heldur ranglátur.

Hvers vegna er maðurinn ranglátur?

Samkvæmt Ritningunni valdi maðurinn það sjálfur að hafna Guði, þ.e. boðum hans og trúa frekar Djöflinum, þegar hann kom að efasemdum í huga Evu og Adams.

Vegna þess að þau völdu að trúa Djöflinum og hans blekkingum, þá kom bölvun og synd yfir mannkynið. Það vald sem að Adam og Eva höfðu yfir Jörðinni, afhentu þau Djöflinum og samkvæmt Ritningunni er hann Herra Heimsins í dag, en það vald var áður í höndum Adams og Evu, þ.e. fyrir syndafallið.

Þær hörmungar og sú neyð sem í Heiminum ríkir er ekki Guðs vilji, væri það svo, þá hefði hann aldrei opnað neina leið til björgunar fyrir manninn.

Strax í upphafi ákvað Drottinn að koma sjálfur niður til mannkynsins, í líki Sonarins, Jesú, en þeir eru eitt og taka á sig refsingu syndarinnar.

Í fyrstu Mósebók stendur:

Drottinn Guð kallaði á manninn og sagði við hann: "Hvar ertu?"

10Hann svaraði: "Ég heyrði til þín í aldingarðinum og varð hræddur, af því að ég er nakinn, og ég faldi mig." 11En hann mælti: "Hver hefir sagt þér, að þú værir nakinn? Hefir þú etið af trénu, sem ég bannaði þér að eta af?"

12Þá svaraði maðurinn: "Konan, sem þú gafst mér til sambúðar, hún gaf mér af trénu, og ég át."

13Þá sagði Drottinn Guð við konuna: "Hvað hefir þú gjört?" Og konan svaraði: "Höggormurinn tældi mig, svo að ég át."

14Þá sagði Drottinn Guð við höggorminn: "Af því að þú gjörðir þetta, skalt þú vera bölvaður meðal alls fénaðarins og allra dýra merkurinnar. Á kviði þínum skalt þú skríða og mold eta alla þína lífdaga. 15Og fjandskap vil ég setja milli þín og konunnar, milli þíns sæðis og hennar sæðis. Það skal merja höfuð þitt, og þú skalt merja hæl þess."

Ath! Ekki hefur konan sæði. Þetta er fyrsti spádómur Biblíuna um Meyfæðingu Jesú. Höfuð Höggormsins er mynd upp á veldi hans, en Hæll Sæðis Konunnar, Jesú er mynd upp á Krossfestinguna.

Drottinn er ekki maður að hann ljúgi og hann getur eðli síns vegna ekki farið í kring um hlutina, eða gegn boðum sínum. Guð ER SANNLEIKUR!  Hann segir; laun syndarinnar er Dauði og hann tók sjálfur Kross Dauðans á sig og borgað þar með fullt verð syndarinnar. 

En ekki er tími Dómsins kominn enn, í dag er náðardagur og tími Blóðsáttmála Drottins Jesú, hann er sá sem tók á sig alla synd Mannkynsins, mína synd, þína synd. Ennþá er samt val. Við eru sköpuð í Guð mynd, með kraft sköpunar í okkur og frjálsan vilja. Hjarta sem er óuppfyllt án Drottins, hungur sem aldrei er hægt að seðja án Drottins og þrá sem aldrei verður uppfyllt án Drottins. Þrá eftir Kærleikanum, eftir tilgangi. En einnig er í manninum óseðjandi græðgi, ef hann ekki mætir Guði sínum og biður hann um hjálp og miskunn.  Það er hið synduga eðli, sem mannkynið fékk í arf frá forforeldrum sínum. 

Þetta er kanski full barnalegt og einfalt til að geta trúað því, en Jesús sagði að sá sem ekki kæmi til Guðs Föður eins og barn, gæti alldrei inn í himnaríki komist.

Hann sagði líka að Guðs Ríki væri hér!

Hann sagði líka að Guð væri Andi og að það sem að holdinu væri fætt, væri hold, og það sem af Andanum væri fætt, væri Andi. Yður ber að endurfæðast í Anda, sagði Jesú! Að eignast Anda Guðs og þar með meðtaka Guðsríkið innra með okkur.

Efasemdin er sterkast vopn Djöfulsins, en í Trúnni er enginn efi.

Í Jakops bréfi segir;

5Ef einhvern yðar brestur visku, þá biðji hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og honum mun gefast. 6En hann biðji í trú, án þess að efast. Sá sem efast er líkur sjávaröldu, er rís og hrekst fyrir vindi. 7Sá maður, tvílyndur og reikull á öllum vegum sínum, má eigi ætla, 8að hann fái nokkuð hjá Drottni.

Trúin segir já og Amen, verði svo. Trúin treystir Guði og hafnar Efanum.

Guð blessi þig Ólafur Þór og mætti hann sjálfur mæta þér og sannfæra, því að enginn er betur til þess fallinn, en Drottinn sjálfur. Ég er bara manneskja, en trúi og finn að Drottinn leiðir mig og blessar. 

Guð er ekki hægt sanna, eins og svo margt sem að menn telja vera sannleika og fjöldi manna trúa. Margt er sagt í fréttum sem að ekki er endilega satt, engu síður trúa menn því.

Trúin er sá kraftur sem að gerir hið ókleifa kleift. Sannleikurinn ER og hann er óumbreytanlegur, en það er maðurinn ekki, né heldur tíminn. Tíminn er einhver stærð í Alheiminum, en Guð ER ÓENDANLEGUR OG EYLÍFUR. Hann ER!

Kraftur Guðs vekur alltaf spurningar og efasemdir, en til að taka við Krafti Guðs og veru, þarf efasemdin að víkja fyrir Trúnni. Engu síður er Trúin gjöf frá Guði til manns sem að hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, sannleikanum og KÆRLEIKANUM.  Ef Trúna skortir, þá er til sú bæn, sem að auðmjúklega biður Guð um að gefa Trú, Guð Trú. Guð talaði og það varð. Trú Guðs virkar sem skapandi afl, trú sem að maðurinn eignast frá Guði, virkar þannig líka.

En ef þú eða ég, hver sem er vill fá svar frá Guði og sönnun um hans tilvist, er svarið þetta: "Hver sá sem að auðmýkir sig fyrir Guði og leitar hans af einlægni, mun finna hann! 

Ég skil vel að þú spyrjir og svo sannarlega á maður ekki að taka við hverju sem er í hjarta sitt, en Guð er þess vel megnugur að mæta hverjum sem hans leitar, Því Jesús lifir og hann er sá sem sagði/segir; "ÉG ER !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það versta fyrir þig er að sá Jesú sem þú ert að dýrka, hann var aldrei til... Ekki guð heldur; Þetta er svikamylla kaþólsku kirkjunnar sem þú ert að ákalla.

doctore (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 10:30

2 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af mér, trúin er í hjarta mínu og henni er ekki hægt að ræna. Skoðaðu frekar sjálfan þig og gerðu upp við þig hvað þú vilt, ég vel fyrir mig.

G.Helga Ingadóttir, 1.11.2010 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband