Fyrirgefning!

Í dag nálgast tími Krossins og Upprisunnar, tími lausnar og fyrirgefningar. Ég bið þess að mér mætti auðnast að ganga fram í þeirri fyrirgefningu, sem að Guð gaf mér, með því að deyja og rísa upp fyrir mig.

Frelsisverkið er þetta, að þegar ég tek við Anda Krists, þá er ég ný sköpun í Kristi, hið gamla verður að engu og nýtt er orðið til. Sæði Heilags Anda fæðist í hjarta mitt, en ég verð að veita því næringu og biðja Jesú um að vökva það með nærveru sinni. Upp rís nýr maður í Kristi, sá gamli er deyddur með upprisukrafti Krists. Þvílíkt kraftaverk og svo einfalt að allir geta veitt því viðtöku. Réttlæti Guðs fer ekki í manngreinarálit.

Gangan með Jesú er hafin og ævintýri trúarinnar framundan, spennandi og ögrandi, því að til að ganga veginn, þarf úthald, djörfung og kraft, sem að Guð gefur þeim sem hans leita. Kærleiki Drottins ER og fyllir alla veru þess manns, sem um hann biður. Auðmýktu þig undir Guðs heilögu hönd og hann mun á sínum tíma, upphefja þig, er loforð Guðs.

Guð er ekki maður að hann ljúgi og öll hans fyrirheiti standa. Trúin er lykillinn að fyrirheitum Guðs, að þau nái að uppfyllast, því að Guð starfar í sínum Heilaga Anda í gegn um trúna.

En það sem Guð þráir mest er að fylla okkur af sínum kærleika og fyrirgefningu, því að Jesús opinberaði þann vilja Guðs með göngu sinni á jörðinn. Hann gekk um, læknaði, leysti og seðjaði hungur og vilji Drottins er óbreyttur hvað þetta varðar. Að mæta sál í þörf er það sem að Guð vill.

Megi mannkynið taka við fyrirgefningu og kærleiksverki Guðs, í Kristi Jesú!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Ljós til þín og þess sem þú skrifa

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.4.2007 kl. 11:09

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðilega páska G. Inga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2007 kl. 12:10

3 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Takk fyrir komuna á síðuna mína og Gleðilega Páska, til ykkar beggja.

G.Helga Ingadóttir, 4.4.2007 kl. 21:10

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2007 kl. 09:28

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen Helga mín, góð grein hjá þér að venju. Gleðilega páska !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.4.2007 kl. 22:22

6 Smámynd: Högni Hilmisson

Annaðhvort er yfirskilvitlegur máttur skynsemi þinnar á ferð, eða það sem mig helst grunar. nærvera og leiðsögn Heilags Anda sé með þér og umhverfis þig. þú mátt sannarlega vel halda áfram í þessum Anda , þú ert á réttri leið. kær kveðja .

Högni Hilmisson, 22.4.2007 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband