Nú ætla ég sko að blogga

Það er orðið langt síðan að ég hef bloggað, svona tímabil þar sem að ég bara nennti ekki að hafa skoðanir á öllum sköpuðum hlutum. Ég hef jú mín grundvallar gildi og lífsskoðanir, sem að má kannski rekja til míns bakgrunns, en ekki síður til kristinsdómsins.Það sem að Kristur sagði og gerði, hann var og er þessi góða fyrirmynd, sem að svo gott er að spegla sig í.

Ég er nú komin af mínu léttasta skeiði og finn hvernig góð heilsa og gott samband við mína nánustu skiptir mig hvað mestu máli. Margir af þeim eru jú búnir að kveðja þennan heim og vonandi komnir í faðm föðurins, ég vil trúa því, það er mín huggun, þegar ég sakna og syrgi. Vissulega hef ég haft mínar efasemdir um tilvist Guðs, en í mínu innsta finn ég þörfina fyrir því að eiga Guð að og geta talað við hann um allt, bæði gott og illt.

Það er svo mikilvægt að vera heiðarlegur og þá ekki síst við sjálfa sig, því að allar lygar og blekkingar koma í bakið á manni, það er einhvern vegin bara þannig.  Ég vil vera heiðarleg, ég vil vera góð við menn og dýr, en stundum nær þessi sjálfselska yfirtökunum, ég er ekki öðruvísi en aðrir menn þar, þá er gott að muna að elska Guðs er skilyrðislaus, alveg eins og ég elska börnin mín, þó svo þau séu stundum mjög sjálfsupptekin, þá finnst mér þau yndisleg og vil þeim allt það besta.

Ég er búin að missa bæði foreldri mín og bróður minn, sem ég missti ég ung, en ég á systur á lífi og er þakklát fyrir það. Ég ætla að minna mig á að sinna henni betur, en hún er einstæðingur. 

Takk fyrir mig í dag

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Frábært.

Már Elíson, 8.12.2015 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ghelga

Höfundur

G.Helga Ingadóttir
G.Helga Ingadóttir

Réttlæti, samúð, uppræta spillingu, meiri heiðarleika og minni hræsni, segja sannleikann og burt með óttann

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...51121_009_3
  • ...0151121_009
  • ...r_eldsto--2
  • ...r_500x450px
  • ...hringur_1

Nota bene

Eldstó Art Café / Bistro / Pottery / Guesthouse

Nytjalist er fátíð á Íslandi í þeirri mynd sem að sést í Eldstó. Þar sem að Eldstó er einnig með kaffihús /Bistro, að þá er hægt að upplifa listina á staðum, í góðum kaffibolla. „Eldfjallaglerungar“ unnir úr Hekluvikri, Búðardalsleir og öðum eldfjallaefnum eru á hlutunum í Eldstó. Á Skjánum í Eldstó má sjá myndbönd sem að sýna þau hjónin við vinnu sína. Íslensk hönnun, íslenskt handverk, það er það sem þú færð í Eldstó Art – Gallery.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband