Færsluflokkur: Löggæsla

Áramótaheit 2019

Árið 2019 er afmælis ár hjá Eldstó Art Café, en þá erum við að sigla inní 15. árið hér á Hvolsvelli. Við hjónin erum bæði úr Reykjavík, fluttum fyrst á Selfoss um síðustu áldamót og byrjuðum í bílskúrnum með leirinn okkar. Fluttum svo á Hvolsvöll 2004 og keyptum gamla pósthúsið þar. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og Eldstó byggðist upp, fórum í gegn um kreppu og eldgos í Eyjafjallajökli - stækkuðum við okkur tvívegis og erum nú komin með 5 - 6 starfsmenn í vinnu allt árið, en á há-vertíð eru u.þ.b. 12 - 14 starfsmenn. 

Ekki getum við sagt að Hvolsvellingar hafi haldið okkur uppi, eða stutt við okkar rekstur með viðskiptum sínum við okkur, því ansi margir hafa alldrei inn fyrir dyrnar komið, ekki einu sinni af forvitni til að sjá hvernig þetta liti nú allt saman út. Fólk sem við erum vel málkunnug - hittum í heita pottinum í góðu spjalli, en hafa alldrei komið í Eldstó og eru trúlega ekki á leiðinni heldur. 

Ekki veit ég allveg hvað veldur þessu áhugaleysi og jafnvel andúð heimamanna, en hef heyrt því fleygt að ég persónulega sé á milli tannanna á fólki. Hverjir það eru, veit ég ekki, enda vil ég ekki vita það, vil ekki vera með myndir af óvildarmönnum í huga mér. 

Hvað veldur því að menn haga sér á þennan hátt? Þetta er ein tegund af einelti, menn gera sér kannski ekki grein fyrir því, en einelti er það engu síður. 

Ég hef mikið hugsað um þetta, reynt að skilja, reynt að sætta mig við, þegja og ekkert segja og alls ekki opinberlega, því að það gæti skapað ennþá verra umtal, látið þann ótta stjórna mér. 

En inní árið 2019 ætla ég mér að fara á nýjan hátt. Ég ætla ekki að láta ÓTTANN stjórna mér, heldur tala og ekki þegja. 

Ég veit að þið vitið hver þið eruð, ég veit að einhverjir vita hverjir það voru sem að jöfnuðu niður við jörðu vegskiltið okkar með stórri vinnuvél, eftir að við höfðum hreinsað af því svarta spreyið, skemmdarverk sem var unnið á skiltinu. Það var óþægileg tilfynning að finna þetta hatur, án þess að hafa hugmynd um hverjir væru að verki. EN ÞIÐ VITIÐ HVER ÞIÐ ERUÐ OG EINHVERJIR AÐRIR SEM AÐ ÞEKKJA YKKUR VITA ÞAÐ LÍKA. ER HÆGT AÐ VERA STOLTUR AF SJÁLFUM SÉR EFTIR SVONA VERKNAÐ????


Um bloggið

ghelga

Höfundur

G.Helga Ingadóttir
G.Helga Ingadóttir

Réttlæti, samúð, uppræta spillingu, meiri heiðarleika og minni hræsni, segja sannleikann og burt með óttann

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...51121_009_3
  • ...0151121_009
  • ...r_eldsto--2
  • ...r_500x450px
  • ...hringur_1

Nota bene

Eldstó Art Café / Bistro / Pottery / Guesthouse

Nytjalist er fátíð á Íslandi í þeirri mynd sem að sést í Eldstó. Þar sem að Eldstó er einnig með kaffihús /Bistro, að þá er hægt að upplifa listina á staðum, í góðum kaffibolla. „Eldfjallaglerungar“ unnir úr Hekluvikri, Búðardalsleir og öðum eldfjallaefnum eru á hlutunum í Eldstó. Á Skjánum í Eldstó má sjá myndbönd sem að sýna þau hjónin við vinnu sína. Íslensk hönnun, íslenskt handverk, það er það sem þú færð í Eldstó Art – Gallery.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband