Ég er bara Púsl í púsluspili Drottins!

Jesús er lífið og ég er bara púsl í púsluspili. Þegar púslið er að reyna að koma sér sjálft fyrir á vitlausum stað í púsluspilinu, þá rekast hornin svo sannarlega á. Einhvernvegin ganga hlutirnir ekki alveg upp.

 

Að vera á þeim stað sem að Guð hefur skapað mig til að vera á, að vinna þau verk sem að hann hefur kallað mig til, að blessa systkini mín í Kristi, í stað þessa að öfunda þau, hneykslast á þeim og annað í þeim dúr, er góður staður að vera á.

Það er óskastaðurinn, að vera í vilja Guðs.

Berið byrðarnar með hvort öðru, grátið með grátendum og hlæið með hlæjendum, segir Orðið.

 

Þegar ég veit hver ég er í Kristi, þá truflar heimurinn mig ekki, þá trufla mínar langanir mig ekki á sama hátt og áður, því Andi hans leiðir mig, en ekki mitt eigið hold. Vissulega hef ég langanir og þrár, Guð skapaði mig þannig, en ég treysti Jesú fyrir þeim. Hann mun mæta mér og ég þarf því ekki að horfa á hvað aðrir hafa. Jesús vill gefa mér líf í nægtum, hann vill gefa mér það besta.

Jesús vill að allt harmoneri saman, að allt flæði í eina átt, lofgjörð til Drottins, Skapara Alheimsins.

Þegar að ég er haldin hugsýki og leiða, þá lofa ég ekki Guð. Þegar ég er vonlaus og þreytt, þá lofa ég ekki Guð. Þegar ég er veik, reið, löt, eða óuppfyllt á einhvern hátt, þá lofa ég ekki Guð. Ég veit um þann sem að vill hafa mig á þessum stað. Mitt eigið hold, sem að aldrei fær nóg og þann sem vill ekki að ég lofi Guð, þ.e. Satan!

Mér finnst sem að ég sjái allt í nýju ljósi núna, þegar ég gef mér tíma til að hitta Jesú og kynnast Jesú. Andi hans leysir mig frá erfiðum tilfinningum og ranghugmyndum um mig sjálfa og aðra. Við erum öll manneskjur, sem að þurfum á kærleika Guðs að halda og ef ég leifi Guði að höndla mig, þá er ég betur í stakk búin, til að gefa frá mér kærleika Guðs, sem að birtist í Drottni Jesú, í hans Heilaga Anda.

Að ganga í fyrirgefningu Drottins, sem er að þyggja hans náð og fyrirgefningu og fyrirgefa öðrum, það er FRELSI!

Að fyllast af þeim sem hefur allt í sinni hendi er KRAFTUR! 

Að játa sigur Drottins yfir ÖLLUM ANDANNA HEIMI, ER VALD!

Að taka við því sem Jesús vill gefa mér, GEFUR DJÖRFUNG OG KRAFT, TIL AÐ FRAMGANGA Í HANS VALDI!

ÞESS VEGNA VEL ÉG JESÚ, HANN ER SÁ SEM ALLT SNÝST UM, HANN ER KONUNGUR OG SKAPARINN!

 

AMEN!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndisleg lesning .Takk Drottinn blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 08:10

2 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Nú er ég komin á ról, svolítið þreytt, en glöð og þakklát. Þú ert til að auka á gleði mína í dag, Birna! Takk fyrir að koma við!

G.Helga Ingadóttir, 12.11.2007 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband