Nýr tími fer í hönd!

Ég fann gamalt efni með mér frá því fyrir aldamótin og er búin að fara í Stúdíó til að Mastera það ...

 

Hér koma tvö vídíó sem að ég dundaði mér við að setja sama, annað er með  myndum af skartgripunum mínum og okkur flytjendum af Bob Dylan laginu I´ll be your baby to night.  Hitt Vídíóið er með myndum af Þór að vinna og hinum ýmsu leirmunum sem að við höfum gert í gegn um tíðina

 

 


OPNUN Í ELDSTÓ CAFÉ !

Við höfum staðið í stórræðum síðan í febrúar, þar sem að við keyptum pósthúshlutana og erum búin að stækka okkur um meira en helming. Næsta laugardag, þann 19.júní verður því mikið um að vera hér í Eldstó Café.

Sveitarstjórinn okkar Ísólfur Gylfi Pálmason, er heiðursgestur okkar í Eldstó, hann kemur og vígir nýja salinn okkar með sýnum einstaka stíl.

Hingað mæta margir vinir Eldstó, það verður opnun á myndlistarsýningu, þar sem að Katrín Óskarsdóttir, grafískur hönnuður sýnir myndir unnar með blandaðri tækni trélita og bleks.

Margir góðir tónlistarmenn stíga á stokk, svo sem Blusesveit Þollýar, Íris Lind Verudóttir og Emil Hreiðar Björnsson flytja tónlist af nýútkomnum disk Írisar Lindar, Ómar Diðriksson og Gísli Stefánsson af öllum vel kunnir hér í Rangárþingi, koma og spila og syngja vel valið efni, Þórunn Sigurðardóttir, píanisti og söngkona flytur nokkur lög, gestgjafinn G.Helga Ingadóttir tekur í míkrafóninn og fl. óvænt kemur í ljós. 

ungfu_frutty.jpgVið opnum húsið kl. 11,30 með Brunch sem samanstendur af nokkrum réttum, síðan upp úr kl. 14 byrjar dagskráin með ávarpi Sveitarstjóra, tónlistarmenn byrja sinn tónlistarflutning í framhaldi að því. 

 

Kaffi, heimabakaðar kökur, Risavaffla Eldstóar og ýmsir smáréttir eru í boði. Frábærir Ísréttir eru nú á matseðli Eldstó Café, svo sem Fröken Fersk, Hr. Latte o.s.f.v.

 

 

Kl. 18 er síðan Réttur Dagsins, sem að þessu sinni er Lambalæri m/ bakaðri kartöflu og grænmeti + sósu á aðeins krónur 3.700 -  Gott er að panta fyrir fram í lærið í síma 482 1011. 


Nýtt ár og ný verkefni.

Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Svo sannarlega erum við ekki eylíf hér á jörðu, ekki þetta hulstur sem að hver og einn hefur til að hýsa sjálfið sitt.

Mig langar til að framkvæma svo margt, upplifa meira, sjá meira ... verða betri en ég er ... vera fær um að gefa af mér og skilja lífið betur. 

Árið sem við vorum að kveðja, var ár mikilla breytinga fyrir mig, það að pabbi dó í febrúar, það breytti svo miklu. Hann og hans veikindi voru áhrifavaldar í fjölskyldunni, eitthvað sem erfitt var að lifa við og vinna úr. Sorgin vegna hans er í hjarta mínu, hvernig lífið hans eitthvern vegin fjaraði út í myrkrið. Hann var svo einn inni í sjálfum sér. Svo er það mamma, að hafa hana svona veika og eins og skugga af sjálfri sér, miðað við hvað hún er í minningunni.

En engu síður er ég mjög þakklát fyrir að fá að hafa mömmu lengur meðal okkar. Hún er búin að vera hjá okkur yfir hátíðarnar og fer væntanlega heim til sín eftir helgina. Hún á sína góðu daga milli þess sem að hún þarf að vera rúmliggjandi og sofa mikið. 

Á nýju ári er í kortunum að breyta og bæta vinnuaðstöðuna hjá okkur á kaffihúsinu og helst að stækka kaffihúsið. Spurning ?? Við eigum mikið til af fallegum leirmunum núna, þar sem að Þór er búinn að vera mjög duglegur. Þetta verður gott ár, trúi ég og vona. 

Nú er mál að fara að leggja sig og reyna að snúa sólarhringnum aftur við á réttan kjöl, það er komið nóg af næsheitum ..

 


Ég hef ekki haft geð í mér til að blogga

Þar sem að bæði ég hef verið að kafi í vinnu í sumar, pabbi lést í febrúar á þessu ári og mamma með lungnakrabba. Hún hefur á undraverðan hátt haldið lífi, þar sem að hún vildi ekki fara undir hnífinn. Hún hefur beðið Drottinn að gefa sér meiri tíma og hann hefur svarað því.

Ég er því hálf tóm, ekki verið neitt sérstaklega ræðin, og vil helst bara hafa sem mest fyrir stafni, vinna, prjóna, hjóla og synda, eða þess háttar. 

 

Mínar tilfinningar eru blendnar og ég er stundum mjög þreytt, stundum full af orku. 

Trú mín Er, en ég þarf að hafa fyrir því að vera jákvæð og geðgóð. En þarf maður svo sem ekki alltaf að hafa svolítið fyrir sjálfum sér og öðrum í þessu lífi, ég held það. Best er þó að koma fram fyrir Drottinn og biðja hann um gleði, miskunn og náð sér og öðrum til handa. 

 

Þjóðfélagsmálin hafa vissulega ná að þrykkja mér niður á köflum, en oft get ég lyft mér yfir kringumstæðurnar og í dag ætla ég með Guðs hjálp að gera það. Guð veri með ykkur öllum ...


Ég er vissulega að hugsa um þjóðmálin, þó svo að ekki hafi ég eytt miklum tíma í að blogga um þau.

Kosningar nálgast og við fylgjumst með verkum núverandi bráðabrigðastjórnar, hlustum á fögur fyrirheit þeirra sem eru í framboði og fylgjumst með fréttum.

Hvað ætla ég að kjósa. Ég hef nú ekki alveg gert upp minn hug, en veit þó vel hvað mál skipta mig mestu máli. Ég vil alls ekki inn í Evrópusambandið ganga, ekki taka upp nýjan gjaldmiðil eins og er og ég vil stuðla að sjálfbærari lifnaðarháttum þjóðar minnar. Ég vil að við Íslendingar reynum að nýta bæði auðlyndir okkar og þekkingu hér heima.

 

Það er alveg víst að varlega verður stigið til jarðar og ákvörðun vel yfirveguð, en ég mun að sjálfsögðu nýta minn lýðræðislega rétt og kjósa.


Vorið nálgast óðfluga og lífið er dásamlegt !!!!

Ég hef ekki gefið mér tíma til að blogga, enda hlaðin störfum og líkar það vel. En mér rennur blóðið til skyldunnar og gagnvart mínum bloggvinum.

Það er gaman að taka þátt í Bloggheimum og því er ég nú sest við að blogga, reyni að láta orðin svona detta á skjáinn.

Já, hvað er svona mikið um að vera, það eru hin fjölmörgu verkefni sem að við hjónin erum að fást við þessa dagana. Þór er nú einungis að vinna við leirkerasmíðina, utan nokkurra kúrsa sem að hann hefur verið að kenna mið Myndlitstarskólann í Reykjavík og þá handrennslu.

 Hér er hann mjög einbeittur að vinna við bekkinn. En það eru mörg handtökin við hvern hlut, á þessum myndum sem að ég set hér inn er þór að vinna nýja línu, sem að tengist okkar svæði, þ.e. Njáluslóð. 

Bikarar sem að eru með mynd af víkingahjálmi, sem og merki Sögusetursins, Orminum. Undir myndina er ritað með einskonar fornu letri Njálu Saga. 

 

Þessi linkur er á yfirlitssíðu um Þór

http://www.eldsto.is/index.php/vidio-rennsla/

 

 

 

 

 

 

 Hér er verið að vinna við merkinguna sem fer á bikarinn. 

 

Ég er nú að vinna að kennslumyndbandi fyrir Eldstó, sem er væntanlegt í haust og mun Þór þá sýna hvernig hlutirnir verða til við rennibekkinn, en einnig samsetningu og glerjun á hlutunum. Glerungagerð úr Hekluvikri og Búðardalsleir og hvernig módelsmíðaðir skartgripirnir mínir fæðast. Þannig að það er nóg að stússa og ekki er það nú leiðinlegt. 

Kæru vinir - Gangið á Guðs Vegum 


Ný vefsíða Eldstó

Nú er komin upp nýr vefur fyrir Eldstó www.eldsto.is og ég kynni vel að meta að sem flestir skoðuðu hann og gæfu mér komment á leynda galla, ef að þeir eru til staðar. Vefurinn kemur mjög vel út í vafra FireFox, en eitthver vandamál hafa verið í internet explorer- vafranum, sérstaklega þeim gamla frá 2002 sem að er númer 6. Vefur Eldstó  virðist virka fínt í Internet explorer 7 og 8 version. Ef að þú ert ekki búinn að update-a þinn gamla að þá er það mjög einfalt að fara inn á þessa slóð " http://www.microsoft.com/windows/downloads/ie/getitnow.mspx "  og sækja sér nýjasta vafra internet explorer.

 

Ég er nokkuð ánægð með nýja vefinn, en hann er að vísu ekki alveg tilbúinn, ég á eftir að setja inn ensku þýðinguna og eins eiga eftir að koma kennslumyndbönd í handrennslu inn á vefinn.

 

 

 

Þetta er mynd frá því 2006 af tveimur blómarósum og er litla stúlkan dóttir mín, en sú eldri var kúnni í Eldstó Café og gerði hún þessa fallegu blómasveiga úr fíflum 


Nýárskveðjur til Bloggheima!

Ég hef verið bæði löt og upptekin af mínum nánustu undanfarnar vikur og mánuði. Þess vegna hefur lítið farið fyrir því að ég bloggi. En hér er smá tilraun í þá átt að bæta úr því.

Það er margt framundan hjá okkur hjónakornunum í Eldstó og mikið pælt og skipulagt, tekið til í geymslum og verið að búa til nýja vinnuaðstöðu fyrir mig með skartgripina, en ég hef verið svolítið á hrakhólum um húsið með þá. Ég hef lofað sjálfri mér því að koma nýrri hönnun á þeim í verk frá og með febrúar.

Núna er ég að vinna nýjan vef fyrir Eldstó og vonandi gengur það vel, þannig að hann verði tilbúin inn á veraldarvefinn í lok þessa mánaðar. Inn á hann stendur til að setja kennslumyndbönd í rennslu á leirmunum, en það kemur ekki alveg strax. Það verður frítt efni fyrir þá sem áhuga hafa á handrennslu. Það má sjá slíkt efni inni á Youtube, mjög áhugavert, en allt erlendir leirkerasmiðir.

Við erum að nota glerunga á okkar hluti sem að við búum til úr okkar eigin jarðefnum, þ.e. Hekluvikri og Búðardalsleir. Það gerir hlutina meira spes og við erum mjög stolt af því, hve þetta eru góðir og fallegir glerungar. Mjög Íslenskt! Cool

Þetta er því tími undirbúnings fyrir sumarið og oft getur þetta verið skemmtilegasti tíminn, hvað varðar sköpun og hugmyndavinnu, en það er mitt uppáhald. Yfir sumartímann er það kaffihúsið og vissulega koma þá inn peningar, sem að jú allir þurfa til að lifa, en núna er meira hark varðandi þá. Ég hef hins vegar ekki áhyggjur, enda eru þær ekki til neins annars en að draga úr manni allan kraft til sköpunar. 

Ég bið því Drottinn að gefa okkur góða heilsu og hugmyndir, sem og kraft og áræðni til framkvæmda.

Ég bið þess einnig kæru Bloggvinir að Guð sé með ykkur í öllu sem að þið takið ykkur fyrir hendur, blessi ykkur og leiðbeini. Ég bið fyrir Íslensku þjóðinni, að við mættum finna þá leið sem best er fyrir alla og ég bið fyrir Ísrael. Ég bið þess að saklaus fórnarlömb í stríði Ísraels og Hamarssamtakana, mættu komast í skjól fyrir stríðandi fylkingum og að augu manna mættu opnast fyrir því að það eru alltaf tveir sem að deila.


Takk fyrir Færeyjingar og Guð blessi ykkur

takk_faroe_islands_501x101px.gif Þið eruð frábærir vinir og vandamenn !

Bæn - fasta og iðrun !

Í dag byrjaði ég föstu og bæn fyrir Íslenskri Þjóð og landi. Yfir öllu valdi er annað og sterkara vald sem er andlegt. Biblían segir okkur að nota þau vopn, sem að við höfum og þau eru andleg. 

Í Anda mínum veit ég að viska Drottins, er meiri en mín eigin viska og hans plön og áætlanir eru æðri mínum eigin og því vil ég gefa mig honum á vald, vitandi að hann mun vel fyrir sjá, en því hefur hann lofað þeim sem að hans leita. 

Í Jakobsbréfi stendur:

Ef Drottinn vill

13Heyrið, þér sem segið: "Í dag eða á morgun skulum vér fara til þeirrar eða þeirrar borgar, dveljast þar eitt ár og versla þar og græða!" - 14Þér vitið ekki hvernig líf yðar mun verða á morgun. Því að þér eruð gufa, sem sést um stutta stund en hverfur síðan. 15Í stað þess ættuð þér að segja: "Ef Drottinn vill, þá bæði lifum vér og þá munum vér gjöra þetta eða annað." 16En nú stærið þér yður í oflátungsskap. Allt slíkt stærilæti er vont. 17Hver sem því hefur vit á gott að gjöra, en gjörir það ekki, hann drýgir synd.

Þetta er nokkurn veginn það sem að við erum að verða vitni af þessa dagana og samkvæmt Heilagri Ritningu að þá er það ekki góður staður að vera á, að setja allt sitt traust á Mammon, og hans loforð og sandkastala. 

Til auðmanna

5
1Hlustið á, þér auðmenn, grátið og kveinið yfir þeim bágindum, sem yfir yður munu koma. 2Auður yðar er orðinn fúinn og klæði yðar eru orðin möletin, 3gull yðar og silfur er orðið ryðbrunnið og ryðið á því mun verða yður til vitnis og eta hold yðar eins og eldur. Þér hafið fjársjóðum safnað á síðustu dögunum. 4Launin hrópa, þau sem þér hafið haft af verkamönnunum, sem slógu lönd yðar, og köll kornskurðarmannanna eru komin til eyrna Drottins hersveitanna. 5Þér hafið lifað í sællífi á jörðinni og í óhófi. Þér hafið alið hjörtu yðar á slátrunardegi. 6Þér hafið sakfellt og drepið hinn réttláta. Hann veitir yður ekki viðnám.

Þolgæði og bæn, er það sem að Ritningin hvetur okkur til að gera, ekki reiða sig á eigið ágæti og styrk, heldur beygja hnén í auðmýkt undir hans Voldugu Hönd, vitandi það að Drottinn stendur gegn hrokafullum, en auðmjúkum veitir hann náð!

Þreyið og biðjið

7Þreyið því, bræður, þangað til Drottinn kemur. Sjáið akuryrkjumanninn, hann bíður eftir hinum dýrmæta ávexti jarðarinnar og þreyir eftir honum, þangað til hann hefur fengið haustregn og vorregn. 8Þreyið og þér, styrkið hjörtu yðar, því að koma Drottins er í nánd.

9Kvartið ekki hver yfir öðrum, bræður, svo að þér verðið ekki dæmdir. Dómarinn stendur fyrir dyrum. 10Bræður, takið spámennina til fyrirmyndar, sem talað hafa í nafni Drottins og liðið illt með þolinmæði. 11Því vér teljum þá sæla, sem þolgóðir hafa verið. Þér hafið heyrt um þolgæði Jobs og vitið, hvaða lyktir Drottinn gjörði á högum hans. Drottinn er mjög miskunnsamur og líknsamur.

12En umfram allt, bræður mínir, sverjið ekki, hvorki við himininn né við jörðina né nokkurn annan eið. En já yðar sé já, nei yðar sé nei, til þess að þér fallið ekki undir dóm.

Og í öllum hlutum eigum við að leita Drottins, bæði í sjúkleika og neyð, en einnig í sigrum og gleði og þakka honum. Því að allar góðar gáfur og gjafir, koma frá Föður Himnanna, Hann er Alfa og Ómega, allt er frá honum og því er ætlað að hverfa aftur til hans.

13Líði nokkrum illa yðar á meðal, þá biðji hann. Liggi vel á einhverjum, þá syngi hann lofsöng. 14Sé einhver sjúkur yðar á meðal, þá kalli hann til sín öldunga safnaðarins og þeir skulu smyrja hann með olíu í nafni Drottins og biðjast fyrir yfir honum. 15Trúarbænin mun gjöra hinn sjúka heilan, og Drottinn mun reisa hann á fætur. Þær syndir, sem hann kann að hafa drýgt, munu honum verða fyrirgefnar. 16Játið því hver fyrir öðrum syndir yðar og biðjið hver fyrir öðrum, til þess að þér verðið heilbrigðir. Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið.

17Elía var maður sama eðlis og vér, og hann bað þess heitt, að ekki skyldi rigna, og það rigndi ekki yfir landið í þrjú ár og sex mánuði. 18Og hann bað aftur, og himinninn gaf regn og jörðin bar sinn ávöxt.

19Bræður mínir, ef einhver meðal yðar villist frá sannleikanum og einhver snýr honum aftur, 20þá viti hann, að hver sem snýr syndara frá villu vegar hans mun frelsa sálu hans frá dauða og hylja fjölda synda.

Og hér eru svo vopnin og þau virka, eins og við þekkjum vel, sem á þessum vígvelli höfum barist.

Og í Efesubréfinu 6.kafla stendur

Alvæpni Guðs

10Að lokum: Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans. 11Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins. 12Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum. 13Takið því alvæpni Guðs, til þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið sigrað allt.

14Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar og klæddir brynju réttlætisins 15og skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins. 16Takið umfram allt skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda. 17Takið við hjálmi hjálpræðisins og sverði andans, sem er Guðs orð. 18Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum. 19Biðjið fyrir mér, að mér verði gefin orð að mæla, þá er ég lýk upp munni mínum, til þess að ég kunngjöri með djörfung leyndardóm fagnaðarerindisins. 20Þess boðberi er ég í fjötrum mínum. Biðjið, að ég geti flutt það með djörfung, eins og mér ber að tala.

Ég sem Kristin Trúuð manneskja, vil ekki fara á mis við neitt það sem að Guð hefur lofað mér, ef að ég fylgi honum. Það er ekkert í þessum heimi sem að er óforgengilegt, allt mun líða undir lok, en Orð Guðs mun aldrei undir lok líða. Sá einstaklingur sem að hefur smakkað á nærveru Guðs og hans Heilaga Anda, verður aldrei samur, því að sá auður sem í Anda Drottins er og sá friður sem að hann bíður, er ekki sambærilegur við neitt það sem að við höfum fengið að sjá og upplifa í þessum sýnilega heimi, sem að menn skapa. En Guð hefur jú skapað okkur í sinni mynd og því er sköpunarþörfin ein að þeim frumþörfum sem að menn búa yfir og þess vegna viljum við skapa. Munum samt að hæfileikar þeir sem að við búum yfir eru gjafir Guðs og honum ber að þakka og gefa þá dýrð sem að hann á skilið.

Guð blessi þig og leiði sem að lest þessa hugleiðingu mína og von. 


 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband