Er þetta orsök eineltis - eða hvað ?

 Frá því að ég var barnung, hef ég velt fyrir mér, hvers vegna menn eru dregnir í dilka, eftir stétt og stöðu í þjóðfélaginu. Ég hugsaði mikið um það hvernig fólk talaði um annað fólk, hvers vegna sumum "vegnaði vel", en öðrum síður vel.  

Fólk er sífellt í samanburði við aðra og byrjar sá samanburður strax í æsku. Samanburður með útlit, getu, vinsældir eða óvinsældir o.s.f.v. Allir þurfa fá viðurkenningu og samþykki frá öðrum, en gengur misvel eða bara illa að öðlast það.

Fullorðið fólk, er eins og börnin á mjög misjöfnum stað í þroska og ekki eru allir meðvitaðir um hvernig þeir eru og tala um annað fólk. Börnin fá fyrirmyndina hjá fullorðna fólkinu, sem að tjáir sig oft mjög óvarlega um náungann í þeirra eyru. Menn eru teknir af lífi í orðlýsingum hinna eldri oft á tíðum og yfirlýsingar eins og; þetta er nú allgjör fæðingarhálviti eða fífl, eða jafnvel að það ætti nú bara að skjóta hann, hljóma í eyrum barnanna.

 

Menn ákveða jafnvel að börn þessara fífla, séu auðvita fædd fífl, það sé nú bara genískt.

Eða vegna orðróms um einhvern, að þá er sá hinn sami tekinn með miklum fyrirvara, menn eru yfirleitt alltaf tilbúnir að dæma.

 

Ég held því fram, að við hinir fullorðnu á margan hátt, eigum stóran þátt í því að kenna börnum að leggja aðra í einelti. Börnin okkar heyra hvernig við tölum um aðra og á þessu mikla mótunartíma uppvaxtaráranna, höfum við hin sem eldri erum, mjög mikil áhrif á hvernig viðhorf barnanna okkar eru og verða gagnvart öðru fólki.

Ég er ekki að segja að allt eigi að samþyggja sem gott og gilt, en að formæla öðrum, eða gera lítið úr öðru fólki með niðrandi yfirlýsingum, er rangt og hefur allveg ótrúleg áhrif.

Tungan talar dauða og tungan talar líf; stendur í hinni helgu Bók. Það sem að við tölum út hefur skapandi áhrif, til góðs eða ills.

 

Sumir, sem að kanski hefðu átt góða möguleika á að vegna vel í lífinu, völdu að taka líf sitt, sökum niðurbrjótandi áhrifa eineltisins. Einstaklingurinn upplifði sig misheppnaðan og allgjörlega vonlausan, því fór sem fór.

Einelti er grafarvallegt mál og á sér oft mjög djúpar rætur. Sumir lenda í því að fá hvorki samþykki úr sinni eigin fjöldskyldu, eða í því samfélgi sem þeir eru í fyrir utan heimilið.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar, er sagt, en ég segi aðgát skal líka höfð þegar við tölum um aðra. Að vera ekki gefið tækifæri á að kynna sig, vegna þess að viðmótið sem mætir einstakling í hópnum er fálæti og afskiftaleysi, eða bara fjandsamlegt, er niðurbrjótandi.

 

Þessi hugleiðing hefur legið á hjarta mínu lengi, þar sem að málið er mér mjög skylt. Ég var sjálf eineltis barn, líka bróðir minn, enn hann beið þess alldrei bætur og á ögurstundu, tók hann líf sitt.

Allir eiga rétt á að taka þátt í samfélaginu og eiga vini. Allir hafa þörf á að elska og vera elskaðir, að öðlast tækifæri og viðurkenningu á tilveru sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þetta er góður pistill og vekur mann til umhugsunar um að gæta tungu sinnar og framkomu. Við erum öll fólk með tilfinningar og þörf fyrir viðurkenningu. Það er rétt hjá þér, allir hafa þörf fyrir að elska og vera elskaðir, að öðlast tækifæri og viðurkenningu á tilveru sinni. Ég er sammála öllu sem þú segir í þessum pistli.

Bestu kveðjur og takk. Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 30.3.2007 kl. 16:27

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.3.2007 kl. 09:51

3 Smámynd: Kolgrima

Þetta er falleg hugleiðing

Kolgrima, 31.3.2007 kl. 14:55

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

"Aðgátt skal gætt í nærveru sálar", er sagt, einelti er með því versta sem barn getur lent í, ég vona að samtök eins og Regnbogabörn geti haft tilætluð áhrif á börn í dag, til þess að vekja athygli á hversu alvarlegar afleiðingar þetta getur haft í för með sér, eins og í tilfelli bróður þíns þar sem þú átt alla mína dýpstu samúð.

Það er gott að lesa greinarnar þínar Helga, yfir þér hvílir friður Guðs.
Ég vona bara að það sé smitandi !  
Guð blessi þig og þína fjölskydu og megi ásjóna hans hvíla yfir þér.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.3.2007 kl. 21:48

5 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Guð blessi þig líka Guðsteinn Haukur og veri með þér. Það er gott að heyra að Andi Guðs sé með mér, því að í sjálfri mér er ég breysk manneskja og þarf öllum stundum að minna mig á að Guð er yfir öllu, veit allt og er einn fær um að dæma réttlátlega. Því bið ég hann að fyrirgefa mér mínar sjálfselskulegu hugsanir og gjörðir og vona að í dag sé ég skrefinu framar enn í gær. Guð blessi ykkur öll!

G.Helga Ingadóttir, 4.4.2007 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband