Færsluflokkur: Bloggar

Áramótaheit 2019

Árið 2019 er afmælis ár hjá Eldstó Art Café, en þá erum við að sigla inní 15. árið hér á Hvolsvelli. Við hjónin erum bæði úr Reykjavík, fluttum fyrst á Selfoss um síðustu áldamót og byrjuðum í bílskúrnum með leirinn okkar. Fluttum svo á Hvolsvöll 2004 og keyptum gamla pósthúsið þar. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og Eldstó byggðist upp, fórum í gegn um kreppu og eldgos í Eyjafjallajökli - stækkuðum við okkur tvívegis og erum nú komin með 5 - 6 starfsmenn í vinnu allt árið, en á há-vertíð eru u.þ.b. 12 - 14 starfsmenn. 

Ekki getum við sagt að Hvolsvellingar hafi haldið okkur uppi, eða stutt við okkar rekstur með viðskiptum sínum við okkur, því ansi margir hafa alldrei inn fyrir dyrnar komið, ekki einu sinni af forvitni til að sjá hvernig þetta liti nú allt saman út. Fólk sem við erum vel málkunnug - hittum í heita pottinum í góðu spjalli, en hafa alldrei komið í Eldstó og eru trúlega ekki á leiðinni heldur. 

Ekki veit ég allveg hvað veldur þessu áhugaleysi og jafnvel andúð heimamanna, en hef heyrt því fleygt að ég persónulega sé á milli tannanna á fólki. Hverjir það eru, veit ég ekki, enda vil ég ekki vita það, vil ekki vera með myndir af óvildarmönnum í huga mér. 

Hvað veldur því að menn haga sér á þennan hátt? Þetta er ein tegund af einelti, menn gera sér kannski ekki grein fyrir því, en einelti er það engu síður. 

Ég hef mikið hugsað um þetta, reynt að skilja, reynt að sætta mig við, þegja og ekkert segja og alls ekki opinberlega, því að það gæti skapað ennþá verra umtal, látið þann ótta stjórna mér. 

En inní árið 2019 ætla ég mér að fara á nýjan hátt. Ég ætla ekki að láta ÓTTANN stjórna mér, heldur tala og ekki þegja. 

Ég veit að þið vitið hver þið eruð, ég veit að einhverjir vita hverjir það voru sem að jöfnuðu niður við jörðu vegskiltið okkar með stórri vinnuvél, eftir að við höfðum hreinsað af því svarta spreyið, skemmdarverk sem var unnið á skiltinu. Það var óþægileg tilfynning að finna þetta hatur, án þess að hafa hugmynd um hverjir væru að verki. EN ÞIÐ VITIÐ HVER ÞIÐ ERUÐ OG EINHVERJIR AÐRIR SEM AÐ ÞEKKJA YKKUR VITA ÞAÐ LÍKA. ER HÆGT AÐ VERA STOLTUR AF SJÁLFUM SÉR EFTIR SVONA VERKNAÐ????


Er stefna Ríkisins að hafa fátækrafæðu á sjúkrahúsum landsmanna?

Ég fór nýverið í liðskipta aðgerð á mjöðm og þurfti í kjölfarið að liggja inni á sjúkrahúsi. Aðgerðin var gerð í Fossvoginum, sem að ég kalla alltaf Borgarspítala, en hefur hann jú annað nafn í dag. Ég var þar inni einungis í sólarhring, þar sem að ég var síðan flutt í sjúkrabíl nær minni heimabyggð, sem að er á Hvolsvelli, sem sagt á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þar lá ég inni í 5 daga.

Sú máltíð sem að ég fékk á Borgarspítalanum var nokkuð góður fiskur og ágætis hafragraut í morgunverð, meira veit ég ekki um matseðilinn þar. Hins vegar verð ég að segja að ég var bæði hissa og eiginlega hneigsluð á matseðlinum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Á spítala er fólk viðkvæmt eftir aðgerðir, eða veikindi og þolir ekki hvað sem er í magann. Ég hélt að næg væri þekkingin í dag á mataræði til þess að gera góðan og hollan matseðil fyrir sjúklinga. Svo virðist sem að sú þekking sé að engu höfð þegar þessi matseðill var hannaður.  

Í stuttu máli, þá er morgunverðurinn kannski allt í lagi, hafragrautur, eða AB mjólk og ávöxtur, egg og einhver drykkur. Hádegisverður er heitur, fiskur með soðnu grænmeti, sem er í lagi ( ekkert salat) eða kjötmáltíð. Það sem eftir er dags er meira og minna brauð með áleggi, kæfa, spægipylsa, skinka, hangikjöt, ostur og ef maður er heppinn er hægt að fá egg, gúrku eða tómata. Einnig er boðið upp a matarkex og kremkex frá Frón, sem og súkkulaði kex, en ef menn biðja um, þá er jú hægt að fá hrökkbrauð með osti.  Súpugutl á kvöldin, sem að er svo metnaðarlaus, að ég get ekki gert mér í hugarlund úr hverju hún er búin til og meira brauð með ofangreindu áleggi. Einnig er stundum skyr. Undirrituð kann mjög vel að gera góðar og hollar súpur og veit því vel hvað hún er að tala um. Kvöldhressing er brauð og aftur brauð, jafnvel ávöxtur. Einu tók ég sérstaklega eftir, að ekki var eitt salatblað í boði, hvað þá gott t.d. grískt salat!

Þetta er sem sagt matseðillinn í hnotskurn og engin furða þó að allir sjúklingar séu settir á hægðalyf og jafnvel þvagræsilyf.

Hvað er eiginlega málið, afhverju er ekki notuð sú þekking sem að er til. Þessi matseðill á ekki heima á spítala að mínu viti, enda gat ég ekki borðað, vegna ógleði og vanliðan og þó svo það væri þannig, kom enginn að tali við mig um það, né voru neinar lausnir varðandi mína líðan, hvað þetta snerti. Ég fékk einfaldlega ekkert annað. Aldrei var mér boðinn t.d. einhver orkuríkur drykkur eða búst og þannig var það allan dagana sem ég var inni á spítala. Bara svelti og að ná mér eftir stóra aðgerð, þar sem að næring er stór þáttur í batanum.

Ég var á Heilsuhælinu í Hveragerði 2011 um mánaðarskeið og þar þurfti ekki nokkur maður á hægða-eða þvagræsilyfjum að halda. Afhverju? Jú, fæðan er einfaldlega þannig að hún örvar líkamsstarfsemina og það var enginn svangur þar heldur, þó svo að brauð væri af mjög skornum skammti. Eins finnst mér að unnin kjötvara eigi ekki að sjást inni á Spítölum landsins, né kex. Ég tek það fram að ég er ekki grænmetisæta, en þegar að fólk er veikt, þá þarf það uppbyggilega fæðu og sérlega holla til að ná heilsu. Lyf er jú nauðsynleg í mörgum tilfellum, en hvernig væri að setja kraft í að breyta stefnu sjúkrahúsanna á átt að Heilsustofnun NFLI, það er alveg í lagi að hafa inni fisk og hvítt kjöt, en rautt kjöt er of þungmelt fyrir sjúklinga. Eins að koma út öllu  þessu áleggi sem að er bara óholt og ofnæmisvaldur fyrir marga, og engin þörf á sem dagleg fæða. Hveitibrauð í öll mál er bara kítti inní þarmaflóruna, hvað er málið að bjóða upp á slíkt og síðan hægðalyf. Eru menn ekki með öllum mjalla? Öll þessi þekking, en heilbrigðisstofnunum Ríkisins virðis ekki nota hana. Mér finnst þetta mjög ámælisvert og það er í mínum huga skylda Ríkisins að nota þessa þekkingu, sem að hefur fleytt fram svo um á síðustu áratugum, ekki síður en aðra þekkingu á meðferðum og lækningu sjúkdóma.

Ég hef um árabil tamið mér holla lífshætti í fæðuvali og nota svo til aldrei unna matvöru. Ég er ekki þannig fanatísk að ég geti ekki smakkað slíkt, en hjá mér er þetta eins og sælgæti, bara stundum. Eins borðum við í æ minna mæli rautt kjöt, ég elska samt lambakjötið okkar, tel það hollt í hæfilegum skömmtum.

Ef ég sem er ekki menntaður næringarfræðingur, hef samt þessa þekkingu til að bera, hvað þá heilbrigðisstarfsmenn og þeir sem fara fyrir stjórn Spítalanna. Ég skora á þá að breyta stefnu Ríkisspítalanna hið snarasta, ekki seinna en strax, því að heilsa okkar er í húfi.

 

 

Bestu þakkir   G.Helga Ingadóttir


Nú ætla ég sko að blogga

Það er orðið langt síðan að ég hef bloggað, svona tímabil þar sem að ég bara nennti ekki að hafa skoðanir á öllum sköpuðum hlutum. Ég hef jú mín grundvallar gildi og lífsskoðanir, sem að má kannski rekja til míns bakgrunns, en ekki síður til kristinsdómsins.Það sem að Kristur sagði og gerði, hann var og er þessi góða fyrirmynd, sem að svo gott er að spegla sig í.

Ég er nú komin af mínu léttasta skeiði og finn hvernig góð heilsa og gott samband við mína nánustu skiptir mig hvað mestu máli. Margir af þeim eru jú búnir að kveðja þennan heim og vonandi komnir í faðm föðurins, ég vil trúa því, það er mín huggun, þegar ég sakna og syrgi. Vissulega hef ég haft mínar efasemdir um tilvist Guðs, en í mínu innsta finn ég þörfina fyrir því að eiga Guð að og geta talað við hann um allt, bæði gott og illt.

Það er svo mikilvægt að vera heiðarlegur og þá ekki síst við sjálfa sig, því að allar lygar og blekkingar koma í bakið á manni, það er einhvern vegin bara þannig.  Ég vil vera heiðarleg, ég vil vera góð við menn og dýr, en stundum nær þessi sjálfselska yfirtökunum, ég er ekki öðruvísi en aðrir menn þar, þá er gott að muna að elska Guðs er skilyrðislaus, alveg eins og ég elska börnin mín, þó svo þau séu stundum mjög sjálfsupptekin, þá finnst mér þau yndisleg og vil þeim allt það besta.

Ég er búin að missa bæði foreldri mín og bróður minn, sem ég missti ég ung, en ég á systur á lífi og er þakklát fyrir það. Ég ætla að minna mig á að sinna henni betur, en hún er einstæðingur. 

Takk fyrir mig í dag

 


Um bloggið

ghelga

Höfundur

G.Helga Ingadóttir
G.Helga Ingadóttir

Réttlæti, samúð, uppræta spillingu, meiri heiðarleika og minni hræsni, segja sannleikann og burt með óttann

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...51121_009_3
  • ...0151121_009
  • ...r_eldsto--2
  • ...r_500x450px
  • ...hringur_1

Nota bene

Eldstó Art Café / Bistro / Pottery / Guesthouse

Nytjalist er fátíð á Íslandi í þeirri mynd sem að sést í Eldstó. Þar sem að Eldstó er einnig með kaffihús /Bistro, að þá er hægt að upplifa listina á staðum, í góðum kaffibolla. „Eldfjallaglerungar“ unnir úr Hekluvikri, Búðardalsleir og öðum eldfjallaefnum eru á hlutunum í Eldstó. Á Skjánum í Eldstó má sjá myndbönd sem að sýna þau hjónin við vinnu sína. Íslensk hönnun, íslenskt handverk, það er það sem þú færð í Eldstó Art – Gallery.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband