Færsluflokkur: Lífstíll
Sunnudagur, 24. janúar 2016
Er stefna Ríkisins að hafa fátækrafæðu á sjúkrahúsum landsmanna?
Ég fór nýverið í liðskipta aðgerð á mjöðm og þurfti í kjölfarið að liggja inni á sjúkrahúsi. Aðgerðin var gerð í Fossvoginum, sem að ég kalla alltaf Borgarspítala, en hefur hann jú annað nafn í dag. Ég var þar inni einungis í sólarhring, þar sem að ég var síðan flutt í sjúkrabíl nær minni heimabyggð, sem að er á Hvolsvelli, sem sagt á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þar lá ég inni í 5 daga.
Sú máltíð sem að ég fékk á Borgarspítalanum var nokkuð góður fiskur og ágætis hafragraut í morgunverð, meira veit ég ekki um matseðilinn þar. Hins vegar verð ég að segja að ég var bæði hissa og eiginlega hneigsluð á matseðlinum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Á spítala er fólk viðkvæmt eftir aðgerðir, eða veikindi og þolir ekki hvað sem er í magann. Ég hélt að næg væri þekkingin í dag á mataræði til þess að gera góðan og hollan matseðil fyrir sjúklinga. Svo virðist sem að sú þekking sé að engu höfð þegar þessi matseðill var hannaður.
Í stuttu máli, þá er morgunverðurinn kannski allt í lagi, hafragrautur, eða AB mjólk og ávöxtur, egg og einhver drykkur. Hádegisverður er heitur, fiskur með soðnu grænmeti, sem er í lagi ( ekkert salat) eða kjötmáltíð. Það sem eftir er dags er meira og minna brauð með áleggi, kæfa, spægipylsa, skinka, hangikjöt, ostur og ef maður er heppinn er hægt að fá egg, gúrku eða tómata. Einnig er boðið upp a matarkex og kremkex frá Frón, sem og súkkulaði kex, en ef menn biðja um, þá er jú hægt að fá hrökkbrauð með osti. Súpugutl á kvöldin, sem að er svo metnaðarlaus, að ég get ekki gert mér í hugarlund úr hverju hún er búin til og meira brauð með ofangreindu áleggi. Einnig er stundum skyr. Undirrituð kann mjög vel að gera góðar og hollar súpur og veit því vel hvað hún er að tala um. Kvöldhressing er brauð og aftur brauð, jafnvel ávöxtur. Einu tók ég sérstaklega eftir, að ekki var eitt salatblað í boði, hvað þá gott t.d. grískt salat!
Þetta er sem sagt matseðillinn í hnotskurn og engin furða þó að allir sjúklingar séu settir á hægðalyf og jafnvel þvagræsilyf.
Hvað er eiginlega málið, afhverju er ekki notuð sú þekking sem að er til. Þessi matseðill á ekki heima á spítala að mínu viti, enda gat ég ekki borðað, vegna ógleði og vanliðan og þó svo það væri þannig, kom enginn að tali við mig um það, né voru neinar lausnir varðandi mína líðan, hvað þetta snerti. Ég fékk einfaldlega ekkert annað. Aldrei var mér boðinn t.d. einhver orkuríkur drykkur eða búst og þannig var það allan dagana sem ég var inni á spítala. Bara svelti og að ná mér eftir stóra aðgerð, þar sem að næring er stór þáttur í batanum.
Ég var á Heilsuhælinu í Hveragerði 2011 um mánaðarskeið og þar þurfti ekki nokkur maður á hægða-eða þvagræsilyfjum að halda. Afhverju? Jú, fæðan er einfaldlega þannig að hún örvar líkamsstarfsemina og það var enginn svangur þar heldur, þó svo að brauð væri af mjög skornum skammti. Eins finnst mér að unnin kjötvara eigi ekki að sjást inni á Spítölum landsins, né kex. Ég tek það fram að ég er ekki grænmetisæta, en þegar að fólk er veikt, þá þarf það uppbyggilega fæðu og sérlega holla til að ná heilsu. Lyf er jú nauðsynleg í mörgum tilfellum, en hvernig væri að setja kraft í að breyta stefnu sjúkrahúsanna á átt að Heilsustofnun NFLI, það er alveg í lagi að hafa inni fisk og hvítt kjöt, en rautt kjöt er of þungmelt fyrir sjúklinga. Eins að koma út öllu þessu áleggi sem að er bara óholt og ofnæmisvaldur fyrir marga, og engin þörf á sem dagleg fæða. Hveitibrauð í öll mál er bara kítti inní þarmaflóruna, hvað er málið að bjóða upp á slíkt og síðan hægðalyf. Eru menn ekki með öllum mjalla? Öll þessi þekking, en heilbrigðisstofnunum Ríkisins virðis ekki nota hana. Mér finnst þetta mjög ámælisvert og það er í mínum huga skylda Ríkisins að nota þessa þekkingu, sem að hefur fleytt fram svo um á síðustu áratugum, ekki síður en aðra þekkingu á meðferðum og lækningu sjúkdóma.
Ég hef um árabil tamið mér holla lífshætti í fæðuvali og nota svo til aldrei unna matvöru. Ég er ekki þannig fanatísk að ég geti ekki smakkað slíkt, en hjá mér er þetta eins og sælgæti, bara stundum. Eins borðum við í æ minna mæli rautt kjöt, ég elska samt lambakjötið okkar, tel það hollt í hæfilegum skömmtum.
Ef ég sem er ekki menntaður næringarfræðingur, hef samt þessa þekkingu til að bera, hvað þá heilbrigðisstarfsmenn og þeir sem fara fyrir stjórn Spítalanna. Ég skora á þá að breyta stefnu Ríkisspítalanna hið snarasta, ekki seinna en strax, því að heilsa okkar er í húfi.
Bestu þakkir G.Helga Ingadóttir
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
ghelga
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Nota bene
Eldstó Art Café / Bistro / Pottery / Guesthouse
Nytjalist er fátíð á Íslandi í þeirri mynd sem að sést í Eldstó. Þar sem að Eldstó er einnig með kaffihús /Bistro, að þá er hægt að upplifa listina á staðum, í góðum kaffibolla. âEldfjallaglerungarâ unnir úr Hekluvikri, Búðardalsleir og öðum eldfjallaefnum eru á hlutunum í Eldstó. Á Skjánum í Eldstó má sjá myndbönd sem að sýna þau hjónin við vinnu sína. Íslensk hönnun, íslenskt handverk, það er það sem þú færð í Eldstó Art â Gallery.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- snorribetel
- jonvalurjensson
- zeriaph
- baenamaer
- vglilja
- goodster
- tona
- klaralitla
- omarragnarsson
- olijoe
- ottarfelix
- nonniblogg
- hognihilm64
- icekeiko
- vonin
- gessi
- gattin
- enoch
- prakkarinn
- ippa
- ghordur
- alit
- joninaben
- biddam
- kolgrima
- ruth777
- eyjann
- sirrycoach
- bene
- saxi
- thormar
- aglow
- saedis
- stingi
- malacai
- valdis-82
- rannug
- siggith
- garun
- rosaadalsteinsdottir
- morgunstjarna
- kafteinninn
- thelmaasdisar
- genesis
- meyfridur
- drengur
- perlaoghvolparnir
- brandarar
- jyderupdrottningin
- saedishaf
- eyglohjaltalin
- hebron
- trumal
- topplistinn
- krist
- muggi69
- bryndiseva
- ingaghall
- angel77
- bassinn
- thjodarheidur