Kreppa eða blessuna ?

Ég er að hugleiða þessa dagana, hvort þetta sé allt svo slæmt, hvernig er komið fyrir Íslensku þjóðinni. Stundum hafði ég það á tilfinningunni að þetta gæti ekki farið vel, við flugum svo hátt í velgengninni, að ýmislegt sem betur mátti fara, var ekki virt viðlits.

Hvað á ég við? Mér fannst t.d. erfitt að ala upp börn í því áreiti, þar sem að hamingjan var á sölubás og ef þú áttir bara nógu mikið af peningum, tækjum og tólum, þá varstu HAPPY ! 

Þessi innræting var allstaðar í kring um okkur og börnin okkar, samanburður á eignum, svo sem í flatskjáum, tölvum, hjólhýsum, bílum, fatnið, hýbýlum og húsgögnum, og svo mætti lengi telja, mergsýrði þjóðfélagið.

Menn þóttu klárir, jafnvel snillingar og vel komnir að ofurlaununum, (margföld árslaun almúgans á mánuði), eitthvað sem vert væri að taka til fyrirmynda og líkjast. "ALLIR Í VIÐSKIFTAFrÆÐI" þar er framtíðin.

Auður sem að Orðið segir að muni brenna upp, ef að við byggjum líf okkar í öryggi peningahyggjunnar. Það hús er byggt á sandi. Það sýnir sig nú að jafnvel lífeyririnn sem að safnað var til efri áranna, er uppurinn. Sorglegt en satt. Vissulega finn ég til með fólki, sem er að missa allt sitt, en ég þekki það á eigin skinni, hvað það er að eiga ekki einu sinni fyrir mjólkurpotti, hvað þá meiru. 

En í gegn um mínar kreppur fann ég bjargið til að byggja á og það bjarg hefur aldrei brugðist mér, í gegn um súrt og sætt. Í ómögulegum kringumstæðum sköpuðust tækifæri og opnuðust dyr. Drottinn sjálfur segir okkur að vera ekki áhyggjufull, hann mun sjá okkur fyrir fæði og klæðum, okkar þarfir muni hann uppfylla.  Trúlega ekki þær tilbúnu þarfir sem að við höfum skapað okkur, en við munum ekki þurfa að líða skort, ef að við leitum hans og treystum. Það er fyrir trú sem að björgin hreyfast og fjöllin bifast. Ég bið þess að Íslensku þjóðinni mætti fyrirgefast græðgin og andvaraleysið. Ég bið þess að þjóðin mætti taka við Frelsaranum Jesús, sem að getur frelsað okkur frá okkur sjálfum, fyllt okkur af sér og gefið okkur nýjan og betri tilgang, þar sem að við sjáum út fyrir okkur sjálf. Að íslenska þjóðin megi verða blessun fyrir aðrar þjóðir og gefa af sér á öllum sviðum. Auðurinn er í fólkinu, sköpun Guðs. Megum við elska aðra menn og rétta út hjálparhönd, þar sem að neyðin er enn stærri en hjá okkur.

Guð blessi Íslensku þjóðina og Ísrael.

 


Kertaljós og klæðin rauð

Jólahátíðin nálgast nú sem fyrr á methraða og svo margt sem að ég á eftir að gera. Við í Eldstó erum á fullu við að vinna nýja hluti, kertsjaka, vasa, bolla og bikara, skartgripi og fl. svo að eitthvað sé nefnt. Einnig lét ég gera fyrir okkur handgerð kert frá Kertasmiðjunni sem er hér í Sveit, nánar tiltekið á Skeiðunum.

geen_kerti_saman_og_fl.jpg

 

 

 

 

Þessi kerti eru í fallega
grænum lit, burstuð með
dekkri tóni, sem að
gefur mjög fallega effekta.
Það má sá meira inn á

www.eldsto.is 

 

 

 

kertastjaki_og_kula.jpg

 

     skal_og_vasi_small_3.jpg   
  

  

 

 

 

 


Þessi stjaki er flottur bæði fyrir kúlukerti og löng kerti. 

 

fyrir_moggann.jpg

spaceketill.jpg

 Hér koma svo myndir af nýja Geim-tekatlinum og bollarnir passa með báðum þessum tekötlum. 


Ég horfi álengdar á

Nú eru við að ganga inn í þa tíma, sem að í Biblíunni er spáð um, sem tákn síðustu tíma.

Mattheusarguðsspjall


Skelfist ekki

24
1Jesús gekk út úr helgidóminum og hélt brott. Þá komu lærisveinar hans og vildu sýna honum byggingar helgidómsins. 2Hann sagði við þá: "Þér sjáið allt þetta? Sannlega segi ég yður, hér mun ekki eftir látinn steinn yfir steini, er eigi sé niður brotinn."

3Þá er hann sat á Olíufjallinu, gengu lærisveinarnir til hans og spurðu hann einslega: "Seg þú oss, hvenær verður þetta? Og hvert mun tákn komu þinnar og endaloka veraldar?"

4Jesús svaraði þeim: "Varist að láta nokkurn leiða yður í villu. 5Margir munu koma í mínu nafni og segja: ,Ég er Kristur!' og marga munu þeir leiða í villu. 6Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi. Gætið þess, að skelfast ekki. Þetta á að verða, en endirinn er ekki þar með kominn. 7Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. 8Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna.

9Þá munu menn framselja yður til pyndinga og taka af lífi, og allar þjóðir munu hata yður vegna nafns míns. 10Margir munu þá falla frá og framselja hver annan og hata. 11Fram munu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu. 12Og vegna þess að lögleysi magnast, mun kærleikur flestra kólna. 13En sá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða. 14Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.

Lúkasarguðsspjall kafli 21


Vakið og biðjið

34Hafið gát á sjálfum yður, að hjörtu yðar þyngist ekki við svall og drykkju né áhyggjur þessa lífs og komi svo dagur sá skyndilega yfir yður 35eins og snara. En koma mun hann yfir alla menn, sem byggja gjörvalla jörð. 36Vakið því allar stundir og biðjið, svo að þér megið umflýja allt þetta, sem koma á, og standast frammi fyrir Mannssyninum."

 Jóhannesarguðsspjall 7.kafli

Lækir lifandi vatns

37Síðasta daginn, hátíðardaginn mikla, stóð Jesús þar og kallaði: "Ef nokkurn þyrstir, þá komi hann til mín og drekki. 38Sá sem trúir á mig, - frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir." 39Þarna átti hann við andann, er þeir skyldu hljóta, sem á hann trúa. Því enn var andinn ekki gefinn, þar eð Jesús var ekki enn dýrlegur orðinn.

8.kafli

Jesús, ljós heimsins

12Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: "Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins."

 

Líkingin um hirðinn

10
1"Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem kemur ekki um dyrnar inn í sauðabyrgið, heldur fer yfir annars staðar, hann er þjófur og ræningi, 2en sá sem kemur inn um dyrnar, er hirðir sauðanna. 3Dyravörðurinn lýkur upp fyrir honum, og sauðirnir heyra raust hans, og hann kallar á sína sauði með nafni og leiðir þá út. 4Þegar hann hefur látið út alla sauði sína, fer hann á undan þeim, og þeir fylgja honum, af því að þeir þekkja raust hans. 5En ókunnugum fylgja þeir ekki, heldur flýja frá honum, því þeir þekkja ekki raust ókunnugra."

6Þessa líkingu sagði Jesús þeim. En þeir skildu ekki hvað það þýddi, sem hann var að tala við þá.


Jesús, góði hirðirinn

7Því sagði Jesús aftur: "Sannlega, sannlega segi ég yður: Ég er dyr sauðanna. 8Allir þeir, sem á undan mér komu, eru þjófar og ræningjar, enda hlýddu sauðirnir þeim ekki. 9Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um mig, mun frelsast, og hann mun ganga inn og út og finna haga. 10Þjófurinn kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða. Ég er kominn til þess, að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð.

11Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. 12Leiguliðinn, sem hvorki er hirðir né sjálfur á sauðina, sér úlfinn koma og yfirgefur sauðina og flýr, og úlfurinn hremmir þá og tvístrar þeim. 13Enda er hann leiguliði og lætur sér ekki annt um sauðina. 14Ég er góði hirðirinn og þekki mína, og mínir þekkja mig, 15eins og faðirinn þekkir mig og ég þekki föðurinn. Ég legg líf mitt í sölurnar fyrir sauðina. 16Ég á líka aðra sauði, sem eru ekki úr þessu sauðabyrgi. Þá ber mér einnig að leiða, þeir munu heyra raust mína. Og það verður ein hjörð, einn hirðir. 17Fyrir því elskar faðirinn mig, að ég legg líf mitt í sölurnar, svo að ég fái það aftur. 18Enginn tekur það frá mér, heldur legg ég það sjálfur í sölurnar. Ég hef vald til að leggja það í sölurnar og vald til að taka það aftur. Þessa skipan fékk ég frá föður mínum."

 

Ég vaki og bið Drottinn minn um náð til að heyra hans röddu og fylla mig af kærleika sínum, svo að ég megi elska aðra til lífs. Ég óttast ekki menn sem að geta ekkert gert mér umfram þetta líf hér, en beygi mig undir Guðs voldugu hönd sem að allt vald hefur í þessum heimi og hinum komandi. Guð blessi þig sem þetta lest og megi þín sálarsjón opnast fyrir hinum elskandi Guði sem að þig skóp.

 

 

 

 

 


Tíkin Hekla Panda tekur að sér kettlinginn Tuma Tæger Djóns

Hekla Panda og Tumi Tiger Jhons � j�l� 2008 006Hér kemur smá saga af tíkinni Heklu Pöndu, sem að er löghlíðin tík og býr í Eldstó Café á Hvolsvelli. Hún hefur hingað til átt miður góða reynslu af köttunum í þorpinu, sem að eiga það til að stökkva út úr eitthverju limgerðinu og ráðast á hana með kjafti og klóm, þar sem að hún er í sakleysi sínu á gangi með eiganda sínum.

Hekla Panda hefur aldrei átt hvolpa, enda ung að árum, verður 3ja ára 15.nóv. næstkomandi. Hún vill vera allra vinur og elskar bæði önnur dýr og menn. Myndi sjálfsagt falla á varðhundsprófinu, hvað varðar það að fæla burtu ræningja, enda segir hún að það sé ljótt að fara í mann-og dýrgreinarálit.

En Hekla Panda hefur nú allveg splúnkunýtt hlutverk, hún er nefnilega orðin mamma, án þess að hafa komið nálægt öðrum hundi og átt við hann mök. Afkvæmið er að vísu ekki eingetið og ekki var það glasafrjóvgun, en engu síður er þetta staðreynd. Hekla Panda hefur nefninnilega tekið að sér kettlinginn hann Tuma Tæger Djóns, en hann er víst frændi hans Indíana Djóns, með blóð eldhuga í æðum.

Að vísu er Tumi Tæger Djóns ekki nema 2ja og hálfs mánaða, en honum finnst hann sjálfur vera mjög kúl. En hann er stundum svolítið þreyttur og lítill í sér og þá fær hann að sjúga stóran og góðan spena hjá henni Heklu Pöndu mömmu, sem þvær honum vel og rækilega bak við eyrum og á öðrum óæðri stöðum sem að ekki verða nefndir hér.

Hekla Panda fær 10+ í einkunn fyrir umhyggju og elsku til Tuma síns og lætur sig engu varða hvernig reynsla hennar af öðrum köttum er. Hann Tumi Tæger Djóns er sko fullkominn í hennar augum.

Tumi � spenaÞað er svo notalegt að fá sér að drekka af spena,  verst hvað hún mamma er alltaf að þvo mér.

� spena hj� m�mmuumm ...
hvað þetta er gott og yndislega róandi !

 

 

 

 

 

Leikur vi� hvern sinn fingur   Tveir vinir  

 

 

 

 

 

 



Það er svo gott að vera hjá henni mömmu !


Allt gengur vel í Eldstó, þægileg traffík og gestirnir ánægðir !

kaffistofa og verslunÞað er búin að vera góður gangur þessa fyrstu daga í júní og greinilegt að fólk veit orðið um okkur hér í sveitinni, en mér finnst Hvolsvöllur vera sveit, enda alin upp í Borginni. Systir mín María kom til að vera hjá okkur í sumar og kann orðið á þetta allt, enda í þriðja sinn sem að hún er hjá okkur í Eldstó við störf. Mig vantar samt að fá manneskju á kaffibarinn í júlí og ágúst, því að þá er traffíkin orðin það mikil, að ekki dugum bara við systurnar til að þjóna gestunum.

Ég er sátt við hvernig þetta hefur allt þróast og finnst í rauninni ótrúlegt hvers ég er megnug, þá meina ég að hafa farið út í sjálfstæðan atvinnurekstur. Ég kunni þetta ekkert og hef þurft að læra allt jafn óðum, en veit það nú að geta mín er miklu meiri en ég vissi. Þannig er það örugglega með flesta, það eru bara ekki allir sem að þora að prófa vængina og láta reyna á þá.

Ég er ekki að segja að minn draumur hafi endilega verið þessi, heldur fæddist þessi hugmynd svona af einhverslags hughrifum sem að ég varð fyrir í hjólaferð um Skotland fyrir u.þ.b. 14 árum. Allir litlu krúttlegu kaffibarirnir í sveitaþorpum Skotlands og þessi heimilislega umgjörð sem var þeirra yfirbragð. Skoskar skonsur og haggís !

Mér fannst að þetta vantaði á Íslandi og sá fyrir mér kaffihús í sveitinni við þjóðveginn með leirmunum eftir Þór. Þá hafið ég aldrei unnið í leir, heldur einungis í myndlist. Síðan leiddist þetta svona bara að ég fór að mála á leirinn og fann að leirinn var heillandi efniviður til að vinna með. 

Að fá að vinna í tónlist, myndlist og reka lítið fjölskyldufyrirtæki eru forréttindi sem að okkur hlotnuðust á þann hátt sem leiddi svona bara eitt af öðru, leiðir sem lokuðust og tækifæri sem að opnuðust. Opinn hugur og áræðni með skynsemi og varkárni að vopni og bæn til Drottins um handleiðslu, er uppskriftin. 

 

Ég bíð alla velkoma í Eldstó Café í sumar og hlakka til að sjá ykkur öll ! 

 

 


Eldstó Café opnaði á laugardaginn, allt fór vel í gang og góð tilfynning fyrir sumrinu!

EldstoCaf� �n texta Nú er bara virkilega gott að hefjast handa inn í sumarið með bros á vör og Jesú í hjartanu. Ég vaknaði árla morguns og fór niður, setti í brauðvél, bjó til hollustudrykk í blandarnum og átti góða stund með manninum mínum, grænu te og Jesú í morgunsárið. Fullkomin byrjun á yndislegum degi.

Það var svo undursamleg tilfynning að finna Heilagan Anda fylla hjarta sitt og umvefja líkama minn, en ég fann áþreifanlega fyrir nærveru hans, og var hreinlega drukkin af kærleika hans og ást til mín. Ást sem Faðirinn á fyrir alla menn, alla sína sköpun. Þvílíkt kraftaverk það er að meðtaka sjálft Guðsríki inn í hjarta sitt og alla sína veru. Enda segir Jesú; "Guðsríki ER hér!" 

 

 

Ég hef gert breytingar á matseðlinum, sem að felast í því að salatbarinn verður ekki í sumar. Ég þurfti meira pláss fyrir leirmunina okkar og nú hafa skartgripirninir einnig bæst við.

Stefnan er að gera þetta enn sveitalegra, þ.e. að vera með Íslenska kjötsúpu og kjöt í bitum í henni, smurt heimabakað brauð, með áleggi og flatkökur með hangikjöti, ásamt góðum heimabakstri, ostakökum og Eldstó Vöfflunni vænu.  

Opnunartími Eldstó Café er frá Þriðjudegi - Sunnudags frá kl. 12 - 19, en hægt er að panta fyrir hópa á öðrum tíma einnig, ef að það stendur þannig á. Að öllu jöfnu er lokað á Mánudögum, nema að komi til sérpantana hópa, eins og áður segir. 


Ég vil minna á sýningu og tónleika næsta fimmtudag,

Sjá betur hér fyrir neðan!

Sýning á Modelsmíðuðum skartgripum og tónleikar fimmtudaginn,15.mai 2008, kl.18

Ég hef ekki mikinn tíma í bloggið núna, þar sem að ég er að undirbúa tónleika og sýningu á skartgripunum mínum.

 Framundan hjá mér er að halda sýningu á skartgripunum og tónleika,  fimmtudaginn 15.mai 2008 -  kl. 18, í versluninni Emelíu við Fákafen. Sjá inn á www.gala.is.

 

 

Festi me� tveimur le�ur�lum og hring �r Postul�ni og silfir 2



Efnisskrá tónleikanna er blanda af country og bluse, ásamt þjóðlögum ýmiskonar. Með mér eru Sigurgeir Sigmundsson - Gítarleikari
(ma. Start og Drýsill) og Jón Ólafsson - Bassaleikari ( ma. Pelikan, Start og Drýsill)

Þetta er hringur unninn úr postulíni og silfri,
og ólarnar eru úr leðri með silfurvír,
annars vegar og koparvír, hins vegar.

 

 

Smá lesning af heimasíðunni minni www.eldsto.is undir linkur "um okkur"

Guðlaug Helga Ingadóttir
söngkona og leirlistarkona
hefur undanfarin ár numið leirlist af eiginmanni sínum, Þór Sveinssyni.

Modelsm��u� Postul�nfesti me� Eldfjallaglerungi og silfri 2

 

 

Hún var á myndlistarbraut í FB, en naut að auki einkakennslu hjá Gunnari Geir Kristjánssyni, listmálara. G.Helga hefur næmt auga fyrir litasamsetningu og segir hún, að mála sé það sama og syngja, allt séu þetta tónar og litabrigði.

Guðlaug Helga lærði söng við Söngskólann í Reykjavík og brautskráðist þaðan með 8.st. árið 1992. Hennar aðal söngkennarar þar voru
Guðrún Á. Símonar og Keith Reed. Hún hefur einnig tekið 3 st. í píanóleik og hefur hún sett sér það markmið, bæta við sig þar.

Festin er handunnin úr postulíni
og silfri, keðjan er vafin úr silfurvír.


G.Helga
er hefur skapað sér nýjan vetfang í sinni sköpun og er það hönnun á skartgripum. Þar notast hún við ýmiskonar efnivið, svo sem gler, postulín, silfur, leður og fl. Hver gripur er einstakur og reynir G.Helga að skapa hið fullkomna jafnvægi úr mismunandi formum og litum. Enginn hlutur hefur sama munstrið og hið óvænta birtist í hinum ýmsu myndum í skartinu
.

 

Mamma me� b�rnin s�n ar�l 2008 Mynd af mér og börnunum mínu blíðu,
þ.e. tveimur yngstu,
en það eru þau Kort 11 ára
og Magdalena,
sem verður 9 ára í nóvember.


Væn Kona!

Verkin lofa væna konu

10 Væna konu, hver hlýtur hana?

hún er miklu meira virði en perlur. (Hún er dýrmæt)

11 Hjarta manns hennar treystir henni,

og ekki vantar að honum fénist. (Hún er traust og blessun fyrir manninn sinn)

12 Hún gjörir honum gott og ekkert illt

alla ævidaga sína. (Hún ber umhyggju og ást til mannsins sín)

13 Hún sér um ull og hör

og vinnur fúslega með höndum sínum. (Hún er kraft mikil og dugleg)

14 Hún er eins og kaupförin,

sækir björgina langt að. (Hún er í busnes)

15 Hún fer á fætur fyrir dag,

skammtar heimilisfólki sínu

og segir þernum sínum fyrir verkum. (hún er með fólk í vinnu og nýtir stundirnar vel)

16 Hún hefir augastað á akri og kaupir hann, (Hún kaupir lönd og selur)

af ávexti handa sinna plantar hún víngarð. (Hún nýtur uppskeru sinnar vinnu og útsjónarsemi, hefur visku til að nýta landið)

17 Hún gyrðir lendar sínar krafti

og tekur sterklega til armleggjunum.

18 Hún finnur, að atvinna hennar er arðsöm,

á lampa hennar slokknar eigi um nætur.

19 Hún réttir út hendurnar eftir rokknum,

og fingur hennar grípa snælduna. (Hún er vinnusöm og gengur með krafti og gleði til verka)

20 Hún breiðir út lófann móti hinum bágstadda

og réttir út hendurnar móti hinum snauða. (Hún er gjafmild og gæskurík)

21 Hún er ekki hrædd um heimilisfólk sitt, þótt snjói,

því að allt heimilisfólk hennar er klætt skarlati. (Hún er óttalaus og blessuð af Guði, það sést á börnum hennar og öðru heimilisfólki)

22 Hún býr sér til ábreiður,

klæðnaður hennar er úr baðmull og purpura. (Hún er vel til höfð)

23 Maður hennar er mikils metinn í borgarhliðunum,

þá er hann situr með öldungum landsins. (Maður hennar nýtur virðingar, vegna hennar, hún er hans blessun og bakhjarl)

24 Hún býr til skyrtur og selur þær,

og kaupmanninum fær hún belti. (Hún framleiðir og selur)

25 Kraftur og tign er klæðnaður hennar,

og hún hlær að komandi degi. (Hún er óttalaus og treystir Guði)

26 Hún opnar munninn með speki,

og ástúðleg fræðsla er á tungu hennar. (Hún er mild og full af visku)

27 Hún vakir yfir því, sem fram fer á heimili hennar,

og etur ekki letinnar brauð. (Hún er forstjóri á sínu heimili og er fyrirmynd)

28 Synir hennar ganga fram og segja hana sæla,

maður hennar gengur fram og hrósar henni: (Hún nýtur aðdáunnar og trausts)

29 "Margar konur hafa sýnt dugnað,

en þú tekur þeim öllum fram!" (Maður hennar metur hana mikils og dáist af henni)

30 Yndisþokkinn er svikull og fríðleikinn hverfull,

en sú kona, sem óttast Drottin, á hrós skilið.

31 Gefið henni af ávexti handa hennar,

og verk hennar skulu lofa hana í borgarhliðunum. (Hún er þekkt, jafnvel þjóðþekkt, vegna sinna verka og þeirra ávaxta sem að hún hefur öðlast í lífinu)

 

Þetta er kona sem að elskar Drottinn Guð sinn og leitast við að lifa sínu lífi undir hans handleiðslu og stjórn. Guð blessar alla þá sem að hann elska, samkvæmt sínu fyrirheiti. Guð er ekki maður að hann ljúgi. 

Þetta er mitt háleita markmið, að vera sú kona sem að óttast ( ótti - sama og lotning og virðing) Drottin og ég veit að án Drottins og hans Heilaga Anda, get ég ekki uppfyllt það. en náð hans nægir mér. 


Kvennamót í Kirkjulækjarkoti!

Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að geta farið á Kotmót, sniðið að þörfum kvenna. Ég hlakka virkilega til og vænti þess að Guðs Heilagi Andi mæti í allri sinni dýrð. 

Það eru forréttindi að fá að taka frá tíma og dvelja í nærveru þess Guðs sem að skapaði mig, þekkir mig, veit allt um mig og mínar þarfir, já veit hvernig ég virka best.

Í þau tæpu 17 ár sem að ég hef gengið með Guði, með Jesú, með Heilögum Anda hef ég farið ca 8 - 10 sinnum á kvennamót, ekki alveg á hreinu hversu oft. Alltaf hefur það blessað mig upp úr skónum, já verið alveg einstök upplifun.

Ég veit það af fenginni reynslu að ekkert er betra en nærvera Guðs, ekkert jafnast á við hans Heilaga Anda, kærleika hans og kraft, ástríðu hans og huggun. Það er enginn sem Jesús, hann er yndislegur á allan hátt. Þetta veit sá sem hefur kynnst honum persónulega og nærvera hans er betri en nokkur víma. Enda segir í Orðinu, drekkið yður ekki drukkna af víni, fyllist heldur af Andanum ... (Heilögum Anda).

 

Framundan er sumarið með öllum sínum erli hér í Eldstó Café og fyrir mig er frábært að fá þessa innspýtingu frá Drottni, þennan kraft og gleði sem að ég þarf svo sannarlega á að halda inn í sumarið. Í sjálfri mér er ég ekkert, en í honum megna ég allt.

 

Kvennamótið í Kirkjulækjarkoti hefur verið opið öllum konum, ekki einungis þeim konum sem að eru skráðar í söfnuðinn. Enda koma konur allstaðar að á landinu og úr fleiri en einum söfnuði, einnig úr þjóðkirkjunni. Við eru eitt í Kristi, söfnuðirnir eru einungis mismunandi heimili, en öll erum við Krists, sem höfum meðtekið hans hjálpræði og trúum á hann. 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband